Ófullnægjandi skýringar 19. janúar 2005 00:01 Það er líklega ekki tilviljun að mótmælaaðgerðir á Íslandi enda yfirleitt á því að bananar eru lagðir á stéttina fyrir framan Alþingishúsið. Bananarnir eru öðrum þræði tákn fyrir það alvöruleysi, þann úthaldsskort og þær mótsagnir sem fólki finnst að opinberar umræður hér á landi einkennist iðulega af. Umræðurnar um Íraksmálið eru þar engin undantekning. Hið alvarlega er að þar eiga hlut að máli æðstu ráðamenn þjóðarinnar. Þeir virðast telja sér sæma að beita útúrsnúningi og hálfsannleik í vörn sinni í einu furðulegasta atviki íslenskra utanríkismála á síðari árum. Það er slæmt fyrir lýðræði á Íslandi ef þeir komast upp með það. Á mánudag sendi Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra frá sér yfirlýsingu um aðdraganda þess að Ísland varð með formlegum hætti eitt þeirra ríkja sem studdu innrás og aðrar hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta gegn Írökum í mars 2003. Tilefnið segir hann vera "endurtekna fjölmiðlaumræðu" um málið en allir vita að hið raunverulega tilefni er ummæli Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra í fjölmiðlum um helgina þar sem fram kom að ákvörðunin um að verða við beiðni Bandaríkjastjórnar um formlegan stuðning við innrás var ekki rædd í ríkisstjórn, á Alþingi eða í utanríkismálanefnd áður en hún var tekin eins og forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa verið að gefa í skyn. Þessi ummæli staðfestir Guðni í samtali við Fréttablaðið í dag. Í yfirlýsingu forsætisráðherra segir að <I>Íraksmálið<P> hafi verið rætt nokkrum sinnum á Alþingi og í utanríkismálanefnd veturinn 2002 til 2003. Um það er ekki deilt. Það er verið að drepa málinu á dreif með slíku tali. Spurningin hefur snúist um það hvort <I>beiðni<P> Bandaríkjastjórnar og <I>ákvörðunin<P> um að verða við henni hafi verið rædd eða ekki. Fram kemur í yfirlýsingu forsætisráðherra að ríkisstjórnarfundur hafi verið haldinn að morgni 18. mars, tveimur dögum fyrir innrásina. Hann segir að Íraksmálið hafi verið á dagskrá en það er ekki hið sama og að segja að erindi Bandaríkjastjórnar hafi verið kynnt ráðherrum á fundinum og rætt þar. Kjarni málsins virðist sá að erindi um formlegan stuðning barst frá Bandaríkjastjórn. Ekki liggur fyrir hvenær það var nákvæmlega þar sem skjöl og önnur gögn þessa máls hafa ekki verið gerð opinber eins og krafist hefur verið. Staðfest er í yfirlýsingu forsætisráðherra að ákvörðun um að fallast á erindið hafi var tekin utan ríkisstjórnarfundar af þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddssyni, og þáverandi utanríkisráðherra, Halldóri Ásgrímssyni, án þess að leita álits utanríkismálanefndar eða kalla Alþingi saman. Það er engin afsökun ef málið hefur borið brátt að. Samkvæmt stjórnarskránni er lýðræði og þingræði á Íslandi en ekki ráðherraræði. Það var pólitísk skylda ráðherranna að taka málið formlega upp og ræða það í ríkisstjórn og lagaskylda að ræða það í utanríkismálanefnd. Eftir yfirlýsingu forsætisráðherra á mánudaginn fær krafan um opinbera úttekt óvilhallra rannsóknaraðila á málinu öllu aukið vægi. Skjöl og gögn, þar á meðal Íraksliður fundargerðar ríkisstjórnarinnar 18. mars, verður að gera opinber. Hafi ríkisstjórnin engu að leyna eins og forsætisráðherra gefur í skyn og sé málið einn stór misskilningur stjórnarandstæðinga og þjóðarinnar hlýtur það að vera málstað ríkisstjórnarinnar til framdráttar að leggja öll spilin á borðið. Það á ríkisstjórnin að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Það er líklega ekki tilviljun að mótmælaaðgerðir á Íslandi enda yfirleitt á því að bananar eru lagðir á stéttina fyrir framan Alþingishúsið. Bananarnir eru öðrum þræði tákn fyrir það alvöruleysi, þann úthaldsskort og þær mótsagnir sem fólki finnst að opinberar umræður hér á landi einkennist iðulega af. Umræðurnar um Íraksmálið eru þar engin undantekning. Hið alvarlega er að þar eiga hlut að máli æðstu ráðamenn þjóðarinnar. Þeir virðast telja sér sæma að beita útúrsnúningi og hálfsannleik í vörn sinni í einu furðulegasta atviki íslenskra utanríkismála á síðari árum. Það er slæmt fyrir lýðræði á Íslandi ef þeir komast upp með það. Á mánudag sendi Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra frá sér yfirlýsingu um aðdraganda þess að Ísland varð með formlegum hætti eitt þeirra ríkja sem studdu innrás og aðrar hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta gegn Írökum í mars 2003. Tilefnið segir hann vera "endurtekna fjölmiðlaumræðu" um málið en allir vita að hið raunverulega tilefni er ummæli Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra í fjölmiðlum um helgina þar sem fram kom að ákvörðunin um að verða við beiðni Bandaríkjastjórnar um formlegan stuðning við innrás var ekki rædd í ríkisstjórn, á Alþingi eða í utanríkismálanefnd áður en hún var tekin eins og forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa verið að gefa í skyn. Þessi ummæli staðfestir Guðni í samtali við Fréttablaðið í dag. Í yfirlýsingu forsætisráðherra segir að <I>Íraksmálið<P> hafi verið rætt nokkrum sinnum á Alþingi og í utanríkismálanefnd veturinn 2002 til 2003. Um það er ekki deilt. Það er verið að drepa málinu á dreif með slíku tali. Spurningin hefur snúist um það hvort <I>beiðni<P> Bandaríkjastjórnar og <I>ákvörðunin<P> um að verða við henni hafi verið rædd eða ekki. Fram kemur í yfirlýsingu forsætisráðherra að ríkisstjórnarfundur hafi verið haldinn að morgni 18. mars, tveimur dögum fyrir innrásina. Hann segir að Íraksmálið hafi verið á dagskrá en það er ekki hið sama og að segja að erindi Bandaríkjastjórnar hafi verið kynnt ráðherrum á fundinum og rætt þar. Kjarni málsins virðist sá að erindi um formlegan stuðning barst frá Bandaríkjastjórn. Ekki liggur fyrir hvenær það var nákvæmlega þar sem skjöl og önnur gögn þessa máls hafa ekki verið gerð opinber eins og krafist hefur verið. Staðfest er í yfirlýsingu forsætisráðherra að ákvörðun um að fallast á erindið hafi var tekin utan ríkisstjórnarfundar af þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddssyni, og þáverandi utanríkisráðherra, Halldóri Ásgrímssyni, án þess að leita álits utanríkismálanefndar eða kalla Alþingi saman. Það er engin afsökun ef málið hefur borið brátt að. Samkvæmt stjórnarskránni er lýðræði og þingræði á Íslandi en ekki ráðherraræði. Það var pólitísk skylda ráðherranna að taka málið formlega upp og ræða það í ríkisstjórn og lagaskylda að ræða það í utanríkismálanefnd. Eftir yfirlýsingu forsætisráðherra á mánudaginn fær krafan um opinbera úttekt óvilhallra rannsóknaraðila á málinu öllu aukið vægi. Skjöl og gögn, þar á meðal Íraksliður fundargerðar ríkisstjórnarinnar 18. mars, verður að gera opinber. Hafi ríkisstjórnin engu að leyna eins og forsætisráðherra gefur í skyn og sé málið einn stór misskilningur stjórnarandstæðinga og þjóðarinnar hlýtur það að vera málstað ríkisstjórnarinnar til framdráttar að leggja öll spilin á borðið. Það á ríkisstjórnin að gera.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun