Staðfestir sakir olíufélaganna 1. febrúar 2005 00:01 Samkvæmt úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála lækka sektir olíufélaganna um rúmlega einn milljarð. Sektir Skeljungs lækka mest eða um 650 milljónir króna. Sektirnar þarf að greiða eigi síðar en þremur mánuðum frá uppkvaðningu úrskurðarins sem kveðinn var upp í gær. Guðmundur Sigurðsson, lögfræðingur hjá Samkeppnisstofnun, segist að mestu vera mjög sáttur við úrskurð áfrýjunarnefndarinnar. "Nefndin staðfestir raunverulega í megin atriðum hið ólögmæta samráð og segir þarna hafa verið um að ræða skipulagt, umfangsmikið, ólöglegt samráð í níu ár. Við erum ánægðir með að áfrýjunarnefndin kemst að þeirri niðurstöðu að ekkert hafi verið við vinnubrögð Samkeppnisráðs að athuga þannig að það gæfi ástæðu til að fella úr gildi eða breyta ákvörðun ráðsins. "Skeljungur er ekki lengur sett í þá stöðu að vera aðalgerandi í málinu. Ég er ánægður með lækkun sektarinnar um 650 milljónir króna en tel ákvörðunina um þá sekt sem eftir stendur mjög alvarlega," segir Gestur Jónsson, lögmaður Skeljungs, um úrskurðinn. Hann segir ekki hafa verið ákveðið hvort málið verði lagt fyrir héraðsdóm eins og félagið hafi kost á. Guðmundur Sigurðsson segir skilja á milli Samkeppnisráðs og áfrýjunarnefndarinnar við mat á sektunum. "Samkeppnisráð komst að þeirri niðurstöðu að sannarlegur ávinningur félaganna á þessu brotatímabili hafi verið 6,5 milljarðar króna og áfrýjunarnefndin staðfestir þá tölu í raun og veru. Samkeppnisráð ákvarðaði jafna sekt á öll félögin en nefndin telur ávinning þeirra mismikinn," segir Guðmundur. Hann segir ávinning Skeljungs hafa verið sínu minnstan eða 1.650 milljónir á móti 2.750 milljónum Kers sem rekur Essó. Eins segir hann áfrýjunarnefndina taka meira tillit til breytinga í hagkerfinu seinni hluta samráðstímabilsins sem Samkeppnisráð taldi ekki ástæðu til að gera. Samkvæmt úrskurðinum er sekt Kers, sem rekur Essó, 900 milljónir og sekt Olíuverslun Íslands 700 milljónir fyrir afslátt, sem félögin fá fyrir samvinnu við rannsókn málsins. Skeljungur fær engan afslátt. Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Samkvæmt úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála lækka sektir olíufélaganna um rúmlega einn milljarð. Sektir Skeljungs lækka mest eða um 650 milljónir króna. Sektirnar þarf að greiða eigi síðar en þremur mánuðum frá uppkvaðningu úrskurðarins sem kveðinn var upp í gær. Guðmundur Sigurðsson, lögfræðingur hjá Samkeppnisstofnun, segist að mestu vera mjög sáttur við úrskurð áfrýjunarnefndarinnar. "Nefndin staðfestir raunverulega í megin atriðum hið ólögmæta samráð og segir þarna hafa verið um að ræða skipulagt, umfangsmikið, ólöglegt samráð í níu ár. Við erum ánægðir með að áfrýjunarnefndin kemst að þeirri niðurstöðu að ekkert hafi verið við vinnubrögð Samkeppnisráðs að athuga þannig að það gæfi ástæðu til að fella úr gildi eða breyta ákvörðun ráðsins. "Skeljungur er ekki lengur sett í þá stöðu að vera aðalgerandi í málinu. Ég er ánægður með lækkun sektarinnar um 650 milljónir króna en tel ákvörðunina um þá sekt sem eftir stendur mjög alvarlega," segir Gestur Jónsson, lögmaður Skeljungs, um úrskurðinn. Hann segir ekki hafa verið ákveðið hvort málið verði lagt fyrir héraðsdóm eins og félagið hafi kost á. Guðmundur Sigurðsson segir skilja á milli Samkeppnisráðs og áfrýjunarnefndarinnar við mat á sektunum. "Samkeppnisráð komst að þeirri niðurstöðu að sannarlegur ávinningur félaganna á þessu brotatímabili hafi verið 6,5 milljarðar króna og áfrýjunarnefndin staðfestir þá tölu í raun og veru. Samkeppnisráð ákvarðaði jafna sekt á öll félögin en nefndin telur ávinning þeirra mismikinn," segir Guðmundur. Hann segir ávinning Skeljungs hafa verið sínu minnstan eða 1.650 milljónir á móti 2.750 milljónum Kers sem rekur Essó. Eins segir hann áfrýjunarnefndina taka meira tillit til breytinga í hagkerfinu seinni hluta samráðstímabilsins sem Samkeppnisráð taldi ekki ástæðu til að gera. Samkvæmt úrskurðinum er sekt Kers, sem rekur Essó, 900 milljónir og sekt Olíuverslun Íslands 700 milljónir fyrir afslátt, sem félögin fá fyrir samvinnu við rannsókn málsins. Skeljungur fær engan afslátt.
Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira