Níunda listgreinin Þórarinn Þórarinsson skrifar 9. mars 2005 00:01 Myndasagan hefur verið í gríðarlegri sókn síðustu áratugi og lifir nú góðu lífi sem alvöru bókmenntagrein og ekki síður sem alvöru listgrein. Frjótt ímyndunarafl myndasagnahöfunda og glæsileg tilþrif teiknara hafa orðið til þess að þetta gamla frásagnarform hittir beint í mark hjá lesendum á öllum aldri, ekki síst þeim yngri, en myndræn framsetning höfðar vitaskuld sterkt til þeirra sem hafa alist upp við MTV og hraðar klippingar tónlistarmyndbanda. Þar fyrir utan liggja rætur myndasögunnar djúpt í afþreyingarmenningunni þannig að þetta listform er orðið einn allsherjar suðupottur þar sem fortíð, framtíð, samtíð, kvikmyndum, bókmenntum, sjónvarpi og öllu þar á milli er mallað saman í göróttan mjöð kryddaðan asískum og engilsaxneskum áhrifum með súputeningum úr öllum heimshornum. Myndasagan er því kjörinn tengiliður ungra lesenda við allt milli himins og jarðar um leið og lestur myndasagna þjálfar unga sem aldna í því að lesa og túlka myndmál, en sú þekking verður æ mikilvægari í margmiðlunarheimi þar sem sjónrænt áreiti verður stöðugt sterkara mótunarafl sjálfsins. Vel myndasögulesinn unglingur er til að mynda miklu líklegri til þess að sjá framhjá yfirborðslegu og klámfengu yfirbragði tónlistarmyndbanda en krakki sem lætur hreyfimyndirnar mata sig gagnrýnilaust.Vígin falla Myndasagan hefur tekið Hollywood með áhlaupi og stöðugt fleiri myndasögupersónur stökkva af pappírnum yfir á filmu. Árangurinn er sjaldnast viðunandi, ekki frekar en þegar textabókmenntir eru lagaðar að hvíta tjaldinu, en ásókn kvikmyndagerðarmanna í myndasögunar sýnir svo ekki verður um villst að það er líf í tuskunum og gríðarleg gerjun. Myndasögurnar taka líka stöðugt meira pláss í hillum bókaverslana og bókasafna og það sem var algert jaðarfyrirbæri og kennt við "nörda" fyrir nokkrum árum og fékkst nær eingöngu í sérversluninni Nexus er farið að ryðja sér til rúms í Máli og menningu. Hollywood er fallin, myndasögur eru kenndar og greindar í háskólum, þær leigjast út í bílförmum á bókasöfnum og seljast eins og heitar lummur. Nú er komið að Listasafni Reykjavíkur, sem opnar á laugardaginn sýninguna Níuna og vísar þannig til myndasögunnar sem níundu listgreinarinnar. Þeim fer stöðugt fækkandi sem líta myndasögur hornauga og tengja þær einungis við Súperman, Batman og aðrar hasarblaðahetjur enda breiddin orðin svo mikil að gömlu DC-hetjurnar eru fallnar í skuggann þó þær lifi enn góðu lífi og hafi í raun aldrei verið jafn ferskar og vel skrifaðar. Það eru helst Japanir með sínu manga sem eru að sækja í sig veðrið á Vesturlöndum og ryðja ofurhetjunum út á kantinn með samkynhneigðum ástarævintýrum og unglingarómönum sem ganga í alla aldurshópa.Brú milli kynslóða og menningarheima Þeir sem vilja ekki ganga svo langt að viðurkenna myndasöguna sem listgrein ættu að gera sér ferð niður í Listasafn Reykjavíkur, sjá og sannfærast. Þar munu blasa við heillandi heimar og þeir sem hafa ekki heillast af myndasögum enn munu áreiðanlega finna eitthvað sem fangar athyglina. Sé eitthvert kynslóðabil til á þessum trylltu og margbreytilegu tímum verður það einna helst brúað af myndasögum þannig að foreldrar og börn ættu að fjölmenna á Níuna og koma svo við á bókasafni eða í Nexus þar sem allt er smekkfullt af bókmenntum sem ná yfir lífið allt og fara út fyrir mörk lífs, dauða og drauma. Og það besta er að þessu er öllu pakkað í umbúðir sem henta fullkomlega nútímafólki með athyglisbrest. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Myndasagan hefur verið í gríðarlegri sókn síðustu áratugi og lifir nú góðu lífi sem alvöru bókmenntagrein og ekki síður sem alvöru listgrein. Frjótt ímyndunarafl myndasagnahöfunda og glæsileg tilþrif teiknara hafa orðið til þess að þetta gamla frásagnarform hittir beint í mark hjá lesendum á öllum aldri, ekki síst þeim yngri, en myndræn framsetning höfðar vitaskuld sterkt til þeirra sem hafa alist upp við MTV og hraðar klippingar tónlistarmyndbanda. Þar fyrir utan liggja rætur myndasögunnar djúpt í afþreyingarmenningunni þannig að þetta listform er orðið einn allsherjar suðupottur þar sem fortíð, framtíð, samtíð, kvikmyndum, bókmenntum, sjónvarpi og öllu þar á milli er mallað saman í göróttan mjöð kryddaðan asískum og engilsaxneskum áhrifum með súputeningum úr öllum heimshornum. Myndasagan er því kjörinn tengiliður ungra lesenda við allt milli himins og jarðar um leið og lestur myndasagna þjálfar unga sem aldna í því að lesa og túlka myndmál, en sú þekking verður æ mikilvægari í margmiðlunarheimi þar sem sjónrænt áreiti verður stöðugt sterkara mótunarafl sjálfsins. Vel myndasögulesinn unglingur er til að mynda miklu líklegri til þess að sjá framhjá yfirborðslegu og klámfengu yfirbragði tónlistarmyndbanda en krakki sem lætur hreyfimyndirnar mata sig gagnrýnilaust.Vígin falla Myndasagan hefur tekið Hollywood með áhlaupi og stöðugt fleiri myndasögupersónur stökkva af pappírnum yfir á filmu. Árangurinn er sjaldnast viðunandi, ekki frekar en þegar textabókmenntir eru lagaðar að hvíta tjaldinu, en ásókn kvikmyndagerðarmanna í myndasögunar sýnir svo ekki verður um villst að það er líf í tuskunum og gríðarleg gerjun. Myndasögurnar taka líka stöðugt meira pláss í hillum bókaverslana og bókasafna og það sem var algert jaðarfyrirbæri og kennt við "nörda" fyrir nokkrum árum og fékkst nær eingöngu í sérversluninni Nexus er farið að ryðja sér til rúms í Máli og menningu. Hollywood er fallin, myndasögur eru kenndar og greindar í háskólum, þær leigjast út í bílförmum á bókasöfnum og seljast eins og heitar lummur. Nú er komið að Listasafni Reykjavíkur, sem opnar á laugardaginn sýninguna Níuna og vísar þannig til myndasögunnar sem níundu listgreinarinnar. Þeim fer stöðugt fækkandi sem líta myndasögur hornauga og tengja þær einungis við Súperman, Batman og aðrar hasarblaðahetjur enda breiddin orðin svo mikil að gömlu DC-hetjurnar eru fallnar í skuggann þó þær lifi enn góðu lífi og hafi í raun aldrei verið jafn ferskar og vel skrifaðar. Það eru helst Japanir með sínu manga sem eru að sækja í sig veðrið á Vesturlöndum og ryðja ofurhetjunum út á kantinn með samkynhneigðum ástarævintýrum og unglingarómönum sem ganga í alla aldurshópa.Brú milli kynslóða og menningarheima Þeir sem vilja ekki ganga svo langt að viðurkenna myndasöguna sem listgrein ættu að gera sér ferð niður í Listasafn Reykjavíkur, sjá og sannfærast. Þar munu blasa við heillandi heimar og þeir sem hafa ekki heillast af myndasögum enn munu áreiðanlega finna eitthvað sem fangar athyglina. Sé eitthvert kynslóðabil til á þessum trylltu og margbreytilegu tímum verður það einna helst brúað af myndasögum þannig að foreldrar og börn ættu að fjölmenna á Níuna og koma svo við á bókasafni eða í Nexus þar sem allt er smekkfullt af bókmenntum sem ná yfir lífið allt og fara út fyrir mörk lífs, dauða og drauma. Og það besta er að þessu er öllu pakkað í umbúðir sem henta fullkomlega nútímafólki með athyglisbrest.
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar