Leita aftur ríkisborgararéttar 15. mars 2005 00:01 Japönsk stjórnvöld útilokuðu í gær að Bobby Fischer, skákmeistari, fengi að fara til Íslands. Vinir Fischers reyna enn að fá allsherjarnefnd Alþingis til að mæla með að honum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Yfirmaður japanska innflytjendaeftirlitsins, Masaharu Miura, segir að Fischer verði einungis fluttur til þess lands þar sem hann er ríkisborgari. Þetta kom fram í yfirheyrslu þingnefndar japanska þingsins sem tók málið upp að beiðni eins þingmanna stjórnarandstöðunnar. Hann sagði þetta vera samkvæmt japönskum lögum og að mál Fischers væri ekki þess eðlis að hægt væri að veita honum undanþágu. Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi formaður Skáksambandsins, er einn vina Fischers sem er nýkominn frá Japan til að reyna að hjálpa skákmeistaranum. Hann segir að samkvæmt þeim upplýsingum, sem stuðningsmenn Fischers hér á landi hafi eftir umræður á japanska þinginu og viðræður við stuðningsmenn Fischers í Japan, séu yfirlýsingar glettilega ákveðnar um að ef Fischer fái ríkisborgararétt komist hann til landsins. Japönsk lög segi að mann sem tekinn sé með ógilt vegabréf skuli senda til þess lands þar sem hann hafi ríkisborgarrétt. Aðspurður hvort þreifað hafi verið á málinu í kjölfar umræðu á japanska þinginu segir Guðmundur að reynt hafi verið að ræða málið við nefndarmenn í allsherjarnefnd Alþingis og þeir beðnir að taka málið upp aftur. Tíminn sé naumur en viðræður um þetta standi enn. Machimura, utanríkisráðherra Japans, vísar því á bug að ríkisstjórn Japans gangi erinda Bandaríkjastjórnar í málinu en þingmaðurinn sem óskaði eftir umræðunum lét í ljós þá skoðun sína í gær að meðferð japanskra stjórnvalda á Fischer gæti stefnt tilraunum Japans til að fá sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í hættu. Lögfræðingur Fischers lýsti því yfir í síðustu viku að mál yrði höfðað á hendur japönskum stjórnvöldum ef Fischer yrði ekki fljótlega leystur úr haldi. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Japönsk stjórnvöld útilokuðu í gær að Bobby Fischer, skákmeistari, fengi að fara til Íslands. Vinir Fischers reyna enn að fá allsherjarnefnd Alþingis til að mæla með að honum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Yfirmaður japanska innflytjendaeftirlitsins, Masaharu Miura, segir að Fischer verði einungis fluttur til þess lands þar sem hann er ríkisborgari. Þetta kom fram í yfirheyrslu þingnefndar japanska þingsins sem tók málið upp að beiðni eins þingmanna stjórnarandstöðunnar. Hann sagði þetta vera samkvæmt japönskum lögum og að mál Fischers væri ekki þess eðlis að hægt væri að veita honum undanþágu. Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi formaður Skáksambandsins, er einn vina Fischers sem er nýkominn frá Japan til að reyna að hjálpa skákmeistaranum. Hann segir að samkvæmt þeim upplýsingum, sem stuðningsmenn Fischers hér á landi hafi eftir umræður á japanska þinginu og viðræður við stuðningsmenn Fischers í Japan, séu yfirlýsingar glettilega ákveðnar um að ef Fischer fái ríkisborgararétt komist hann til landsins. Japönsk lög segi að mann sem tekinn sé með ógilt vegabréf skuli senda til þess lands þar sem hann hafi ríkisborgarrétt. Aðspurður hvort þreifað hafi verið á málinu í kjölfar umræðu á japanska þinginu segir Guðmundur að reynt hafi verið að ræða málið við nefndarmenn í allsherjarnefnd Alþingis og þeir beðnir að taka málið upp aftur. Tíminn sé naumur en viðræður um þetta standi enn. Machimura, utanríkisráðherra Japans, vísar því á bug að ríkisstjórn Japans gangi erinda Bandaríkjastjórnar í málinu en þingmaðurinn sem óskaði eftir umræðunum lét í ljós þá skoðun sína í gær að meðferð japanskra stjórnvalda á Fischer gæti stefnt tilraunum Japans til að fá sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í hættu. Lögfræðingur Fischers lýsti því yfir í síðustu viku að mál yrði höfðað á hendur japönskum stjórnvöldum ef Fischer yrði ekki fljótlega leystur úr haldi.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira