Góður endir hjá strákunum 29. janúar 2005 00:01 Þessi leikur var fínn endir á annars misjöfnu móti. Hann bar þess eilítið merki að líkurnar á að liðið kæmi áfram voru nánast engar. En samt sem áður var ég ánægður með hvernig menn lögðu sig fram í leiknum og einbeitingin var til staðar meira eða minna í 60 mínútur sem er í rauninni þveröfugt við leikinn við Kúveit. Það er það sem stendur einna helst upp úr. Birkir Ívar fékk loksins að byrja leikinn og skilaði ágætis vinnu. Það var margt ágætt í þessum leik sem segir okkur að það býr mikið í þessu liði. En niðurstaðan að komast ekki áfram er náttúrulega ekkert annað en vonbrigði. Hvernig liðið spilaði gegn Alsír, hvernig mannskapnum var stillt upp eða hvernig liðið var að breyta varnarleiknum skipti í rauninni ekki máli. Það eina sem þurfti að nást út úr leiknum var sigur til þess að skila sem bestu verki og svo var náttúrlega mikilvægt að enda mótið vel. Menn hafa augljóslega verið mjög svekktir með að liðið kæmist ekki áfram og því var þetta upplagður endir. Það er alveg ljóst að pressan var að hrjá mannskapinn í fyrsta leik og það var í rauninni ekki fyrr en að fyrsti leikurinn var nánast tapaður að það losnaði svolítið um hömlur liðsins og menn svona settu í fluggírinn og náðu að jafna þann leik. Slóvenaleikurinn hafði allt annað yfirbragð og var að mínu mati alveg pressulaus. Þar sofnuðu menn á verðinum og ætluðu að landa sigrinum á seiglunni. Síðan voru menn hreinlega komnir upp við vegg með því að þurfa að leggja Rússa, best skipulagða lið riðilsins, af velli. Ég er þó ánægður með það, að þrátt fyrir vonbrigðin og þá sérstaklega hjá leikmönnunum sjálfum, þá sýndu menn ákveðinn karakter að leggja sig vel fram í dag og innbyrða sigur og þeir gerðu það virkilega vel. Íslenski handboltinn Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Þessi leikur var fínn endir á annars misjöfnu móti. Hann bar þess eilítið merki að líkurnar á að liðið kæmi áfram voru nánast engar. En samt sem áður var ég ánægður með hvernig menn lögðu sig fram í leiknum og einbeitingin var til staðar meira eða minna í 60 mínútur sem er í rauninni þveröfugt við leikinn við Kúveit. Það er það sem stendur einna helst upp úr. Birkir Ívar fékk loksins að byrja leikinn og skilaði ágætis vinnu. Það var margt ágætt í þessum leik sem segir okkur að það býr mikið í þessu liði. En niðurstaðan að komast ekki áfram er náttúrulega ekkert annað en vonbrigði. Hvernig liðið spilaði gegn Alsír, hvernig mannskapnum var stillt upp eða hvernig liðið var að breyta varnarleiknum skipti í rauninni ekki máli. Það eina sem þurfti að nást út úr leiknum var sigur til þess að skila sem bestu verki og svo var náttúrlega mikilvægt að enda mótið vel. Menn hafa augljóslega verið mjög svekktir með að liðið kæmist ekki áfram og því var þetta upplagður endir. Það er alveg ljóst að pressan var að hrjá mannskapinn í fyrsta leik og það var í rauninni ekki fyrr en að fyrsti leikurinn var nánast tapaður að það losnaði svolítið um hömlur liðsins og menn svona settu í fluggírinn og náðu að jafna þann leik. Slóvenaleikurinn hafði allt annað yfirbragð og var að mínu mati alveg pressulaus. Þar sofnuðu menn á verðinum og ætluðu að landa sigrinum á seiglunni. Síðan voru menn hreinlega komnir upp við vegg með því að þurfa að leggja Rússa, best skipulagða lið riðilsins, af velli. Ég er þó ánægður með það, að þrátt fyrir vonbrigðin og þá sérstaklega hjá leikmönnunum sjálfum, þá sýndu menn ákveðinn karakter að leggja sig vel fram í dag og innbyrða sigur og þeir gerðu það virkilega vel.
Íslenski handboltinn Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira