Fjölbreytnin gefur starfinu gildi 19. apríl 2005 00:01 "Maður telst vera allt í senn, framkvæmdastjóri, starfsmannastjóri og einhvers konar hugmyndafræðilegur forystusauður, þannig að verkefnin eru margþætt," segir Lárus þegar hann er beðinn að lýsa starfinu sínu. Hann hefur verið skólameistari í MH frá árinu 1998 og kveðst hafa kennt þar með hléum frá 1982. "Ég fór í framhaldsnám á tímabilinu og gerðist aðstoðarskólameistari í Borgarholtsskóla 1996 en hélt þó áfram að kenna við Öldungadeildina í MH þannig að ég hef haldið tengslum við skólann ansi lengi," segir hann. Stöku sinnum segist Lárus hafa sinnt forfallakennslu í stærðfræði eftir að hann tók við skólameistaraembættinu og nú síðustu misserin verið með stúdentsefnin í litlu lífsleikninámskeiði. Hann vilji gjarnan vera í snertingu við krakkana og fylgjast með því sem þeir séu að gera en verði þó vissulega að finna meðalhóf í því. Hann er nýkominn úr þriggja daga ferðalagi með kórnum um Vesturland. "Kórinn er samofinn ímynd skólans og ég fer með honum í flestar ferðir enda er ég stoltur af að vera með þeim hópi," segir hann brosandi. En hvað telur hann ánægjulegast við starfið? "Ef ég á að nefna eitthvað eitt er það líklega sú athöfn að útskrifa stúdentana. Það er alltaf hátíðleg stund að sjá ungmennin stíga bjartsýn og glöð út í lífið og maður leikur sér að því að gera sér mynd af þeim í framtíðinni. Svo finnst mér líka gaman að fylgjast með störfum kennaranna. Almennt er það fjölbreytnin sem gefur starfinu mínu gildi og öll þessi mannlegu samskipti." Hann hlær þegar hann er í lokin spurður hvort hann sjái sig fyrir sér gamlan í þessu starfi - og svarar. "Ég hugsa nú ekkert óskaplega langt fram í tímann!" Atvinna Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
"Maður telst vera allt í senn, framkvæmdastjóri, starfsmannastjóri og einhvers konar hugmyndafræðilegur forystusauður, þannig að verkefnin eru margþætt," segir Lárus þegar hann er beðinn að lýsa starfinu sínu. Hann hefur verið skólameistari í MH frá árinu 1998 og kveðst hafa kennt þar með hléum frá 1982. "Ég fór í framhaldsnám á tímabilinu og gerðist aðstoðarskólameistari í Borgarholtsskóla 1996 en hélt þó áfram að kenna við Öldungadeildina í MH þannig að ég hef haldið tengslum við skólann ansi lengi," segir hann. Stöku sinnum segist Lárus hafa sinnt forfallakennslu í stærðfræði eftir að hann tók við skólameistaraembættinu og nú síðustu misserin verið með stúdentsefnin í litlu lífsleikninámskeiði. Hann vilji gjarnan vera í snertingu við krakkana og fylgjast með því sem þeir séu að gera en verði þó vissulega að finna meðalhóf í því. Hann er nýkominn úr þriggja daga ferðalagi með kórnum um Vesturland. "Kórinn er samofinn ímynd skólans og ég fer með honum í flestar ferðir enda er ég stoltur af að vera með þeim hópi," segir hann brosandi. En hvað telur hann ánægjulegast við starfið? "Ef ég á að nefna eitthvað eitt er það líklega sú athöfn að útskrifa stúdentana. Það er alltaf hátíðleg stund að sjá ungmennin stíga bjartsýn og glöð út í lífið og maður leikur sér að því að gera sér mynd af þeim í framtíðinni. Svo finnst mér líka gaman að fylgjast með störfum kennaranna. Almennt er það fjölbreytnin sem gefur starfinu mínu gildi og öll þessi mannlegu samskipti." Hann hlær þegar hann er í lokin spurður hvort hann sjái sig fyrir sér gamlan í þessu starfi - og svarar. "Ég hugsa nú ekkert óskaplega langt fram í tímann!"
Atvinna Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið