Utanríkisráðherra taki af skarið 15. mars 2005 00:01 Utanríkisráðherra þarf að taka af skarið í máli Fischers og ræða við japönsk og bandarísk stjórnvöld og finna lausn, segir fulltrúi Samfylkingarinnar í allsherjarnefnd. Japönsk stjórnvöld hafa kveðið upp úr með að Fischer verði ekki fluttur til Íslands því hann hafi bandarískt ríkisfang. Það kom fram hjá yfirmanni japanska innflytjendaeftirlitsins, þegar mál Fischers voru rædd í þingnefnd, að samkvæmt japönskum lögum skuli Fischer fluttur til þess lands þar sem hann er ríkisborgari. Engar undantekningar eigi við, en Fischer er skráður bandarískur ríkisborgari. Stuðningsmenn Fischers túlka niðurstöðuna þannig að ef hann fái íslenskan ríkisborgararétt verði hann sendur til Íslands. Guðmundur G. Þórarinsson, einn þeirra, segir að fái Fischer hann ekki sýnist honum nokkuð augljóst að hann verði sendur til Bandaríkjanna og muni ef til vill ljúka lífi sínu þar í fangelsi. Þann 5. apríl munu Bandaríkjamenn ákveða hvort þeir ákæra Fischer fyrir skattsvik. Stuðningsmenn hans vonast til að allsherjarnefnd Alþingis mæli með að honum verði veittur ríkisborgararéttur fyrir þann tíma, ella sé spilið tapað. Guðmundur segist biðja til guðs að nefndin taki málið fyrir sem fyrst og afgreiði það á jákvæðan hátt. Næsti fundur allsherjarnefndar er á fimmtudag. Bjarni Benediktsson, formaður nefndnarinnar, vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag og sagði ekki liggja fyrir hvort málið yrði tekið upp aftur innan hennar. Guðrúnu Ögmundsdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni, finnst líklegt að nefndin afgreiði málið með öðrum umsóknum um ríkisborgararétt í vor. Það sé spurning hvort það verði þá of seint ef Fischer verði framseldur til Bandaríkjanna. Þetta byggist því hugsanlega á því að utanríkisráðherra skerist í leikinn og allsherjarnefnd myndi hlýða kalli frá honum glöð og ánægð. Guðrún bendir á að áhöld séu um hvort íslenskur ríkisborgararéttur breyti nokkru fyrir Fischer. Hún segir það síðustu leiðina og ekki annað en það að ráðamenn skerist í leikinn með einhverjum viðræðum við Japana og hugsanlega Bandaríkjamenn. Ekki náðist í utanríkisráðherra vegna málsins í dag. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Utanríkisráðherra þarf að taka af skarið í máli Fischers og ræða við japönsk og bandarísk stjórnvöld og finna lausn, segir fulltrúi Samfylkingarinnar í allsherjarnefnd. Japönsk stjórnvöld hafa kveðið upp úr með að Fischer verði ekki fluttur til Íslands því hann hafi bandarískt ríkisfang. Það kom fram hjá yfirmanni japanska innflytjendaeftirlitsins, þegar mál Fischers voru rædd í þingnefnd, að samkvæmt japönskum lögum skuli Fischer fluttur til þess lands þar sem hann er ríkisborgari. Engar undantekningar eigi við, en Fischer er skráður bandarískur ríkisborgari. Stuðningsmenn Fischers túlka niðurstöðuna þannig að ef hann fái íslenskan ríkisborgararétt verði hann sendur til Íslands. Guðmundur G. Þórarinsson, einn þeirra, segir að fái Fischer hann ekki sýnist honum nokkuð augljóst að hann verði sendur til Bandaríkjanna og muni ef til vill ljúka lífi sínu þar í fangelsi. Þann 5. apríl munu Bandaríkjamenn ákveða hvort þeir ákæra Fischer fyrir skattsvik. Stuðningsmenn hans vonast til að allsherjarnefnd Alþingis mæli með að honum verði veittur ríkisborgararéttur fyrir þann tíma, ella sé spilið tapað. Guðmundur segist biðja til guðs að nefndin taki málið fyrir sem fyrst og afgreiði það á jákvæðan hátt. Næsti fundur allsherjarnefndar er á fimmtudag. Bjarni Benediktsson, formaður nefndnarinnar, vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag og sagði ekki liggja fyrir hvort málið yrði tekið upp aftur innan hennar. Guðrúnu Ögmundsdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni, finnst líklegt að nefndin afgreiði málið með öðrum umsóknum um ríkisborgararétt í vor. Það sé spurning hvort það verði þá of seint ef Fischer verði framseldur til Bandaríkjanna. Þetta byggist því hugsanlega á því að utanríkisráðherra skerist í leikinn og allsherjarnefnd myndi hlýða kalli frá honum glöð og ánægð. Guðrún bendir á að áhöld séu um hvort íslenskur ríkisborgararéttur breyti nokkru fyrir Fischer. Hún segir það síðustu leiðina og ekki annað en það að ráðamenn skerist í leikinn með einhverjum viðræðum við Japana og hugsanlega Bandaríkjamenn. Ekki náðist í utanríkisráðherra vegna málsins í dag.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira