Hver má kaupa? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 4. apríl 2005 00:01 Loksins fer að komast eitthvað vit í umræðuna um sölu Símans. Hingað til hefur það ekki verið á hreinu hvað er verið að selja, hvenær salan átti að fara fram og hvernig. Það að Síminn skuli vera seldur er jákvætt. Það hljóta flestir að vera sammála forsætisráðherra og fjármálaráðherra í því að ríkið á ekki að vera að skipta sér af almennum markaði með þessum hætti. Vonandi verður það því Símanum og notendum hans til góðs að fá nýja eigendur. Margir eru þó undrandi yfir því hvernig salan á að fara fram. Í Silfri Egils nú um helgina reyndi þingmaður Sjálfstæðisflokksins til dæmis að reyna að færa rök fyrir því að þrír fjárfestar eða fleiri þýddi til dæmis ekki að verið væri að halda erlendum fjárfestum frá Símanum. Deutche Telecom, eða BT þurfa bara að finna sér samstarfsaðila hér á Íslandi (væntanlega því þeir eiga að þekkja markaðinn), aðila sem þeir treysta til að starfa með í tvö ár, áður en þeir selja 30 prósenta hlut til landsmanna aftur. Það var líka auðheyrt á málflutningnum í gær að það er betra að hafa Íslenska fjárfesta í dæminu. Kannski vegna þess að þeim er betur treyst til að sinna símaþörfum Súgfirðinga? Þrátt fyrir að það sé ekkert sem bendi til þess að íslenskir fjárfestar munu frekast standa við slíkar áætlanir en erlendir aðilar. Og þrátt fyrir að aðeins lægra verð fáist. Það á eftir að skýra hvernig aðilar eru tengdir. Væntanlega eru fjölskyldutengsl útilokuð. Eru viðskiptatengsl einnig útilokuð? Fyrrum fjölskyldutengsl? Mega þrír aðilar bjóða í Símann með sama viðskiptabanka sem bakhjarl? Tengdir aðliar mega ekki kaupa Símann saman. Ég óska bara einkavæðinganefnd góðs gengis að finna einhverja aðila sem ekki eru tengdir einhvern vegin. Til að lenda ekki slíkri krísu er best að útskýra svona orðalag strax. Annað sem staldrað er við, er að kaupendur mega bara eiga sinn hlut 100 prósent fram til ársloka 2007. Þá skal 30 prósenta hlutur seldur landsmönnum í gegn um Kauphöllina. Margir þeirra sem voru búnir að fylgjast með hlutum sínum í gömlu ríkisbönkunum voru farnir að hlakka til að fjárfesta í enn öðru ríkisfyrirtæki. Þetta hlýtur að vera vonbrigði fyrir þá. Ef Síminn er það mögnuð fjárfesting, að það er hægt að fá kaupendur til leiks, sem þurfa að selja aftur eftir tvö ár, væntanlega með tilætlaðri gróðavon, af hverju fá landsmenn ekki að vera með strax frá upphafi. Kaupendur eru í raun með kaupunum að leggja til mikið fjármagn í stuttan tíma. Það munu þeir ekki gera nema eiga von á einhverju í staðinn. Ef Síminn á að fara á markað, hví ekki strax? Í upphafi var því velt hvort kaupendur Símans þyrftu að vera íslenskir. Fyrst svo er, af hverju má það ekki vera íslenskur almenningur. Strax í upphafi? Svanborg Sigmarsdóttir [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Sjá meira
Loksins fer að komast eitthvað vit í umræðuna um sölu Símans. Hingað til hefur það ekki verið á hreinu hvað er verið að selja, hvenær salan átti að fara fram og hvernig. Það að Síminn skuli vera seldur er jákvætt. Það hljóta flestir að vera sammála forsætisráðherra og fjármálaráðherra í því að ríkið á ekki að vera að skipta sér af almennum markaði með þessum hætti. Vonandi verður það því Símanum og notendum hans til góðs að fá nýja eigendur. Margir eru þó undrandi yfir því hvernig salan á að fara fram. Í Silfri Egils nú um helgina reyndi þingmaður Sjálfstæðisflokksins til dæmis að reyna að færa rök fyrir því að þrír fjárfestar eða fleiri þýddi til dæmis ekki að verið væri að halda erlendum fjárfestum frá Símanum. Deutche Telecom, eða BT þurfa bara að finna sér samstarfsaðila hér á Íslandi (væntanlega því þeir eiga að þekkja markaðinn), aðila sem þeir treysta til að starfa með í tvö ár, áður en þeir selja 30 prósenta hlut til landsmanna aftur. Það var líka auðheyrt á málflutningnum í gær að það er betra að hafa Íslenska fjárfesta í dæminu. Kannski vegna þess að þeim er betur treyst til að sinna símaþörfum Súgfirðinga? Þrátt fyrir að það sé ekkert sem bendi til þess að íslenskir fjárfestar munu frekast standa við slíkar áætlanir en erlendir aðilar. Og þrátt fyrir að aðeins lægra verð fáist. Það á eftir að skýra hvernig aðilar eru tengdir. Væntanlega eru fjölskyldutengsl útilokuð. Eru viðskiptatengsl einnig útilokuð? Fyrrum fjölskyldutengsl? Mega þrír aðilar bjóða í Símann með sama viðskiptabanka sem bakhjarl? Tengdir aðliar mega ekki kaupa Símann saman. Ég óska bara einkavæðinganefnd góðs gengis að finna einhverja aðila sem ekki eru tengdir einhvern vegin. Til að lenda ekki slíkri krísu er best að útskýra svona orðalag strax. Annað sem staldrað er við, er að kaupendur mega bara eiga sinn hlut 100 prósent fram til ársloka 2007. Þá skal 30 prósenta hlutur seldur landsmönnum í gegn um Kauphöllina. Margir þeirra sem voru búnir að fylgjast með hlutum sínum í gömlu ríkisbönkunum voru farnir að hlakka til að fjárfesta í enn öðru ríkisfyrirtæki. Þetta hlýtur að vera vonbrigði fyrir þá. Ef Síminn er það mögnuð fjárfesting, að það er hægt að fá kaupendur til leiks, sem þurfa að selja aftur eftir tvö ár, væntanlega með tilætlaðri gróðavon, af hverju fá landsmenn ekki að vera með strax frá upphafi. Kaupendur eru í raun með kaupunum að leggja til mikið fjármagn í stuttan tíma. Það munu þeir ekki gera nema eiga von á einhverju í staðinn. Ef Síminn á að fara á markað, hví ekki strax? Í upphafi var því velt hvort kaupendur Símans þyrftu að vera íslenskir. Fyrst svo er, af hverju má það ekki vera íslenskur almenningur. Strax í upphafi? Svanborg Sigmarsdóttir [email protected]
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar