Tveir skipstjórar 14. mars 2005 00:01 Guðmundur Helgason og eiginkona hans Guðný Vésteinsdóttir höfðu lokið við að landa þegar blaðamann bar að garði. Guðmundur leit varla upp úr vinnu sinni meðan hann var tekinn tali, heldur raðaði án afláts þorskum í kör. Afli dagsins var 400 kíló af stórum og feitum þorski ásamt nokkrum rauðmögum. "Þetta er nú frekar lítið," segir Guðmundur sem ætlar með fiskinn á Faxamarkað. "Við erum með smá kvóta og förum út á hverjum degi, sex vikur á ári og förum svo beint vestur í Hvalseyjar á grásleppu þegar þessu lýkur. Við búum í Hvalseyjum og erum búin að vera þar í tíu ár." Guðmundur segir útlitið ekki gott með grásleppuna þar sem verðið sé lágt á hrognunum og grásleppa seljist ekki beint eins og heitar lummur. "Unga fólkið í dag fúlsar við siginni grásleppu," segir hann og brosir í skeggið. Guðný, eiginkona Guðmundar, fer alltaf með honum á sjó og samvinna þeirra hjóna gengur vel. "Þetta er eina skipið í flotanum þar sem eru tveir skipstjórar og engir undirmenn," segir Guðmundur og hlær. "Það er stundum hart barist um völdin en í heildina er samvinnan góð." Guðmundur hristir höfuðið þegar minnst er á kvótamál og vill sem minnst ræða það. "Það er skelfilegt hvernig búið er að fara með þessa góðu þjóð," segir hann og stekkur um borð í Hvalseyna þar sem Guðný bíður hans. Saman taka þau stímið í átt að olíutönkunum til að hafa svo örugglega allt klárt fyrir morgundaginn. Atvinna Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Guðmundur Helgason og eiginkona hans Guðný Vésteinsdóttir höfðu lokið við að landa þegar blaðamann bar að garði. Guðmundur leit varla upp úr vinnu sinni meðan hann var tekinn tali, heldur raðaði án afláts þorskum í kör. Afli dagsins var 400 kíló af stórum og feitum þorski ásamt nokkrum rauðmögum. "Þetta er nú frekar lítið," segir Guðmundur sem ætlar með fiskinn á Faxamarkað. "Við erum með smá kvóta og förum út á hverjum degi, sex vikur á ári og förum svo beint vestur í Hvalseyjar á grásleppu þegar þessu lýkur. Við búum í Hvalseyjum og erum búin að vera þar í tíu ár." Guðmundur segir útlitið ekki gott með grásleppuna þar sem verðið sé lágt á hrognunum og grásleppa seljist ekki beint eins og heitar lummur. "Unga fólkið í dag fúlsar við siginni grásleppu," segir hann og brosir í skeggið. Guðný, eiginkona Guðmundar, fer alltaf með honum á sjó og samvinna þeirra hjóna gengur vel. "Þetta er eina skipið í flotanum þar sem eru tveir skipstjórar og engir undirmenn," segir Guðmundur og hlær. "Það er stundum hart barist um völdin en í heildina er samvinnan góð." Guðmundur hristir höfuðið þegar minnst er á kvótamál og vill sem minnst ræða það. "Það er skelfilegt hvernig búið er að fara með þessa góðu þjóð," segir hann og stekkur um borð í Hvalseyna þar sem Guðný bíður hans. Saman taka þau stímið í átt að olíutönkunum til að hafa svo örugglega allt klárt fyrir morgundaginn.
Atvinna Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið