Dauði eða blessun landsliðsins 23. mars 2005 00:01 Nú er ljóst að Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, mun hvorki spila með liðinu gegn Króötum í undankeppni HM í Zagreb á laugardaginn né vináttuleikinn gegn Ítölum í Padova á miðvikudaginn eftir viku. Eiður Smári er meiddur á læri og var það sameiginleg ákvörðun Sveinbjörns Brandssonar, læknis íslenska landsliðsins, og læknis Chelsea að hann myndi ekki vera orðinn leikfær fyrir leikinn á laugardaginn. Eiður Smári hefur spilað undanfarna tuttugu og fimm leiki með liðinu í undankeppni EM og HM og verið, svo vægt sé til orða tekið, yfirburðamaður í liðinu. Hann hefur borið uppi sóknarleik íslenska landsliðsins undanfarið og spyrja menn sig hvort sóknarleikur liðsins verði fugl né fiskur án Eiðs Smára. Hann hefur skorað þrjú af fjórum mörkum íslenska liðsins í undankeppni HM og lagt upp fjórða markið. Hann hefur reyndar ef allt er tekið saman komið nálægt fjórtan af þeim fimmtán mörkum sem íslenska liðið hefur skorað í undankeppni EM 2004 og undankeppni HM 2006. Eina markið í þessum tveimur undankeppnum sem hann kom ekki nálægt var sigurmark Péturs Marteinssonar í Færeyjum í ágúst 2003. Hann hefur skorað átta mörk af þessum fimmtán og verið miðpunktur alls þess sem hefur verið framkvæmt í sóknarleik íslenska liðsins. Hann er eini framherji liðsins sem getur haldið boltanum og leikið á menn og það er óréttlátt að ætlast til þess að einhver geti tekið við hlutverki hans. Hann er karlmaður innan um börn í íslenska liðinu og því virðast ekki vera miklar líkur á því að íslenska liðið eigi eftir að vera mjög ógnandi í leiknum gegn Króötum. Á hinn bóginn gerir fjarvera hans það mögulegt fyrir landsliðsþjálfarana Ásgeir Sigurvinsson og Loga Ólafsson að breyta aðeins um áherslur í sóknarleiknum. Leikmenn íslenska liðsins hafa hingað til treyst meira en góðu hófi gegnir á Eið Smára með misjöfnum árangri. Nú þurfa aðrir leikmenn liðsins að taka ábyrgð, menn eins og Heiðar Helguson og það er spurning hvort Heiðar standist prófið. Líklegt er að Ásgeir og Logi fari endanlega algörlega ofan í skotgrafirnar, stilli upp ellefu verkamönnum sem berjast með hjartanu, hlaupa úr sér lifur og lungu en munu ekki verða líklegir til að skapa hættu inn í vítateig andstæðinganna. Við værum þá að horfa upp á endurhvarf til níunda áratugarins þar sem íslenska liðið treysti á hornspyrnur og aukaspyrnur til að skora mörk. Allt byggðist á sterkum varnarleik með mörgum mönnum og síðan var sótt upp á von og óvon. Án Eiðs Smára er hægt að bjóða upp á þessa leikaðferð án þess að misbjóða leikmönnum og það verður þó aldrei svo að fjarvera besta manns íslenska liðsins hvetji samherja hans til dáða, laði það besta fram í þeim og skili góðum úrslitum. Íslenska liðið hefur nefnilega alltaf verið best þegar enginn hefur trú á því - nokkuð sem er klárlega raunin í þessu tilfelli. Óskar Hrafn Þorvaldsson -[email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Sjá meira
Nú er ljóst að Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, mun hvorki spila með liðinu gegn Króötum í undankeppni HM í Zagreb á laugardaginn né vináttuleikinn gegn Ítölum í Padova á miðvikudaginn eftir viku. Eiður Smári er meiddur á læri og var það sameiginleg ákvörðun Sveinbjörns Brandssonar, læknis íslenska landsliðsins, og læknis Chelsea að hann myndi ekki vera orðinn leikfær fyrir leikinn á laugardaginn. Eiður Smári hefur spilað undanfarna tuttugu og fimm leiki með liðinu í undankeppni EM og HM og verið, svo vægt sé til orða tekið, yfirburðamaður í liðinu. Hann hefur borið uppi sóknarleik íslenska landsliðsins undanfarið og spyrja menn sig hvort sóknarleikur liðsins verði fugl né fiskur án Eiðs Smára. Hann hefur skorað þrjú af fjórum mörkum íslenska liðsins í undankeppni HM og lagt upp fjórða markið. Hann hefur reyndar ef allt er tekið saman komið nálægt fjórtan af þeim fimmtán mörkum sem íslenska liðið hefur skorað í undankeppni EM 2004 og undankeppni HM 2006. Eina markið í þessum tveimur undankeppnum sem hann kom ekki nálægt var sigurmark Péturs Marteinssonar í Færeyjum í ágúst 2003. Hann hefur skorað átta mörk af þessum fimmtán og verið miðpunktur alls þess sem hefur verið framkvæmt í sóknarleik íslenska liðsins. Hann er eini framherji liðsins sem getur haldið boltanum og leikið á menn og það er óréttlátt að ætlast til þess að einhver geti tekið við hlutverki hans. Hann er karlmaður innan um börn í íslenska liðinu og því virðast ekki vera miklar líkur á því að íslenska liðið eigi eftir að vera mjög ógnandi í leiknum gegn Króötum. Á hinn bóginn gerir fjarvera hans það mögulegt fyrir landsliðsþjálfarana Ásgeir Sigurvinsson og Loga Ólafsson að breyta aðeins um áherslur í sóknarleiknum. Leikmenn íslenska liðsins hafa hingað til treyst meira en góðu hófi gegnir á Eið Smára með misjöfnum árangri. Nú þurfa aðrir leikmenn liðsins að taka ábyrgð, menn eins og Heiðar Helguson og það er spurning hvort Heiðar standist prófið. Líklegt er að Ásgeir og Logi fari endanlega algörlega ofan í skotgrafirnar, stilli upp ellefu verkamönnum sem berjast með hjartanu, hlaupa úr sér lifur og lungu en munu ekki verða líklegir til að skapa hættu inn í vítateig andstæðinganna. Við værum þá að horfa upp á endurhvarf til níunda áratugarins þar sem íslenska liðið treysti á hornspyrnur og aukaspyrnur til að skora mörk. Allt byggðist á sterkum varnarleik með mörgum mönnum og síðan var sótt upp á von og óvon. Án Eiðs Smára er hægt að bjóða upp á þessa leikaðferð án þess að misbjóða leikmönnum og það verður þó aldrei svo að fjarvera besta manns íslenska liðsins hvetji samherja hans til dáða, laði það besta fram í þeim og skili góðum úrslitum. Íslenska liðið hefur nefnilega alltaf verið best þegar enginn hefur trú á því - nokkuð sem er klárlega raunin í þessu tilfelli. Óskar Hrafn Þorvaldsson -[email protected]
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar