Skemmtilegt starf er forréttindi 19. apríl 2005 00:01 "Þetta er mjög viðamikið starfsheiti og ég tek á mjög mörgu í mínu starfi. Ég sé um að auglýsa allt sem um er að vera í Kringlunni og ég vinn líka að því að finna eitthvað að gera og skipuleggja viðburði Kringlunnar. Dagatal Kringlunnar er unnið ár fram í tímann í lok hvers árs en það er alltaf eitthvað nýtt að bætast við. Það má því segja að ég sjái um markaðsmál og viðburðastjórnun," segir Hermann. Áður en Hermann kom til starfa hjá Kringlunni hafði hann unnið hjá Olís í tíu ár, allt frá afgreiðslu og upp í markaðsdeild. Hann settist síðan á skólabekk í Viðskiptaháskólanum á Bifröst. "Ég er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Bifröst og mér finnst tvímælalaust að það sé aðalskólinn fyrir þá sem stefna á að vinna við stjórnunarstörf. Síðan stendur alltaf til hjá mér að halda áfram í námi en mér finnst nauðsynlegt fyrir fólk sem vinnur við stjórnun að mennta sig alla tíð. Maður hefur líka gott af því að taka sjálfan sig alltaf skrefinu framar." Þar sem Hermann skipuleggur alls kyns viðburði í starfi sínu þarf hann vissulega að hugsa utan rammans og vera frumlegur en ekki alltaf hugsa um viðskiptahliðina. "Ég verð að vera frjór og fá mikið af hugmyndum en ég er líka með mjög mikið af góðu fólki í kringum mig. Ég vinn með alls kyns fólki úr samfélaginu og er með mjög góð tengsl við fyrirtæki í landinu, eins og til dæmis gosdrykkjaframleiðendur, þannig að það gerir starfið mitt auðveldara," segir Hermann, sem kann vel við sig í stjórnunarstöðu. "Ég nýt starfsins vissulega. Ég hef sjaldan verið í eins fjölbreyttu starfi þar sem ég er í sambandi við hæfileikaríkt fólk á hverjum einasta degi. Ég leiði hugann oft að því hve mikil forréttindi það eru að vera í svona skemmtilegu starfi. En því fylgir auðvitað mikil ábyrgð og ég stend og fell með öllum mínum ákvörðunum. Stundum eru þær réttar og stundum eru þær rangar en ég nýti mér mistökin og læri af þeim. Maður má líka ekki vera hræddur við að gera eitthvað nýtt því þannig verður framþróunin." Atvinna Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
"Þetta er mjög viðamikið starfsheiti og ég tek á mjög mörgu í mínu starfi. Ég sé um að auglýsa allt sem um er að vera í Kringlunni og ég vinn líka að því að finna eitthvað að gera og skipuleggja viðburði Kringlunnar. Dagatal Kringlunnar er unnið ár fram í tímann í lok hvers árs en það er alltaf eitthvað nýtt að bætast við. Það má því segja að ég sjái um markaðsmál og viðburðastjórnun," segir Hermann. Áður en Hermann kom til starfa hjá Kringlunni hafði hann unnið hjá Olís í tíu ár, allt frá afgreiðslu og upp í markaðsdeild. Hann settist síðan á skólabekk í Viðskiptaháskólanum á Bifröst. "Ég er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Bifröst og mér finnst tvímælalaust að það sé aðalskólinn fyrir þá sem stefna á að vinna við stjórnunarstörf. Síðan stendur alltaf til hjá mér að halda áfram í námi en mér finnst nauðsynlegt fyrir fólk sem vinnur við stjórnun að mennta sig alla tíð. Maður hefur líka gott af því að taka sjálfan sig alltaf skrefinu framar." Þar sem Hermann skipuleggur alls kyns viðburði í starfi sínu þarf hann vissulega að hugsa utan rammans og vera frumlegur en ekki alltaf hugsa um viðskiptahliðina. "Ég verð að vera frjór og fá mikið af hugmyndum en ég er líka með mjög mikið af góðu fólki í kringum mig. Ég vinn með alls kyns fólki úr samfélaginu og er með mjög góð tengsl við fyrirtæki í landinu, eins og til dæmis gosdrykkjaframleiðendur, þannig að það gerir starfið mitt auðveldara," segir Hermann, sem kann vel við sig í stjórnunarstöðu. "Ég nýt starfsins vissulega. Ég hef sjaldan verið í eins fjölbreyttu starfi þar sem ég er í sambandi við hæfileikaríkt fólk á hverjum einasta degi. Ég leiði hugann oft að því hve mikil forréttindi það eru að vera í svona skemmtilegu starfi. En því fylgir auðvitað mikil ábyrgð og ég stend og fell með öllum mínum ákvörðunum. Stundum eru þær réttar og stundum eru þær rangar en ég nýti mér mistökin og læri af þeim. Maður má líka ekki vera hræddur við að gera eitthvað nýtt því þannig verður framþróunin."
Atvinna Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið