Alcan vill bætur frá olíufélögunum 14. janúar 2005 00:01 Forsvarsmenn Alcan, áður Ísal, hafa ákveðið að sækjast eftir bótum frá olíufélögunum vegna verðsamráðs þeirra. Samkvæmt lögfræðiáliti sem unnið var fyrir fyrirtækið bera olíufélögin ótvíræða skaðabótaskyldu vegna þess. Ekki hefur verið ákveðið hvort beðið verði um viðræður við félögin áður en höfðað verður skaðabótamál. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan segir að félagið muni ekki sitja þegjandi undir þessu, enda nemi tjónið að minnsta kosti tugum milljóna. Hann segir að ekki sé búið að meta tjónið nákvæmlega en miða megi við að fyrirtækið kaupi olíu fyrir um 200 til 250 milljónir á ári. Landsamband íslenskra útvegsmanna hefur þegar óskað eftir viðræðum við olíufélögin um skaðabætur vegna tjóns sem útgerðin hefur orðið fyrir vegna verðsamráðs. Í niðurstöðu samkeppnisráðs kemur fram að olíufélögin hafi gert Ísal þannig tilboð að tryggt væri að Skeljungur héldi viðskiptunum við fyrirtækið gegn því að Skeljungur héldi áfram að skipta framlegð af viðskiptunum með Olís og ESSÓ. Samkvæmt niðurstöðu samkeppnisráðs höfðu olíufélögin um áratugaskeið skipt með sér sölu Skeljungs til Ísal. Strax á fundi olíufélaganna árið 1967 var samþykkt að félögin myndu bjóða tiltekið verð í kaup Ísal á eldsneyti. Jafnframt var ákveðið að það félag sem fengi viðskiptin skyldi skipta sölunni jafnt með hinum félögunum. Að mati samkeppnisráðs sýna gögn málsins með skýrum hætti að þetta fyrirkomulag hafi staðið þar til Samkeppnisstofnun gerði húsleit hjá olíufélögunum árið 2001. Árið 1996 ákváður stjórnendur Ísal að endurnýja samning við Skeljung. Starfsmenn olíufélagsins tilkynntu þá Essó og Olís um þessar viðræður og leituðu eftir samþykki þeirra varðandi kjör sem bjóða ætti. Jafnframt sýna gögnin að Skeljungur hafi leynt Ísal því að félagið skipti sölunni með hinum olíufélögunum og hefði gert það frá upphafi viðskiptanna árið 1967. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Forsvarsmenn Alcan, áður Ísal, hafa ákveðið að sækjast eftir bótum frá olíufélögunum vegna verðsamráðs þeirra. Samkvæmt lögfræðiáliti sem unnið var fyrir fyrirtækið bera olíufélögin ótvíræða skaðabótaskyldu vegna þess. Ekki hefur verið ákveðið hvort beðið verði um viðræður við félögin áður en höfðað verður skaðabótamál. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan segir að félagið muni ekki sitja þegjandi undir þessu, enda nemi tjónið að minnsta kosti tugum milljóna. Hann segir að ekki sé búið að meta tjónið nákvæmlega en miða megi við að fyrirtækið kaupi olíu fyrir um 200 til 250 milljónir á ári. Landsamband íslenskra útvegsmanna hefur þegar óskað eftir viðræðum við olíufélögin um skaðabætur vegna tjóns sem útgerðin hefur orðið fyrir vegna verðsamráðs. Í niðurstöðu samkeppnisráðs kemur fram að olíufélögin hafi gert Ísal þannig tilboð að tryggt væri að Skeljungur héldi viðskiptunum við fyrirtækið gegn því að Skeljungur héldi áfram að skipta framlegð af viðskiptunum með Olís og ESSÓ. Samkvæmt niðurstöðu samkeppnisráðs höfðu olíufélögin um áratugaskeið skipt með sér sölu Skeljungs til Ísal. Strax á fundi olíufélaganna árið 1967 var samþykkt að félögin myndu bjóða tiltekið verð í kaup Ísal á eldsneyti. Jafnframt var ákveðið að það félag sem fengi viðskiptin skyldi skipta sölunni jafnt með hinum félögunum. Að mati samkeppnisráðs sýna gögn málsins með skýrum hætti að þetta fyrirkomulag hafi staðið þar til Samkeppnisstofnun gerði húsleit hjá olíufélögunum árið 2001. Árið 1996 ákváður stjórnendur Ísal að endurnýja samning við Skeljung. Starfsmenn olíufélagsins tilkynntu þá Essó og Olís um þessar viðræður og leituðu eftir samþykki þeirra varðandi kjör sem bjóða ætti. Jafnframt sýna gögnin að Skeljungur hafi leynt Ísal því að félagið skipti sölunni með hinum olíufélögunum og hefði gert það frá upphafi viðskiptanna árið 1967.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira