Stoppar upp fiska og fugla 21. mars 2005 00:01 Haraldur hefur sérhæft sig í uppstoppun á laxfiskum og kveðst hafa alveg nóg að gera. Spurður hvort menn séu svona stoltir af veiðinni sinni að þeir láti stoppa hana upp svarar hann: "Já, oft hafa menn sett markið við 20 punda fiska en ég fæ líka stundum fiska sem einhver saga er bundin við." Hann segir verðið á uppstoppun fisks hlaupa á tugum þúsunda en þó ekki fara upp í hundrað. "Bæði er mikil vinna við þetta og eins er efniskostnaður mikill," segir hann og kveðst meðal annars nota lakk og aðrar vörur sem brúkaðar eru við boddýviðgerðir á bílum. En hvað notar hann í tróð? "Það er sérstakt frauð sem ég flyt inn í steyptum kubbum og tálga niður," svarar hann. Að sjálfsögðu finnst honum þetta skemmtilegt starf, annars væri hann ekki í því. "Ef ég verð leiður á fiskunum þá tek ég einn og einn fugl inn á milli," segir hann og brosir. Hann kveðst hafa byrjað að fikta við að stoppa upp fugla fyrir fimmtán árum en fiskauppstoppun hafi hann lært með því að vinna á verkstæðum bæði í Noregi og Ameríku. "Það er erfitt að komast í nám í þessu og svakalega dýrt en besti skólinn er á verkstæði hjá fagmanni," segir hann. Haraldur er keppnismaður. Lyftingarkeppnir áttu hug hans allan í 15 ár og ekkert annað komst að. Nú er hann að búa sig á heimsmeistaramót sem haldið verður í Springfield í Illinois í Bandaríkjunum en í fyrra fór hann á Evrópumeistaramót og náði titlinum Evrópumeistari í fiskauppstoppun. Í Springfield ætlar hann að sækja ýmis námskeið og draumurinn er að læra að tálga fiska út í tré en það segir hann mjög tímafreka vinnu. Í lokin er hann spurður hvernig íþróttamaður kunni við sig í svona kyrrsetustarfi og því svarar hann: "Ég fer í ræktina þrisvar til fjórum sinnum í viku til að halda mér gangandi." Atvinna Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Haraldur hefur sérhæft sig í uppstoppun á laxfiskum og kveðst hafa alveg nóg að gera. Spurður hvort menn séu svona stoltir af veiðinni sinni að þeir láti stoppa hana upp svarar hann: "Já, oft hafa menn sett markið við 20 punda fiska en ég fæ líka stundum fiska sem einhver saga er bundin við." Hann segir verðið á uppstoppun fisks hlaupa á tugum þúsunda en þó ekki fara upp í hundrað. "Bæði er mikil vinna við þetta og eins er efniskostnaður mikill," segir hann og kveðst meðal annars nota lakk og aðrar vörur sem brúkaðar eru við boddýviðgerðir á bílum. En hvað notar hann í tróð? "Það er sérstakt frauð sem ég flyt inn í steyptum kubbum og tálga niður," svarar hann. Að sjálfsögðu finnst honum þetta skemmtilegt starf, annars væri hann ekki í því. "Ef ég verð leiður á fiskunum þá tek ég einn og einn fugl inn á milli," segir hann og brosir. Hann kveðst hafa byrjað að fikta við að stoppa upp fugla fyrir fimmtán árum en fiskauppstoppun hafi hann lært með því að vinna á verkstæðum bæði í Noregi og Ameríku. "Það er erfitt að komast í nám í þessu og svakalega dýrt en besti skólinn er á verkstæði hjá fagmanni," segir hann. Haraldur er keppnismaður. Lyftingarkeppnir áttu hug hans allan í 15 ár og ekkert annað komst að. Nú er hann að búa sig á heimsmeistaramót sem haldið verður í Springfield í Illinois í Bandaríkjunum en í fyrra fór hann á Evrópumeistaramót og náði titlinum Evrópumeistari í fiskauppstoppun. Í Springfield ætlar hann að sækja ýmis námskeið og draumurinn er að læra að tálga fiska út í tré en það segir hann mjög tímafreka vinnu. Í lokin er hann spurður hvernig íþróttamaður kunni við sig í svona kyrrsetustarfi og því svarar hann: "Ég fer í ræktina þrisvar til fjórum sinnum í viku til að halda mér gangandi."
Atvinna Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið