Skáld mennskunnar 21. janúar 2005 00:01 Mikil menningarveisla stendur yfir þessa helgina, bæði norðan heiða og sunnan, á Akureyri og í Reykjavík til þess að fagna því að hundrað og tíu ár eru liðin frá fæðingu Davíðs Stefánssonar skálds frá Fagraskógi. Opnaðar hafa verið sýningar á handritum hans, bréfum og munum, ljóð hans lesin og sungin og Davíð er skáld mánaðarins á skolavefur.is Það er oft sagt um listamenn að þeir séu ástsælastir sinna starfsbræðra meðal þjóðarinnar, án þess að nokkur pæli í því hvað í því felst. Hvað Davíð Stefánsson varðar, er hægt að segja að hann sé ástsælasta ljóðskáld þjóðarinnar fyrr og síðar - og færa rök fyrir því. Fyrsta ljóðabók Davíðs, Svartar fjaðrir, kom út 1919 og vakti þjóðarathygli. Þar kvað ekki einasta við nýjan tón, sem átti svo greiðan aðgang að hjörtum þjóðarinnar að ljóð hans voru strax á hvers manns vörum, heldur hefur engum tekist að leika þennan tón eftir. Enn í dag, þegar ekki er hægt að selja ljóðabækur, selst ljóðasafn Davíðs. Það er nokkuð merkilegt að um þrjátíu ára tímabil þótti Davíð Stefánsson ekki fínn pappír meðal þeirra sem ákveða hver er inni og hver úti. Ljóð hans voru sögð gamaldags tilfinningavellur, í besta falli. Skipun dagsins var atómskáldskapur, allt sem var stuðlað og rímað var alvont. Við, sem höfum dáð og dýrkað Davíð frá blautu barnsbeini, sátum þetta óværutímabil af okkur, fórum heim að loknum vinnudegi og fundum sálarfrið í því að lesa ljóðin hans. Svo kom að því að hundrað ár voru liðin frá fæðingu þessa dýrlega skálds og verk hans voru endurútgefin. Það var tími til kominn. Það sem helst einkennir ljóðasmíðar Davíðs Stefánssonar er einstakur hæfileiki til að miðla því hvað það kostar að vera manneskja. Gleði, sorg, kæti, illska, söknuður, fögnuður, reiði, fyrirgefning, sátt, græðgi, skortur á samúð, ást og höfnun; allt sem manneskjan burðast með í tilfinningakerfinu á lífsleiðinni birtist í látlausum, skýrum myndum af gamalli konu sem kyndir ofn, ungri konu sem smá fölnar með brúðarskóna í höndunum í vonlausri bið eftir elskhuganum, ungum manni sem biður elskuna sína að flytjast með sér í dalinn þar sem hann ætlar að byggja og nema land, syndugum manni sem krýpur við krossins helga tré - og þannig mætti lengi telja. Ljóðmælandinn í verkum Davíðs birtist okkur á ólíkan hátt hverju sinni - en hann talar alltaf frá hjartanu. Og hjartað er skrítin skepna, hverful í meira lagi. Sjálfur var Davíð ekkert of sterkur á svellinu í því leikriti mannlífsins sem krefst þess að allir séu vammlausir. Hann var bara nokkuð skrautlegur og skóf ekkert af þeirri reynslu sinni í ljóðum sem hann orti um drykkjuskap og afleiðingar hans. Hann lifði eins og hann best kunni i stað þess að reyna að falla inn í einhverja tiltekna hópa, eða hlýða hegðunarstýringu. Auðvitað fylgir því þjáning og sú þjáning birtist líka í ljóðum hans. Það má segja að sál hans nakin birtist í hverju ljóði og finni hljómgrunn í sálum okkar allra. Ljóðsnilld Davíðs hefur aldrei snúist um það hvort hann stuðlar eða rímar, ekki heldur um íslenska tungu, þótt vald hans á henni sé ótvírætt. Hann hefði orðið ástsælasta skáld hverrar þeirrar þjóðar sem hann fæddist til, vegna þess að hann er skáld mennskunnar, óháður tíma og rúmi, tísku, stefnum og straumum. Við getum horft á spegilmynd okkar leyndust sálarkima í ljóðum hans. Súsanna Svavarsdóttir ([email protected]) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Mikil menningarveisla stendur yfir þessa helgina, bæði norðan heiða og sunnan, á Akureyri og í Reykjavík til þess að fagna því að hundrað og tíu ár eru liðin frá fæðingu Davíðs Stefánssonar skálds frá Fagraskógi. Opnaðar hafa verið sýningar á handritum hans, bréfum og munum, ljóð hans lesin og sungin og Davíð er skáld mánaðarins á skolavefur.is Það er oft sagt um listamenn að þeir séu ástsælastir sinna starfsbræðra meðal þjóðarinnar, án þess að nokkur pæli í því hvað í því felst. Hvað Davíð Stefánsson varðar, er hægt að segja að hann sé ástsælasta ljóðskáld þjóðarinnar fyrr og síðar - og færa rök fyrir því. Fyrsta ljóðabók Davíðs, Svartar fjaðrir, kom út 1919 og vakti þjóðarathygli. Þar kvað ekki einasta við nýjan tón, sem átti svo greiðan aðgang að hjörtum þjóðarinnar að ljóð hans voru strax á hvers manns vörum, heldur hefur engum tekist að leika þennan tón eftir. Enn í dag, þegar ekki er hægt að selja ljóðabækur, selst ljóðasafn Davíðs. Það er nokkuð merkilegt að um þrjátíu ára tímabil þótti Davíð Stefánsson ekki fínn pappír meðal þeirra sem ákveða hver er inni og hver úti. Ljóð hans voru sögð gamaldags tilfinningavellur, í besta falli. Skipun dagsins var atómskáldskapur, allt sem var stuðlað og rímað var alvont. Við, sem höfum dáð og dýrkað Davíð frá blautu barnsbeini, sátum þetta óværutímabil af okkur, fórum heim að loknum vinnudegi og fundum sálarfrið í því að lesa ljóðin hans. Svo kom að því að hundrað ár voru liðin frá fæðingu þessa dýrlega skálds og verk hans voru endurútgefin. Það var tími til kominn. Það sem helst einkennir ljóðasmíðar Davíðs Stefánssonar er einstakur hæfileiki til að miðla því hvað það kostar að vera manneskja. Gleði, sorg, kæti, illska, söknuður, fögnuður, reiði, fyrirgefning, sátt, græðgi, skortur á samúð, ást og höfnun; allt sem manneskjan burðast með í tilfinningakerfinu á lífsleiðinni birtist í látlausum, skýrum myndum af gamalli konu sem kyndir ofn, ungri konu sem smá fölnar með brúðarskóna í höndunum í vonlausri bið eftir elskhuganum, ungum manni sem biður elskuna sína að flytjast með sér í dalinn þar sem hann ætlar að byggja og nema land, syndugum manni sem krýpur við krossins helga tré - og þannig mætti lengi telja. Ljóðmælandinn í verkum Davíðs birtist okkur á ólíkan hátt hverju sinni - en hann talar alltaf frá hjartanu. Og hjartað er skrítin skepna, hverful í meira lagi. Sjálfur var Davíð ekkert of sterkur á svellinu í því leikriti mannlífsins sem krefst þess að allir séu vammlausir. Hann var bara nokkuð skrautlegur og skóf ekkert af þeirri reynslu sinni í ljóðum sem hann orti um drykkjuskap og afleiðingar hans. Hann lifði eins og hann best kunni i stað þess að reyna að falla inn í einhverja tiltekna hópa, eða hlýða hegðunarstýringu. Auðvitað fylgir því þjáning og sú þjáning birtist líka í ljóðum hans. Það má segja að sál hans nakin birtist í hverju ljóði og finni hljómgrunn í sálum okkar allra. Ljóðsnilld Davíðs hefur aldrei snúist um það hvort hann stuðlar eða rímar, ekki heldur um íslenska tungu, þótt vald hans á henni sé ótvírætt. Hann hefði orðið ástsælasta skáld hverrar þeirrar þjóðar sem hann fæddist til, vegna þess að hann er skáld mennskunnar, óháður tíma og rúmi, tísku, stefnum og straumum. Við getum horft á spegilmynd okkar leyndust sálarkima í ljóðum hans. Súsanna Svavarsdóttir ([email protected])
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar