Risarækjan 10. janúar 2005 00:01 Orkuveituhúsið nýja er á leið með að verða Perla Reykjavíkurlistans: táknmynd um bruðl og valdþótta - og kostnaðarvitundarleysi sem jaðrar við kostnaðaröngvit. Eðlilegri og málefnalegri gagnrýni á kostnað er svarað með skætingi á borð við það þegar Alfreð Þorsteinsson kallaði Ólaf F. Magnússon "litla íhaldið" í Kastljósinu og útúrsnúningi á borð við samanburð á fermetraverði "vandaðra" grunnskóla í Reykjavík og þessa húss, og þar með lítið gert úr helsta afreki R-listans, uppbyggingu í skólamálum. Fátt verður hins vegar um raunveruleg svör þegar leitað er skýringa á umframkostnaðinum; muldrað um að gleymst hafi að gera ráð fyrir loftræstingu og að kostnaðaráætlunin hafi miðast við miklu minna hús - sem var víst VSO-ráðgjöf að kenna. Húsið sjálft var með öðrum orðum slíkt listaverk, með tilheyrandi áherslu á samspil flæðis og forms, birtubrigða og framsetningu hallandi skálína - eða eitthvað - að það gleymdist að gera ráð fyrir loftræstingu. Kannski vanti opnanlega glugga á það líka sem til skamms tíma var talið listrænt hástig í íslenskum arkítektúr, eftir að flötu þökin liðu undir lok. Kostnað við byggingu Orkuveituhússins á ekki að bera saman við fermetraverð "vandaðs" grunnskóla í Reykjavík. Í vandaðri stjórnsýslu á aðeins að bera kostnað við byggingar saman við eitt - skyldi maður ætla - og það er sjálf kostnaðaráætlunin. Sá plagsiður að nota kostnaðaráætlanir sem áróðursplögg til að slá ryki í augu fólks áður en ákvarðanir eru teknar um framkvæmdir er ekki Reykjavíkurlistanum sæmandi. "Ekkert að spara - ég borga", sagði Bjartur í Sumarhúsum gjarnan af ómældu veglyndi í þeim veislum sem hann hélt og voru því miður oftast eftir að hann hafði jarðað einhvern heimilismann. Hann vildi ekki láta neinn halda að hann byggi ekki af sömu rausn og höfðingjarnir. Óneitanlega finnst manni ýmislegt í stjórn Orkuveitunnar hafa þennan undirtón: "ekkert að spara, ég borga." Hamrað er á því hversu ríkt og stöndugt fyrirtækið sé og látið að því liggja að lítið muni nú um nokkrar rangar fjárfestingu - nóg sé til frammi. Þarna er einhver endurómur stjórnarhátta Davíðs Oddssonar, en það var einmitt á hans dögum sem fyrirrennari Orkuveitunnar, Hitaveitan, stóð með ærnum kostnaði - og umframkostnaði - að byggingu Perlunnar, dularfyllstu kirkjubyggingu 20. aldarinnar. Umsvifum Orkuveitunnar á sviði fjarskipta verður á hinn bóginn ekki líkt við neitt úr valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Vefstólar Línu nets voru alltaf tómir og því fyrr sem borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans horfast í augu við það því betra. Lína net nærði hégómagirnd stjórnmálamanna um að þeir hefðu vit á tölvum og framtíðinni. Það var ekki í verkahring borgarinnar að sjá heimilum fyrir netttengingum eða sjónvarpstengingum - til þess voru nógir aðrir - og að líkja ljósleiðaralagningunni við það stórkostlega ævintýri þegar heitt vatn var lagt í hús borgarbúa er móðgun við söguna og baráttuna við fátækt og vond hús. Flest heimili höfðu fyrir nettengingu og allt það sjónvarp sem hægt er með góðu móti að komast yfir að horfa á - og raunar miklu meira til. Framsóknarflokkurinn hefur ekkert fylgi í Reykjavík. Áhrif flokksins á stjórn borgarinnar eru fráleit, einkum í ljósi þess að hann hefur augljóslega neitunarvald í flugvallarmálinu og öðrum framfaramálum. Reykjavíkurlistinn sem slíkur virðist meira og minna liðinn undir lok og er nú ekki annað en nafn á kosningabandalagi. Við sitjum uppi með valdamenn sem standa að hækkunum á þjónustu Orkuveitunnar um leið og þeir segja okkur að hún eigi skítnógan pening og skimi eftir nýjum tækifærum á sviði fjarskipta. Framsókn er eins og risarækja í stjórnkerfi borgarinnar, smælki sem breiðir sig út yfir allt, vex og vex... Nú er lag. Frálslyndi flokkurinn er geðslegur flokkur, talsmenn hans í borgarstjórn, þau Ólafur F. Magnússon og Margrét Sverrisdóttir, hafa verið málefnaleg og laus við þann greifabrag sem er yfir Framsókn um þessar mundir. Tímabært er að Samfylkingin og Vinstri grænir - og Dagur - kippi þeim Frjálslyndu inn í borgarstjórn og leyfi Framsókn að deyja inn í Sjálfstæðisflokkinn eins og hann er að gera á landsvísu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Orkuveituhúsið nýja er á leið með að verða Perla Reykjavíkurlistans: táknmynd um bruðl og valdþótta - og kostnaðarvitundarleysi sem jaðrar við kostnaðaröngvit. Eðlilegri og málefnalegri gagnrýni á kostnað er svarað með skætingi á borð við það þegar Alfreð Þorsteinsson kallaði Ólaf F. Magnússon "litla íhaldið" í Kastljósinu og útúrsnúningi á borð við samanburð á fermetraverði "vandaðra" grunnskóla í Reykjavík og þessa húss, og þar með lítið gert úr helsta afreki R-listans, uppbyggingu í skólamálum. Fátt verður hins vegar um raunveruleg svör þegar leitað er skýringa á umframkostnaðinum; muldrað um að gleymst hafi að gera ráð fyrir loftræstingu og að kostnaðaráætlunin hafi miðast við miklu minna hús - sem var víst VSO-ráðgjöf að kenna. Húsið sjálft var með öðrum orðum slíkt listaverk, með tilheyrandi áherslu á samspil flæðis og forms, birtubrigða og framsetningu hallandi skálína - eða eitthvað - að það gleymdist að gera ráð fyrir loftræstingu. Kannski vanti opnanlega glugga á það líka sem til skamms tíma var talið listrænt hástig í íslenskum arkítektúr, eftir að flötu þökin liðu undir lok. Kostnað við byggingu Orkuveituhússins á ekki að bera saman við fermetraverð "vandaðs" grunnskóla í Reykjavík. Í vandaðri stjórnsýslu á aðeins að bera kostnað við byggingar saman við eitt - skyldi maður ætla - og það er sjálf kostnaðaráætlunin. Sá plagsiður að nota kostnaðaráætlanir sem áróðursplögg til að slá ryki í augu fólks áður en ákvarðanir eru teknar um framkvæmdir er ekki Reykjavíkurlistanum sæmandi. "Ekkert að spara - ég borga", sagði Bjartur í Sumarhúsum gjarnan af ómældu veglyndi í þeim veislum sem hann hélt og voru því miður oftast eftir að hann hafði jarðað einhvern heimilismann. Hann vildi ekki láta neinn halda að hann byggi ekki af sömu rausn og höfðingjarnir. Óneitanlega finnst manni ýmislegt í stjórn Orkuveitunnar hafa þennan undirtón: "ekkert að spara, ég borga." Hamrað er á því hversu ríkt og stöndugt fyrirtækið sé og látið að því liggja að lítið muni nú um nokkrar rangar fjárfestingu - nóg sé til frammi. Þarna er einhver endurómur stjórnarhátta Davíðs Oddssonar, en það var einmitt á hans dögum sem fyrirrennari Orkuveitunnar, Hitaveitan, stóð með ærnum kostnaði - og umframkostnaði - að byggingu Perlunnar, dularfyllstu kirkjubyggingu 20. aldarinnar. Umsvifum Orkuveitunnar á sviði fjarskipta verður á hinn bóginn ekki líkt við neitt úr valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Vefstólar Línu nets voru alltaf tómir og því fyrr sem borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans horfast í augu við það því betra. Lína net nærði hégómagirnd stjórnmálamanna um að þeir hefðu vit á tölvum og framtíðinni. Það var ekki í verkahring borgarinnar að sjá heimilum fyrir netttengingum eða sjónvarpstengingum - til þess voru nógir aðrir - og að líkja ljósleiðaralagningunni við það stórkostlega ævintýri þegar heitt vatn var lagt í hús borgarbúa er móðgun við söguna og baráttuna við fátækt og vond hús. Flest heimili höfðu fyrir nettengingu og allt það sjónvarp sem hægt er með góðu móti að komast yfir að horfa á - og raunar miklu meira til. Framsóknarflokkurinn hefur ekkert fylgi í Reykjavík. Áhrif flokksins á stjórn borgarinnar eru fráleit, einkum í ljósi þess að hann hefur augljóslega neitunarvald í flugvallarmálinu og öðrum framfaramálum. Reykjavíkurlistinn sem slíkur virðist meira og minna liðinn undir lok og er nú ekki annað en nafn á kosningabandalagi. Við sitjum uppi með valdamenn sem standa að hækkunum á þjónustu Orkuveitunnar um leið og þeir segja okkur að hún eigi skítnógan pening og skimi eftir nýjum tækifærum á sviði fjarskipta. Framsókn er eins og risarækja í stjórnkerfi borgarinnar, smælki sem breiðir sig út yfir allt, vex og vex... Nú er lag. Frálslyndi flokkurinn er geðslegur flokkur, talsmenn hans í borgarstjórn, þau Ólafur F. Magnússon og Margrét Sverrisdóttir, hafa verið málefnaleg og laus við þann greifabrag sem er yfir Framsókn um þessar mundir. Tímabært er að Samfylkingin og Vinstri grænir - og Dagur - kippi þeim Frjálslyndu inn í borgarstjórn og leyfi Framsókn að deyja inn í Sjálfstæðisflokkinn eins og hann er að gera á landsvísu.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun