Húsfrú og kennslukona 1. apríl 2005 00:01 "Ég er búin að gera svo margt um ævina sem tengist ekki minni menntun að ég var komin í hálfgerð vandræði með hvað ég ætti að kalla mig," segir Guðríður hlæjandi þegar hún er spurð út í húsfrúartitilinn. "Mér fannst Guðríðarnafnið benda til þess að ég ætti alltaf nýbakað, hefði hreint í kringum mig og væri hugsanlega húsmæðraskólagengin svo ég skellti þessum titli í símaskrána gegnum netið og þar hefur hann hangið síðan. En hugsa að ég taki mig til einhvern daginn og breyti honum í kennslukonu!" Guðríður hefur greinilega nóg að gera, því fyrir utan kennsluna, veðurfréttalesturinn, uppeldið og húsfreyjustarfið heldur hún hesta og sinnir þýðingum. Hún er jarðefnafræðingur að mennt og kveðst líka hafa farið í nám í stjórnmálafræði, viðskiptafræði og markaðsfræði í Háskólanum í Reykjavík en aldrei klárað það alveg. "Ég vissi ekki alveg hvað ég vildi á tímabili, útskýrir hún, og kveðst hafa um tíma hafa starfað sem markaðsfulltrúi hjá Thorarensen lyf og einnig verið í forritun hjá Kögun, sem hugbúnaðarsérfræðingur. Nú hefur hún verið veðurfréttamaður hjá Stöð 2 í tæp þrjú ár og líkar stórvel. Hún vinnur spárnar upp úr gögnum sem hún fær send erlendis frá og þá daga sem hún fer í útsendingu sér hún líka um veðurfréttir fyrir Fréttablaðið. En þau kvöld eldar húsfrú Guðríður ekki heima. "Maðurinn minn er vel liðtækur í öllum heimilisstörfum og það er voða vinsælt að hafa grjónagraut og slátur þegar ég er að vinna. Það hentar ágætlega því öllum á heimilinu þykir það gott nema mér," segir hún hlæjandi að lokum. Atvinna Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
"Ég er búin að gera svo margt um ævina sem tengist ekki minni menntun að ég var komin í hálfgerð vandræði með hvað ég ætti að kalla mig," segir Guðríður hlæjandi þegar hún er spurð út í húsfrúartitilinn. "Mér fannst Guðríðarnafnið benda til þess að ég ætti alltaf nýbakað, hefði hreint í kringum mig og væri hugsanlega húsmæðraskólagengin svo ég skellti þessum titli í símaskrána gegnum netið og þar hefur hann hangið síðan. En hugsa að ég taki mig til einhvern daginn og breyti honum í kennslukonu!" Guðríður hefur greinilega nóg að gera, því fyrir utan kennsluna, veðurfréttalesturinn, uppeldið og húsfreyjustarfið heldur hún hesta og sinnir þýðingum. Hún er jarðefnafræðingur að mennt og kveðst líka hafa farið í nám í stjórnmálafræði, viðskiptafræði og markaðsfræði í Háskólanum í Reykjavík en aldrei klárað það alveg. "Ég vissi ekki alveg hvað ég vildi á tímabili, útskýrir hún, og kveðst hafa um tíma hafa starfað sem markaðsfulltrúi hjá Thorarensen lyf og einnig verið í forritun hjá Kögun, sem hugbúnaðarsérfræðingur. Nú hefur hún verið veðurfréttamaður hjá Stöð 2 í tæp þrjú ár og líkar stórvel. Hún vinnur spárnar upp úr gögnum sem hún fær send erlendis frá og þá daga sem hún fer í útsendingu sér hún líka um veðurfréttir fyrir Fréttablaðið. En þau kvöld eldar húsfrú Guðríður ekki heima. "Maðurinn minn er vel liðtækur í öllum heimilisstörfum og það er voða vinsælt að hafa grjónagraut og slátur þegar ég er að vinna. Það hentar ágætlega því öllum á heimilinu þykir það gott nema mér," segir hún hlæjandi að lokum.
Atvinna Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið