Spongebob Squarepants: The Movie 9. apríl 2005 00:01 Spongebob Squarepants, eða Svampur Sveinsson eins og hann kallast á Íslensku þýðingunni, er áhugaverður djúpsjávarsvampur sem hefur skemmt yngri kynslóðinni hér á klakanum og útum allan heim. Hann er orðinn nokkurskonar “icon” í Bandaríkjunum og er einnig byrjaður að afla sér mikilla vinsælda hér á landi. Svampur Sveinsson býr á Bikinibotnum með besta vini sínum Pétri (Patrick) sem er krossfiskur sem stígur ekki beint í vitið. Leikurinn er byggður á söguþræði myndarinnar, sem er komin í bíóhús á Íslandi, og snýst um það að Svampur og Pétur þurfa að leggja í leiðangur til að endurheimta kórónu konungsins sem hefur verið stolið og Herra Krabba hefur verið kennt um glæpinn. Þótt að Svampur hafi nýlega verið snuðaður um stöðuhækkun, lætur hann það ekki stoppa sig í því að koma vini sínum og vinnuveitanda til hjálpar og leggja hann og Pétur í hættuför til að sanna sakleysi herra Krabba og er húmorinn allsráðandi í þeirri för. Þættirnir eru vel þekktir fyrir kolruglaðan og klikkaðan húmor sem hefur slegið í gegn jafnt hjá ungum og eldri áhorfendum. Þá er bara spurningin, getur leikurinn staðið undir þeim væntingum sem þættirnir hafa skapað í gegnum árin. Hreint út sagt, Nei. Leikurinn sjálfur bíður í raun upp á engar nýjungar í “platform” leikjum. Grafíkin er langt undir góðum gæðum. Í raun má segja að hún sé hræðileg. Lítið hefur verið lagt í smáatriði og í raun er bara öll grafíkin mjög léleg. Persónur eru illa skapaðar og umhverfið skortir alla dýpt, ef svo má að orði komast. Smáatriðin og umhverfið í leiknum valda því að upplifunin verður virkilega skert. Atriði sem koma inn á milli í leiknum, eins og t.d viðræður við aðrar persónur í leiknum, sem myndu undir venjulegum kringumstæðum vera sprenghlægileg falla í grýttan jarðveg vegna þess að myndgæðin eru svo stíf að þetta er eins og að hlusta á útvarpsleikrit. Spilunin er heldur ekki neitt til að hrópa húrra yfir. Allar hreyfingar eru mjög stífar og leikurinn er ekki að gera neina nýja hluti. Hann er bara að endurvinna hluti úr öðrum leikjum á borð við Jak, Ratchet Clank, og hann gerir það mjög illa. Hinsvegar er húmorinn, þótt hann sé ekki mikill, sennilega besti kosturinn við leikinn. Sá kolruglaði húmor sem einkennir þættina vantar alls ekki og hef ég oftar en ekki staðið sjálfan mig að því að hlæja upphátt. Það skemmir reyndar svolítið fyrir að öll brot úr myndinni sem koma inn á milli verkefna, eru sögð í svona “slide” formi, þannig að maður fær aldrei að sjá alvöru myndbút úr myndinni. Það, auk margra annarra hluta, dregur leikinn langt niður fyrir allt sem getur talist góð gæði. Framleiðandi leiksins (NickGames) hefur greinilega ekki lagt mikið uppúr spilun og grafík, og bara ætlað að láta húmorinn halda öllu uppi. Það er nokkuð sem ég hélt að reynslan hefði sýnt að virkar aldrei. Samt getur maður ekki verið allt of dómharður. Þátturinn, og þar af leiðandi leikurinn, er ætlað yngstu kynslóðinni, en ekki vönum spilurum sem hafa miklu hærri kröfur heldur en yngstu spilararnir sem eru kannski bara að leita eftir léttri og skemmtilegri spilun með fyndnum og skemmtilegum karakterum. Því miður þá eru þetta mjög slæmar fréttir fyrir eldri aðdáendur sjónvarpsþáttanna, og síðar meir, kvikmyndarinnar. Niðurstaða: Spongebob Squarepants: The Movie er alls ekki merkilegur leikur. Hann býður upp á fáar nýjungar og er bara að endurvinna gamla hluti á mjög lélegan hátt. Húmorinn sem fólk býst við frá þáttunum er komið illa til skila og mun ekki liggja vel. Þótt að fjölbreytnin sé kannski mikil í leiknum þá eru þetta allt hlutir sem vanir spilarar hafa séð áður og munu þess vegna ekki fá mikið útúr leiknum. Ég mæli aðeins með þessum leik fyrir þá sem hafa lágar kröfur, eða alvöru harðkjarna svampaðdáendur. Vélbúnaður: PS2 Framleiðandi: NickGames Útgefandi: THQ Heimasíða: http://www.spongebobmoviegame.com/ Árni Pétur Leikjavísir Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Spongebob