Ráðningar stjórnmálamanna 6. maí 2005 00:01 Ráðning Guðjóns Guðmundssonar, fyrrum þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem framkvæmdastjóra dvalarheimilisins Höfða á Akranesi vekur upp minningar um ýmsar ráðningar stjórnmálamanna í gegnum tíðina sem taldar hafa verið til marks um samtryggingu íslenskra stjórnmálamanna, bitlingakerfi sem tryggir þeim þægilega vinnu þegar þeir hafa fallið af þingi eða fengið sig sadda á stjórnmálavafstrinu. Reyndar er rétt að taka fram áður en lengra er haldið að Guðjón þvertekur fyrir að hafa haft samráð við stjórn dvalarheimilsins eða bæjarstjórnarminnihluta Sjálfstæðisflokksins á Akranesi þegar hann lagði fram umsókn sína. Þetta segir hann í Fréttablaðinu í dag og segist hafa tekið ákvörðun um að sækja um þar sem hann uppfyllti hæfiskröfur. Margar umdeildar ráðningar Af nógu er að taka þegar litið er til ráðninga sem hafa valdið deilum. Þannig var umdeilt þegar Davíð Oddsson skipaði Júlíus Hafstein, fyrrum samstarfsmann sinn í borgarstjórn, sem sendiherra og setti hann yfir skrifstofu ferðamála- og viðskiptaþjónustu sem Martin Eyjólfsson sendifulltrúi hafði veitt forstöðu við góðan orðstír. Þá þurfti ekki að leita langt aftur til annarra sendiherraskipana sem vöktu athygli. Ólafur Davíðsson, fyrrum ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, var gerður að sendiherra þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson skiptust á ráðuneytum og þá má ekki gleyma því að einn anginn af uppstokkun í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins eftir síðustu kosningar var að Tómas Ingi Olrich var gerður að sendiherra og tilkynnti formaður flokksins þá ákvörðun í sömu andránni og hann kynnti aðrar breytingar á ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn eru ekki þeir einu sem hafa verið ráðnir til starfa hjá hinu opinbera. Því fer fjarri. Þannig rifjast upp staða Ólafs Arnar Haraldssonar sem hætti á þingi í síðustu kosningum og rýmdi þar með fyrir Halldóri Ásgrímssyni þegar hann ákvað að fara í framboð í Reykjavík. Þá birtist þessi setning í grein Fréttablaðsins þar sem fjallað var um bitlinga til stjórnmálamanna. "Svipað er uppi á teningnum með Ólaf Örn Haraldsson og brotthvarf hans af þingi. Hann segist reyndar ekki fá neitt í staðinn en áhrifamenn í Framsóknarflokknum sem blaðamenn Fréttablaðsins hafa rætt við segja að verið sé að leita að hentugu starfi fyrir hann." Þetta kann að hafa sannast fyrir ekki svo margt löngu þegar Ólafur Örn var settur yfir Ratsjárstofnun. Bitlingakerfið jafn gamalt heimastjórninni Bitlingakerfið íslenska er jafn gamalt heimastjórninni. Svona lýsti Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, fyrirbærinu þegar rætt var við hann í janúar 2003: Meginreglan við tilurð bitlingakerfis er að lýðræði verði til í landi áður en sterkt skrifræði kemur til sögunnar. "Þá hafa stjórnmálamenn, ekki bara hér á landi heldur annars staðar líka, hneigst til þess að nota þau gæði sem eru í ríkiskerfinu til að verðlauna sína stuðningsmenn og í raun og veru kaupa sér stuðning," sagði Gunnar Helgi. "Þetta átti við hér á landi. Hér var ekki til sterk skrifræðishefð þegar við fengum heimastjórn. Þetta fylgdi stjórnarráðinu frá upphafi en þó sérstaklega þegar flokkarnir byrjuðu að skipuleggja sig, í kringum 1930. Þá fóru þeir að nota mjög grimmt það sem seta í sveitarstjórn eða ríkisstjórn veitti þeim. Ég held að það megi segja nokkurn veginn um alla flokkana að þeir hafi nýtt sér þetta, kannski í mismunandi miklum mæli." Gunnar Helgi sagði bitlingaúthlutun hafa minnkað mjög frá því sem mest var. "Þessi fyrirgreiðslustjórnmál voru mjög ríkt einkenni á íslenskum stjórnmálum frá fjórða áratugnum en hafa farið dvínandi í seinni tíð. Það eru skýrari reglur um opinbera geirann og það er ekki pólitísk stýring á jafnmiklum gæðum og áður þó að þetta sé til ennþá. Umfang þessa kerfis er ekkert svipað því sem var milli 1950 og 1960." Það mætti því ef til vill tala um sjötta áratuginn sem gullöld bitlinganna, þótt Gunnar Helgi hafi verið efins um að það orð væri við hæfi. Síðar fór að draga úr þessu og nefndi Gunnar Helgi nokkrar ástæður fyrir því. "Eftir Vilmundartímann, eftir að fréttamennskan varð óháðari stjórnmálaöflunum en áður varð þetta líka áhættusamara. Það hefur alltaf orðið töluverð sprenging í kringum þetta eftir það og ég held að stjórnmálamenn vari sig aðeins meira á þessu en áður. Þeir finna að þetta er ekki vinsælt og að þeir brenna sig svolítið á þessu." Brynjólfur Þór Guðmundsson -[email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Skoðanir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Ráðning Guðjóns Guðmundssonar, fyrrum þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem framkvæmdastjóra dvalarheimilisins Höfða á Akranesi vekur upp minningar um ýmsar ráðningar stjórnmálamanna í gegnum tíðina sem taldar hafa verið til marks um samtryggingu íslenskra stjórnmálamanna, bitlingakerfi sem tryggir þeim þægilega vinnu þegar þeir hafa fallið af þingi eða fengið sig sadda á stjórnmálavafstrinu. Reyndar er rétt að taka fram áður en lengra er haldið að Guðjón þvertekur fyrir að hafa haft samráð við stjórn dvalarheimilsins eða bæjarstjórnarminnihluta Sjálfstæðisflokksins á Akranesi þegar hann lagði fram umsókn sína. Þetta segir hann í Fréttablaðinu í dag og segist hafa tekið ákvörðun um að sækja um þar sem hann uppfyllti hæfiskröfur. Margar umdeildar ráðningar Af nógu er að taka þegar litið er til ráðninga sem hafa valdið deilum. Þannig var umdeilt þegar Davíð Oddsson skipaði Júlíus Hafstein, fyrrum samstarfsmann sinn í borgarstjórn, sem sendiherra og setti hann yfir skrifstofu ferðamála- og viðskiptaþjónustu sem Martin Eyjólfsson sendifulltrúi hafði veitt forstöðu við góðan orðstír. Þá þurfti ekki að leita langt aftur til annarra sendiherraskipana sem vöktu athygli. Ólafur Davíðsson, fyrrum ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, var gerður að sendiherra þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson skiptust á ráðuneytum og þá má ekki gleyma því að einn anginn af uppstokkun í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins eftir síðustu kosningar var að Tómas Ingi Olrich var gerður að sendiherra og tilkynnti formaður flokksins þá ákvörðun í sömu andránni og hann kynnti aðrar breytingar á ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn eru ekki þeir einu sem hafa verið ráðnir til starfa hjá hinu opinbera. Því fer fjarri. Þannig rifjast upp staða Ólafs Arnar Haraldssonar sem hætti á þingi í síðustu kosningum og rýmdi þar með fyrir Halldóri Ásgrímssyni þegar hann ákvað að fara í framboð í Reykjavík. Þá birtist þessi setning í grein Fréttablaðsins þar sem fjallað var um bitlinga til stjórnmálamanna. "Svipað er uppi á teningnum með Ólaf Örn Haraldsson og brotthvarf hans af þingi. Hann segist reyndar ekki fá neitt í staðinn en áhrifamenn í Framsóknarflokknum sem blaðamenn Fréttablaðsins hafa rætt við segja að verið sé að leita að hentugu starfi fyrir hann." Þetta kann að hafa sannast fyrir ekki svo margt löngu þegar Ólafur Örn var settur yfir Ratsjárstofnun. Bitlingakerfið jafn gamalt heimastjórninni Bitlingakerfið íslenska er jafn gamalt heimastjórninni. Svona lýsti Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, fyrirbærinu þegar rætt var við hann í janúar 2003: Meginreglan við tilurð bitlingakerfis er að lýðræði verði til í landi áður en sterkt skrifræði kemur til sögunnar. "Þá hafa stjórnmálamenn, ekki bara hér á landi heldur annars staðar líka, hneigst til þess að nota þau gæði sem eru í ríkiskerfinu til að verðlauna sína stuðningsmenn og í raun og veru kaupa sér stuðning," sagði Gunnar Helgi. "Þetta átti við hér á landi. Hér var ekki til sterk skrifræðishefð þegar við fengum heimastjórn. Þetta fylgdi stjórnarráðinu frá upphafi en þó sérstaklega þegar flokkarnir byrjuðu að skipuleggja sig, í kringum 1930. Þá fóru þeir að nota mjög grimmt það sem seta í sveitarstjórn eða ríkisstjórn veitti þeim. Ég held að það megi segja nokkurn veginn um alla flokkana að þeir hafi nýtt sér þetta, kannski í mismunandi miklum mæli." Gunnar Helgi sagði bitlingaúthlutun hafa minnkað mjög frá því sem mest var. "Þessi fyrirgreiðslustjórnmál voru mjög ríkt einkenni á íslenskum stjórnmálum frá fjórða áratugnum en hafa farið dvínandi í seinni tíð. Það eru skýrari reglur um opinbera geirann og það er ekki pólitísk stýring á jafnmiklum gæðum og áður þó að þetta sé til ennþá. Umfang þessa kerfis er ekkert svipað því sem var milli 1950 og 1960." Það mætti því ef til vill tala um sjötta áratuginn sem gullöld bitlinganna, þótt Gunnar Helgi hafi verið efins um að það orð væri við hæfi. Síðar fór að draga úr þessu og nefndi Gunnar Helgi nokkrar ástæður fyrir því. "Eftir Vilmundartímann, eftir að fréttamennskan varð óháðari stjórnmálaöflunum en áður varð þetta líka áhættusamara. Það hefur alltaf orðið töluverð sprenging í kringum þetta eftir það og ég held að stjórnmálamenn vari sig aðeins meira á þessu en áður. Þeir finna að þetta er ekki vinsælt og að þeir brenna sig svolítið á þessu." Brynjólfur Þór Guðmundsson -[email protected]
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar