Lögin valda óvissu 1. febrúar 2005 00:01 Á annan tug starfsmanna hafa réttarstöðu grunaðra við rannsókn olíumálsins. Helgi Magnús Gunnarsson, lögfræðingur hjá ríkislögreglustjóra, segir embættið þurfa að ákveða að lokinni rannsókn á máli olíufélaganna hvort olíufélögin verði ákærð eða ekki. Hann segir lögin óskýr og unnið sé að breytingum á þeim. Núgildandi lög gera ráð fyrir að samkeppnisyfirvöld rannsaki brot fyrirtækja en lögregla geti bæði rannsakað brot fyrirtækja og einstaklinga. "Samkeppnislögin gera ráð fyrir að fyrirtækjum geti allt eins verið refsað í opinberu máli án þess það hafi áhrif á hvað meðferð málið er búið að fá hjá samkeppnisyfirvöldum," segir Helgi. Lögregla og samkeppnisyfirvöld túlka lögin hvort með sínum hætti. "Vandamálið er að við eigum að vinna eftir lögunum en þau svara þessu ekki á fullnægjandi hátt. Lögin eru gölluð og það þarf að skerpa á reglum um verkaskiptingu á milli lögreglu og samkeppnisyfirvalda," segir Helgi. Helgi segir töluvert þar til lögreglurannsókninni lýkur. Lögregla geti ekki notað það sem haft er eftir starfsmönnum olíufélaganna í skýrslu samkeppnisráðs. Lögreglan þurfi að vinna eftir lögum um meðferð opinberra mála þar sem sumir starfsmannanna geti haft réttarstöðu grunaðra og þurfi þar með ekki að tjá sig frekar en þeir vilji. Einnig er öðruvísi tekið á ósannsögli þeirra sem hafa réttarstöðu grunaðra. "Ef málið hefði strax komið til okkar værum við að vinna frumvinnuna í stað þess að endurtaka vinnu samkeppnisráðs að hluta," segir Helgi. Þess ber einnig að geta að rannsókn samkeppnisyfirvalda rífur ekki fyrningu á meintum brotum einstaklinga heldur eingöngu yfirheyrslur hjá lögreglu. Þegar starfsmenn hættu hjá fyrirtækjunum byrjaði fyrningartími að líða en fyrningatími miðast við síðasta brot. Verði fyrirtæki sakfelld samkvæmt ákæru getur það þýtt fésekt eða missi starfsleyfis fyrir fyrirtækið. Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Sjá meira
Á annan tug starfsmanna hafa réttarstöðu grunaðra við rannsókn olíumálsins. Helgi Magnús Gunnarsson, lögfræðingur hjá ríkislögreglustjóra, segir embættið þurfa að ákveða að lokinni rannsókn á máli olíufélaganna hvort olíufélögin verði ákærð eða ekki. Hann segir lögin óskýr og unnið sé að breytingum á þeim. Núgildandi lög gera ráð fyrir að samkeppnisyfirvöld rannsaki brot fyrirtækja en lögregla geti bæði rannsakað brot fyrirtækja og einstaklinga. "Samkeppnislögin gera ráð fyrir að fyrirtækjum geti allt eins verið refsað í opinberu máli án þess það hafi áhrif á hvað meðferð málið er búið að fá hjá samkeppnisyfirvöldum," segir Helgi. Lögregla og samkeppnisyfirvöld túlka lögin hvort með sínum hætti. "Vandamálið er að við eigum að vinna eftir lögunum en þau svara þessu ekki á fullnægjandi hátt. Lögin eru gölluð og það þarf að skerpa á reglum um verkaskiptingu á milli lögreglu og samkeppnisyfirvalda," segir Helgi. Helgi segir töluvert þar til lögreglurannsókninni lýkur. Lögregla geti ekki notað það sem haft er eftir starfsmönnum olíufélaganna í skýrslu samkeppnisráðs. Lögreglan þurfi að vinna eftir lögum um meðferð opinberra mála þar sem sumir starfsmannanna geti haft réttarstöðu grunaðra og þurfi þar með ekki að tjá sig frekar en þeir vilji. Einnig er öðruvísi tekið á ósannsögli þeirra sem hafa réttarstöðu grunaðra. "Ef málið hefði strax komið til okkar værum við að vinna frumvinnuna í stað þess að endurtaka vinnu samkeppnisráðs að hluta," segir Helgi. Þess ber einnig að geta að rannsókn samkeppnisyfirvalda rífur ekki fyrningu á meintum brotum einstaklinga heldur eingöngu yfirheyrslur hjá lögreglu. Þegar starfsmenn hættu hjá fyrirtækjunum byrjaði fyrningartími að líða en fyrningatími miðast við síðasta brot. Verði fyrirtæki sakfelld samkvæmt ákæru getur það þýtt fésekt eða missi starfsleyfis fyrir fyrirtækið.
Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Sjá meira