Squarepants, eða Svampur Sveinsson eins og hann kallast á Íslensku þýðingunni, er áhugaverður djúpsjávarsvampur sem hefur skemmt yngri kynslóðinni hér á klakanum og útum allan heim. Hann er orðinn nokkurskonar “icon” í Bandaríkjunum og er einnig byrjaður að afla sér mikilla vinsælda hér á landi. Svampur Sveinsson býr á Bikinibotnum með besta vini sínum Pétri (Patrick) sem er krossfiskur sem stígur ekki beint í vitið. Leikurinn er byggður á söguþræði myndarinnar, sem er komin í bíóhús á Íslandi, og snýst um það að Svampur og Pétur þurfa að leggja í leiðangur til að endurheimta kórónu konungsins sem hefur verið stolið og Herra Krabba hefur verið kennt um glæpinn. Þótt að Svampur hafi nýlega verið snuðaður um stöðuhækkun, lætur hann það ekki stoppa sig í því að koma vini sínum og vinnuveitanda til hjálpar og leggja hann og Pétur í hættuför til að sanna sakleysi herra Krabba og er húmorinn allsráðandi í þeirri för. Þættirnir eru vel þekktir fyrir kolruglaðan og klikkaðan húmor sem hefur slegið í gegn jafnt hjá ungum og eldri áhorfendum. Þá er bara spurningin, getur leikurinn staðið undir þeim væntingum sem þættirnir hafa skapað í gegnum árin. Hreint út sagt, Nei. Leikurinn sjálfur bíður í raun upp á engar nýjungar í “platform” leikjum. Grafíkin er langt undir góðum gæðum. Í raun má segja að hún sé hræðileg. Lítið hefur verið lagt í smáatriði og í raun er bara öll grafíkin mjög léleg. Persónur eru illa skapaðar og umhverfið skortir alla dýpt, ef svo má að orði komast. Smáatriðin og umhverfið í leiknum valda því að upplifunin verður virkilega skert. Atriði sem koma inn á milli í leiknum, eins og t.d viðræður við aðrar persónur í leiknum, sem myndu undir venjulegum kringumstæðum vera sprenghlægileg falla í grýttan jarðveg vegna þess að myndgæðin eru svo stíf að þetta er eins og að hlusta á útvarpsleikrit. Spilunin er heldur ekki neitt til að hrópa húrra yfir. Allar hreyfingar eru mjög stífar og leikurinn er ekki að gera neina nýja hluti. Hann er bara að endurvinna hluti úr öðrum leikjum á borð við Jak, Ratchet Clank, og hann gerir það mjög illa. Hinsvegar er húmorinn, þótt hann sé ekki mikill, sennilega besti kosturinn við leikinn. Sá kolruglaði húmor sem einkennir þættina vantar alls ekki og hef ég oftar en ekki staðið sjálfan mig að því að hlæja upphátt. Það skemmir reyndar svolítið fyrir að öll brot úr myndinni sem koma inn á milli verkefna, eru sögð í svona “slide” formi, þannig að maður fær aldrei að sjá alvöru myndbút úr myndinni. Það, auk margra annarra hluta, dregur leikinn langt niður fyrir allt sem getur talist góð gæði. Framleiðandi leiksins (NickGames) hefur greinilega ekki lagt mikið uppúr spilun og grafík, og bara ætlað að láta húmorinn halda öllu uppi. Það er nokkuð sem ég hélt að reynslan hefði sýnt að virkar aldrei. Samt getur maður ekki verið allt of dómharður. Þátturinn, og þar af leiðandi leikurinn, er ætlað yngstu kynslóðinni, en ekki vönum spilurum sem hafa miklu hærri kröfur heldur en yngstu spilararnir sem eru kannski bara að leita eftir léttri og skemmtilegri spilun með fyndnum og skemmtilegum karakterum. Því miður þá eru þetta mjög slæmar fréttir fyrir eldri aðdáendur sjónvarpsþáttanna, og síðar meir, kvikmyndarinnar. Niðurstaða: Spongebob Squarepants: The Movie er alls ekki merkilegur leikur. Hann býður upp á fáar nýjungar og er bara að endurvinna gamla hluti á mjög lélegan hátt. Húmorinn sem fólk býst við frá þáttunum er komið illa til skila og mun ekki liggja vel. Þótt að fjölbreytnin sé kannski mikil í leiknum þá eru þetta allt hlutir sem vanir spilarar hafa séð áður og munu þess vegna ekki fá mikið útúr leiknum. Ég mæli aðeins með þessum leik fyrir þá sem hafa lágar kröfur, eða alvöru harðkjarna svampaðdáendur. Vélbúnaður: PS2 Framleiðandi: NickGames Útgefandi: THQ Heimasíða: http://www.spongebobmoviegame.com/
Árni Pétur Leikjavísir Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira