Enginn er annars bróðir í leik Hafliði Helgason skrifar 8. mars 2005 00:01 Viðskipti eru í grunninn mannleg samskipti. Við þessi mannlegu samskipti bætast svo ríkir hagsmunir sem valda þeirri hættu að menn láti lönd og leið dyggðir mannlegra samskipta. Töluvert hefur verið um átök í íslensku viðskiptalífi síðustu misserin. Þar tapa menn og sigra á víxl eins og gengur. Oft vill brenna við að sá sem tapar telur sig hafa verið svikinn og rangt hafi verið leikið í keppninni. Nýasta dæmið um baráttu á markaði er þegar félag í eigu Tryggingamiðstöðvarinnar og Landsbankans eignaðist hlut í Keri sem á Samskip, Olíufélagið og hlut í KB banka. Sjóvík seldi þessu félagi hlut sinn í Keri, en ráðandi hluthafar í Keri þeir Kristján Loftsson og Ólafur Ólafsson töldu sig hafa átt forkaupsrétt að bréfunum samkvæmt munnlegu samkomulagi sem ekki hafði verið gengið frá á pappír. Í siðferðilegu tilliti skiptir engu máli hvort fyrir liggja munnleg eða skrifleg loforð. Loforð er loforð og við það ber að standa. Málavextir í þessu tiltekna máli eru óljósir og sinn hvor skilningur var á því hvort eitthvert hluthafasamkomulag hafi verið í gildi. Bréfin voru seld dýru verði og við þessa óvissu bætist að ekki er víst að menn hefðu kært sig um að nýta forkaupsréttinn á því verði sem var í boði. Orðspor manna er dýrmætt og ekki síst í viðskiptum. Í litlu samfélagi loka menn fljótt öllum dyrum ef þeir hafa rangt við. Niðurstaðan verður því sú að menn eiga helst ekki viðskipti við slíka. Viðskiptalífið er hins vegar harður heimur og hver og einn er þar á sínum forsendum. Menn gera bandalög í samræmi við hagsmuni sína og slík bandalög slitna þegar hagsmunirnir fara ekki lengur saman. Eignarrétturinn er ótvíræður og kjósi menn að selja eign sína, þá gera þeir það og þurfa ekki að spyrja kóng eða prest. Oft heyrist talað um að viðskipti séu viðskipti og það er notað sem allsherjar réttlæting allra gjörða. Slík fullyrðing heldur ekki vatni. Það að menn eigi í viðskiptum undanskilur þá ekki almennum siðalögmálum. Viðskipti á að stunda eftir leikreglum á sama hátt og að sýna á prúðmennsku inn á íþróttavellinum. Á mörkuðum eru óskráðar og skráðar reglur og menn eiga að fara eftir þeim. Í daglegu lífi kemur það fyrir okkur öll að við föllum í freistni og tökum skammtímahagsmuni fram yfir langtímahagsmuni. Við borðum meira en okkur er hollt eða drekkum meira en við ætluðum og fáum svo í hausinn afleiðingarnar. Sama gildir um viðskiptalífið. Stundum falla menn í þá freistni að taka skammtímahagsmuni fram yfir langtímahagsmuni og brjóta með því gegn eigin gildismati. Siðferði í viðskiptum hér á landi er örugglega hvorki verra né betra en annars staðar. Það er heldur ekki verra en á öðrum sviðum mannlífsins. Grunnreglurnar eru þær sömu. Maður á ekki að ljúga, svíkja og stela. Maður á að sýna náunganum virðingu og meðhöndla hann eins og maður vildi sjálfur vera meðhöndlaður. Viðskipti eru ekki bara viðskipti. Þau eru mannleg samskipti þar sem ber að virða sömu reglur og í öðrum samskiptum. Það eru hins vegar oft miklir hagsmunir og peningar í húfi og það kann að gera það að verkum að stundum er gripið til réttlætingar sem er utan marka heiðursins og siðferðisins. Eins og í lífinu sjálfu farnast þeim yfirleitt best til lengdar viðskiptum sem tileinka sér góða siði og eru traustir. Eins og Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Burðaráss benti á á Viðskiptaþingi, þá snúast viðskipti um traust. Brot á því trausti skaðar menn til lengri tíma litið, þótt stundum græði þeir á brotinu til skamms tíma. Þessi einfalda regla ætti að verða til þess að heiðurinn og hagsmunirnir fara saman ætli menn sér farsælan viðskiptaferil. Það ætti að vera mönnum leiðarljós í þeim harða leik sem viðskiptin eru.Hafliði Helgason -[email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Viðskipti eru í grunninn mannleg samskipti. Við þessi mannlegu samskipti bætast svo ríkir hagsmunir sem valda þeirri hættu að menn láti lönd og leið dyggðir mannlegra samskipta. Töluvert hefur verið um átök í íslensku viðskiptalífi síðustu misserin. Þar tapa menn og sigra á víxl eins og gengur. Oft vill brenna við að sá sem tapar telur sig hafa verið svikinn og rangt hafi verið leikið í keppninni. Nýasta dæmið um baráttu á markaði er þegar félag í eigu Tryggingamiðstöðvarinnar og Landsbankans eignaðist hlut í Keri sem á Samskip, Olíufélagið og hlut í KB banka. Sjóvík seldi þessu félagi hlut sinn í Keri, en ráðandi hluthafar í Keri þeir Kristján Loftsson og Ólafur Ólafsson töldu sig hafa átt forkaupsrétt að bréfunum samkvæmt munnlegu samkomulagi sem ekki hafði verið gengið frá á pappír. Í siðferðilegu tilliti skiptir engu máli hvort fyrir liggja munnleg eða skrifleg loforð. Loforð er loforð og við það ber að standa. Málavextir í þessu tiltekna máli eru óljósir og sinn hvor skilningur var á því hvort eitthvert hluthafasamkomulag hafi verið í gildi. Bréfin voru seld dýru verði og við þessa óvissu bætist að ekki er víst að menn hefðu kært sig um að nýta forkaupsréttinn á því verði sem var í boði. Orðspor manna er dýrmætt og ekki síst í viðskiptum. Í litlu samfélagi loka menn fljótt öllum dyrum ef þeir hafa rangt við. Niðurstaðan verður því sú að menn eiga helst ekki viðskipti við slíka. Viðskiptalífið er hins vegar harður heimur og hver og einn er þar á sínum forsendum. Menn gera bandalög í samræmi við hagsmuni sína og slík bandalög slitna þegar hagsmunirnir fara ekki lengur saman. Eignarrétturinn er ótvíræður og kjósi menn að selja eign sína, þá gera þeir það og þurfa ekki að spyrja kóng eða prest. Oft heyrist talað um að viðskipti séu viðskipti og það er notað sem allsherjar réttlæting allra gjörða. Slík fullyrðing heldur ekki vatni. Það að menn eigi í viðskiptum undanskilur þá ekki almennum siðalögmálum. Viðskipti á að stunda eftir leikreglum á sama hátt og að sýna á prúðmennsku inn á íþróttavellinum. Á mörkuðum eru óskráðar og skráðar reglur og menn eiga að fara eftir þeim. Í daglegu lífi kemur það fyrir okkur öll að við föllum í freistni og tökum skammtímahagsmuni fram yfir langtímahagsmuni. Við borðum meira en okkur er hollt eða drekkum meira en við ætluðum og fáum svo í hausinn afleiðingarnar. Sama gildir um viðskiptalífið. Stundum falla menn í þá freistni að taka skammtímahagsmuni fram yfir langtímahagsmuni og brjóta með því gegn eigin gildismati. Siðferði í viðskiptum hér á landi er örugglega hvorki verra né betra en annars staðar. Það er heldur ekki verra en á öðrum sviðum mannlífsins. Grunnreglurnar eru þær sömu. Maður á ekki að ljúga, svíkja og stela. Maður á að sýna náunganum virðingu og meðhöndla hann eins og maður vildi sjálfur vera meðhöndlaður. Viðskipti eru ekki bara viðskipti. Þau eru mannleg samskipti þar sem ber að virða sömu reglur og í öðrum samskiptum. Það eru hins vegar oft miklir hagsmunir og peningar í húfi og það kann að gera það að verkum að stundum er gripið til réttlætingar sem er utan marka heiðursins og siðferðisins. Eins og í lífinu sjálfu farnast þeim yfirleitt best til lengdar viðskiptum sem tileinka sér góða siði og eru traustir. Eins og Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Burðaráss benti á á Viðskiptaþingi, þá snúast viðskipti um traust. Brot á því trausti skaðar menn til lengri tíma litið, þótt stundum græði þeir á brotinu til skamms tíma. Þessi einfalda regla ætti að verða til þess að heiðurinn og hagsmunirnir fara saman ætli menn sér farsælan viðskiptaferil. Það ætti að vera mönnum leiðarljós í þeim harða leik sem viðskiptin eru.Hafliði Helgason -[email protected]
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar