Áfram í Hvíta húsinu? Guðmundur Magnússon skrifar 16. janúar 2005 00:01 George W. Bush sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna í annað sinn á fimmtudaginn. Þeir eru ekki margir sem staðið hafa í hans sporum að þessu leyti. Og ekki geta margir státað af því að eiga föður sem líka var forseti. En það eru takmörk fyrir öllu. Bandaríska stjórnarskráin bannar mönnum að gegna forsetaembætti lengur en tvö kjörtímabil. Þess vegna er ljóst að Bush á aðeins fjögur ár eftir í Hvíta húsinu. Algengt er að fyrrverandi varaforsetar nái kjöri sem forsetar. Það stafar meðal annars af því hve þekktir þeir verða í embætti. Nöfn og heiti skipta ekki minna máli í stjórnmálum en í vöruheimi viðskiptalífsins. Það ákveður enginn upp úr þurru að fara í forsetaframboð þar vestra. Frambjóðendur þurfa að hafa látið að sér kveða um árabil - og hafa aðgang að miklum fjármunum - ef þeir vilja eiga nokkra möguleika. Varaforsetinn Bush er Dick Cheney. Hann er ekkert unglamb og hefur að auki fengið hjartaáfall fjórum sínum á stuttum tíma. Ekki hvarflar að nokkrum manni að hann muni verða valinn næsta forsetaefni Repúblikanaflokksins né að hann muni sækjast eftir því.Demókratar eru þegar farnir að velta því fyrir sér hvern þeir eigi að bjóða fram eftir fjögur ár. Við fjölluðum um það á Vísi í nóvember í fyrra eins og hér má lesa. Sumum finnst slíkar vangaveltur ótímabærar þegar nýtt fjögurra ára kjörtímabil forseta er rétt að hefjast. En ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Svona nokkuð þarfnast langs undirbúnings. Og satt að segja eru repúblikanar líka að velta þessum málum fyrir sér. Þeir geta vel hugsað sér að halda völdum í Hvíta húsinu í tólf ár samfleytt, helst lengur! En hvert beina þeir sjónum sínum? Meðal þeirra manna sem nefndir hafa verið sem hugsanlegir frambjóðendur flokksins árið 2008 eru hinn vinsæli borgarstjóri í New York, Rudy Giuliani, en vikuritið Economist, sem fjallar um þessi mál í nýjasta tölublaði, segir að einnig hafi heyrst nöfn manna eins og George Pataki, Mitt Romney, Rick Santorum og Bill Owens. Ólíklegt er að margir lesendur hafa heyrt þau nöfn. En svo er eitt nafn enn segir Economist og telur að þar geti leynst sigurvegari næstu forsetakosninga. Þar er um að ræða yngri bróður núverandi forseta, Jeb Bush, ríkisstjóra í Flórída. Kjörtímabil hans lýkur eftir eitt ár. Hann er þjóðkunnur maður, vinsæll á heimaslóðum og hefur að að auki ýmsa eiginleika sem gætu hjálpað honum í baráttu við frambjóðendur demókrata. Til að mynda er eiginkona hans fædd í Mexíkó og börn þeirra þrjú eru frekar dökk á hörund. Þá hefur hann snúist til rómversk-kaþólskrar trúar. Hann þykir meiri hugsuður en stóri bróðir og hefur orðið vel ágengt í embætti að hrinda í framkvæmd ýmsum stefnumálum sem repúblikönum eru hjartfólgin. Ekki eru allir í fjölskyldunni þeirrar skoðunar að Jeb eigi að taka slaginn. Móðir hans, Barbara, hefur sagt að nóg sé komið - í bili að minnsta kosti. Kannski merkir það að Jeb ætti að reyna fyrir sér árið 2012. Nema gamla konan sé eins og ýmsir fleiri með hugann við sonarson sinn, George P. Bush, sem er sonur ríkisstjórans. Margir telja sig sjá í honum nýtt leiðtogaefni. Einu sinni var Kennedy það nafn sem mestur ljómi lék um í bandarískum stjórnmálum og þjóðlífi. Kennedy-bræður áttu glæsilegan en einnig harmsögulegan feril. Bush-fjölskyldan hefur átt meira láni að fagna. Kannski á hún eftir að fara í sögubækurnar sem sigursælasta fjölskyldan í bandarískri stjórnmálasögu síðari alda.Guðmundur Magnússon -[email protected]. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
George W. Bush sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna í annað sinn á fimmtudaginn. Þeir eru ekki margir sem staðið hafa í hans sporum að þessu leyti. Og ekki geta margir státað af því að eiga föður sem líka var forseti. En það eru takmörk fyrir öllu. Bandaríska stjórnarskráin bannar mönnum að gegna forsetaembætti lengur en tvö kjörtímabil. Þess vegna er ljóst að Bush á aðeins fjögur ár eftir í Hvíta húsinu. Algengt er að fyrrverandi varaforsetar nái kjöri sem forsetar. Það stafar meðal annars af því hve þekktir þeir verða í embætti. Nöfn og heiti skipta ekki minna máli í stjórnmálum en í vöruheimi viðskiptalífsins. Það ákveður enginn upp úr þurru að fara í forsetaframboð þar vestra. Frambjóðendur þurfa að hafa látið að sér kveða um árabil - og hafa aðgang að miklum fjármunum - ef þeir vilja eiga nokkra möguleika. Varaforsetinn Bush er Dick Cheney. Hann er ekkert unglamb og hefur að auki fengið hjartaáfall fjórum sínum á stuttum tíma. Ekki hvarflar að nokkrum manni að hann muni verða valinn næsta forsetaefni Repúblikanaflokksins né að hann muni sækjast eftir því.Demókratar eru þegar farnir að velta því fyrir sér hvern þeir eigi að bjóða fram eftir fjögur ár. Við fjölluðum um það á Vísi í nóvember í fyrra eins og hér má lesa. Sumum finnst slíkar vangaveltur ótímabærar þegar nýtt fjögurra ára kjörtímabil forseta er rétt að hefjast. En ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Svona nokkuð þarfnast langs undirbúnings. Og satt að segja eru repúblikanar líka að velta þessum málum fyrir sér. Þeir geta vel hugsað sér að halda völdum í Hvíta húsinu í tólf ár samfleytt, helst lengur! En hvert beina þeir sjónum sínum? Meðal þeirra manna sem nefndir hafa verið sem hugsanlegir frambjóðendur flokksins árið 2008 eru hinn vinsæli borgarstjóri í New York, Rudy Giuliani, en vikuritið Economist, sem fjallar um þessi mál í nýjasta tölublaði, segir að einnig hafi heyrst nöfn manna eins og George Pataki, Mitt Romney, Rick Santorum og Bill Owens. Ólíklegt er að margir lesendur hafa heyrt þau nöfn. En svo er eitt nafn enn segir Economist og telur að þar geti leynst sigurvegari næstu forsetakosninga. Þar er um að ræða yngri bróður núverandi forseta, Jeb Bush, ríkisstjóra í Flórída. Kjörtímabil hans lýkur eftir eitt ár. Hann er þjóðkunnur maður, vinsæll á heimaslóðum og hefur að að auki ýmsa eiginleika sem gætu hjálpað honum í baráttu við frambjóðendur demókrata. Til að mynda er eiginkona hans fædd í Mexíkó og börn þeirra þrjú eru frekar dökk á hörund. Þá hefur hann snúist til rómversk-kaþólskrar trúar. Hann þykir meiri hugsuður en stóri bróðir og hefur orðið vel ágengt í embætti að hrinda í framkvæmd ýmsum stefnumálum sem repúblikönum eru hjartfólgin. Ekki eru allir í fjölskyldunni þeirrar skoðunar að Jeb eigi að taka slaginn. Móðir hans, Barbara, hefur sagt að nóg sé komið - í bili að minnsta kosti. Kannski merkir það að Jeb ætti að reyna fyrir sér árið 2012. Nema gamla konan sé eins og ýmsir fleiri með hugann við sonarson sinn, George P. Bush, sem er sonur ríkisstjórans. Margir telja sig sjá í honum nýtt leiðtogaefni. Einu sinni var Kennedy það nafn sem mestur ljómi lék um í bandarískum stjórnmálum og þjóðlífi. Kennedy-bræður áttu glæsilegan en einnig harmsögulegan feril. Bush-fjölskyldan hefur átt meira láni að fagna. Kannski á hún eftir að fara í sögubækurnar sem sigursælasta fjölskyldan í bandarískri stjórnmálasögu síðari alda.Guðmundur Magnússon -[email protected].
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun