Reykvíkingar afskiptir Trausti Hafliðason skrifar 22. apríl 2005 00:01 Sturla Böðvarsson samgönguráðherra lagði á dögunum fram nýja samgönguáætlun fyrir árin 2005 til 2008. Líkt og alltaf þegar ný samgönguáætlun er kynnt rísa stjórnmálamenn upp og gagnrýna að ekki sé nægu fé ráðstafað í þetta verkefnið eða hitt. Oftast, næstum alltaf, eru pólitíkusarnir að gagnrýna að ekki sé peningum veitt í vegaframkvæmdir í þeirra kjördæmi. Þeir hafa jú beina hagsmuni af því að tala fyrir sitt fólk, sína kjósendur. Sá hópur sem hefur látið hæst í sér heyra um samgönguáætlun Sturlu er reykvískir þingmenn og ekki síst borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans. Rauði þráðurinn í þeirra gagnrýni er að höfuðborgarsvæðið sé afskipt þegar kemur að því að dreifa almannafé til vegaframkvæmda. Hlutfallslega sé miklu meira fé varið til uppbyggingar á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Það sé ósanngjarnt þar sem um helmingur landsmanna búi á suðvesturhorninu og bílaumferð þar sé miklu meiri en á landsbyggðinni. Það sem mest hefur verið rætt um varðandi nýja samgönguáætlun er annars vegar hin sex milljarða króna Héðinsfjarðargöng sem munu tengja Siglufjörð við Ólafsfjörð, og þar af leiðandi Eyjafjarðarsvæðið, og hins vegar hin átta til tíu milljarða króna Sundabraut sem mun tengja miðborg Reykjavíkur við Grafarvog og í framtíðinni Vesturlandsveg. Reykvískir stjórnmálamenn hafa fallið í þá gryfju að bera þessar framkvæmdir saman og komist að þeirri niðurstöðu að Sundabrautin sé miklu arðvænlegri fjárfestingarkostur og þar af leiðandi hefði verið borðliggjandi að ráðast í gerð hennar á undan göngunum. Þetta er í besta falli vafasamur samanburður. Þessar framkvæmdir þjóna það ólíkum tilgangi að varla er hægt að bera þær saman. Annars vegar er um að ræða framkvæmd sem er tilraun til þess að blása lífi í byggð sem stendur mjög höllum fæti. Bara síðan árið 1997 hefur íbúum á Siglufirði fækkað um tólf prósent og engin teikn eru á lofti um að fólksfjöldalínuritið sé á leiðinni í aðra átt en niður ef ekkert verður gert. Hins vegar er um að ræða framkvæmd sem er til þess fallin að bæta samgöngur á svæði sem stendur í miklum blóma. Vissulega er brýnt að bæta samgöngur á höfuðborgarsvæðinu en það má ekki vera á kostnað landsbyggðarinnar - nema þá að ríkisstjórnin vendi sínu kvæði í kross og leggi niður allt sem heitir byggðastefna og sætti sig einfaldlega við það að ákveðin svæði á landinu séu einfaldlega ekki þess virði að leggja einhverja sérstaka rækt í þau. Runólfur Birgisson, bæjarstjóri á Siglufirði, hefur ítrekað lýst því yfir að Héðinsfjarðargöngin séu lífsspursmál fyrir bæinn. "Bættari samgöngur eru forsenda þess að Siglufjörður fái sem best þrifist," sagði Runólfur í viðtali í Fréttablaðinu ekki alls fyrir löngu. "Ekki síst eru göngin mikilvæg ef Siglufjörður á að geta sameinast öðrum sveitarfélögum við Eyjafjörð, en það viljum við gjarnan gera. Ef þetta verður ekki gert mun Siglufjörður eiga mjög erfitt uppdráttar, ekki síst nú þegar verið er að leggja strandsiglingar af og hætt verður að fljúga á Sauðárkrók. Ef stjórnvöld ætla ekki að leggja neina rækt við þennan bæ hefði alveg eins verið hægt að leggja hann niður árið 1966 eða 1967 þegar síldin hvarf." Síðan er líka hópur stjórnmálamanna sem sér ekkert því til fyrirstöðu að ráðast í báðar þessar framkvæmdir á sama tíma. En er það skynsamlegt? Varla. Bæði Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans, og Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, lýstu því yfir í Fréttablaðinu fyrir nokkrum mánuðum að mjög óskynsamlegt væri hjá ríkinu að ráðast í framkvæmdir við Sundabraut í því efnahagsástandi sem nú ríkir. Slík stórframkvæmd myndi auka enn frekar á þensluna í þjóðfélaginu og gera hagstjórnina erfiðari en ella. Miðað við stöðuna í dag virðist alveg ljóst að höfuðborgarbúar verði að bíða í að minnsta kosti fjögur ár eftir að Sundabrautin verði byggð. Reyndar er smá vonarglæta um að eitthvað gerist fyrr. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hefur nefnilega lýst því yfir að hún vilji skoða möguleikann á að setja Sundabrautina í einkaframkvæmd.Trausti Hafliðason -[email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Trausti Hafliðason Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra lagði á dögunum fram nýja samgönguáætlun fyrir árin 2005 til 2008. Líkt og alltaf þegar ný samgönguáætlun er kynnt rísa stjórnmálamenn upp og gagnrýna að ekki sé nægu fé ráðstafað í þetta verkefnið eða hitt. Oftast, næstum alltaf, eru pólitíkusarnir að gagnrýna að ekki sé peningum veitt í vegaframkvæmdir í þeirra kjördæmi. Þeir hafa jú beina hagsmuni af því að tala fyrir sitt fólk, sína kjósendur. Sá hópur sem hefur látið hæst í sér heyra um samgönguáætlun Sturlu er reykvískir þingmenn og ekki síst borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans. Rauði þráðurinn í þeirra gagnrýni er að höfuðborgarsvæðið sé afskipt þegar kemur að því að dreifa almannafé til vegaframkvæmda. Hlutfallslega sé miklu meira fé varið til uppbyggingar á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Það sé ósanngjarnt þar sem um helmingur landsmanna búi á suðvesturhorninu og bílaumferð þar sé miklu meiri en á landsbyggðinni. Það sem mest hefur verið rætt um varðandi nýja samgönguáætlun er annars vegar hin sex milljarða króna Héðinsfjarðargöng sem munu tengja Siglufjörð við Ólafsfjörð, og þar af leiðandi Eyjafjarðarsvæðið, og hins vegar hin átta til tíu milljarða króna Sundabraut sem mun tengja miðborg Reykjavíkur við Grafarvog og í framtíðinni Vesturlandsveg. Reykvískir stjórnmálamenn hafa fallið í þá gryfju að bera þessar framkvæmdir saman og komist að þeirri niðurstöðu að Sundabrautin sé miklu arðvænlegri fjárfestingarkostur og þar af leiðandi hefði verið borðliggjandi að ráðast í gerð hennar á undan göngunum. Þetta er í besta falli vafasamur samanburður. Þessar framkvæmdir þjóna það ólíkum tilgangi að varla er hægt að bera þær saman. Annars vegar er um að ræða framkvæmd sem er tilraun til þess að blása lífi í byggð sem stendur mjög höllum fæti. Bara síðan árið 1997 hefur íbúum á Siglufirði fækkað um tólf prósent og engin teikn eru á lofti um að fólksfjöldalínuritið sé á leiðinni í aðra átt en niður ef ekkert verður gert. Hins vegar er um að ræða framkvæmd sem er til þess fallin að bæta samgöngur á svæði sem stendur í miklum blóma. Vissulega er brýnt að bæta samgöngur á höfuðborgarsvæðinu en það má ekki vera á kostnað landsbyggðarinnar - nema þá að ríkisstjórnin vendi sínu kvæði í kross og leggi niður allt sem heitir byggðastefna og sætti sig einfaldlega við það að ákveðin svæði á landinu séu einfaldlega ekki þess virði að leggja einhverja sérstaka rækt í þau. Runólfur Birgisson, bæjarstjóri á Siglufirði, hefur ítrekað lýst því yfir að Héðinsfjarðargöngin séu lífsspursmál fyrir bæinn. "Bættari samgöngur eru forsenda þess að Siglufjörður fái sem best þrifist," sagði Runólfur í viðtali í Fréttablaðinu ekki alls fyrir löngu. "Ekki síst eru göngin mikilvæg ef Siglufjörður á að geta sameinast öðrum sveitarfélögum við Eyjafjörð, en það viljum við gjarnan gera. Ef þetta verður ekki gert mun Siglufjörður eiga mjög erfitt uppdráttar, ekki síst nú þegar verið er að leggja strandsiglingar af og hætt verður að fljúga á Sauðárkrók. Ef stjórnvöld ætla ekki að leggja neina rækt við þennan bæ hefði alveg eins verið hægt að leggja hann niður árið 1966 eða 1967 þegar síldin hvarf." Síðan er líka hópur stjórnmálamanna sem sér ekkert því til fyrirstöðu að ráðast í báðar þessar framkvæmdir á sama tíma. En er það skynsamlegt? Varla. Bæði Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans, og Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, lýstu því yfir í Fréttablaðinu fyrir nokkrum mánuðum að mjög óskynsamlegt væri hjá ríkinu að ráðast í framkvæmdir við Sundabraut í því efnahagsástandi sem nú ríkir. Slík stórframkvæmd myndi auka enn frekar á þensluna í þjóðfélaginu og gera hagstjórnina erfiðari en ella. Miðað við stöðuna í dag virðist alveg ljóst að höfuðborgarbúar verði að bíða í að minnsta kosti fjögur ár eftir að Sundabrautin verði byggð. Reyndar er smá vonarglæta um að eitthvað gerist fyrr. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hefur nefnilega lýst því yfir að hún vilji skoða möguleikann á að setja Sundabrautina í einkaframkvæmd.Trausti Hafliðason -[email protected]
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar