Ákærður fyrir að rassskella konu 27. maí 2005 00:01 Réttað var yfir manni sem ákærður er fyrir að hafa veist að leikskólakennara, skellt honum ofan á vélarhlíf bifreiðar hans og slegið hann nokkrum sinnum í afturendann. Sævar Óli Helgason sagði leikskólakennarann hafa lagt ólöglega fyrir innkeyrslu á milli húsa þannig að hann átti í miklum vandræðum með að aka þar inn. Hann hafi séð hana stíga út úr bílnum og þótt ástæða til þess að benda henni, að eigin sögn kurteisislega, á að bílnum væri ólöglega lagt. Sævar Óli segir konuna þá hafa vegið að karlmennsku sinni með kynferðislegum athugasemdum, reynt að sparka í punginn á sér og ekki viljað kannast við að bílnum væri lagt ólöglega. Þá segist hann að hafa brugðist við eins og mamma hans kenndi honum með því að skella konunni á vélarhlíf bílsins og slá nokkrum sinnum þéttingsfast í rassinn, semsagt rassskellt hana á gamla mátann. Leikskólakennarinn bar vitni í málinu og hélt því staðfastlega fram að hún hefði ekki gert neitt til að réttlæta þvílík viðbrögð. Hún sagði Sævar hafa talað til sín á ögrandi hátt og þvertók fyrir kynferðislegar athugasemdir, hvað þá meint pungspark. Þegar hún var beðin um að rifja upp atburðarásina í fyrrahaust fékk það svo mikið á hana að hún brast í grát og þurfti að gera stutt hlé á máli sínu. Hún viðurkenndi þó að hafa kallað Sævar "frekjudollu" rétt áður en hann flengdi hana. Annað vitni að málinu sem stóð álengdar þegar atvikið átti sér stað hélt því fram að leikskólakennarinn hefði kallað Sævar "rugludall". Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Sævars, sagði í munnlegum málflutningi "að ekki væri hægt að dæma ákærða fyrir einn hlekk í atburðakeðju". Hann vildi meina að leikskólakennarinn hefði sjálfur brotið hegningarlög á Sævari með niðrandi athugasemdum, hún hefði ráðist á hann með orðum áður en hann hefði ráðist á hana með gjörðum. Dómur verður kveðinn upp í málinu í byrjun júní . Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent Fleiri fréttir Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Sjá meira
Réttað var yfir manni sem ákærður er fyrir að hafa veist að leikskólakennara, skellt honum ofan á vélarhlíf bifreiðar hans og slegið hann nokkrum sinnum í afturendann. Sævar Óli Helgason sagði leikskólakennarann hafa lagt ólöglega fyrir innkeyrslu á milli húsa þannig að hann átti í miklum vandræðum með að aka þar inn. Hann hafi séð hana stíga út úr bílnum og þótt ástæða til þess að benda henni, að eigin sögn kurteisislega, á að bílnum væri ólöglega lagt. Sævar Óli segir konuna þá hafa vegið að karlmennsku sinni með kynferðislegum athugasemdum, reynt að sparka í punginn á sér og ekki viljað kannast við að bílnum væri lagt ólöglega. Þá segist hann að hafa brugðist við eins og mamma hans kenndi honum með því að skella konunni á vélarhlíf bílsins og slá nokkrum sinnum þéttingsfast í rassinn, semsagt rassskellt hana á gamla mátann. Leikskólakennarinn bar vitni í málinu og hélt því staðfastlega fram að hún hefði ekki gert neitt til að réttlæta þvílík viðbrögð. Hún sagði Sævar hafa talað til sín á ögrandi hátt og þvertók fyrir kynferðislegar athugasemdir, hvað þá meint pungspark. Þegar hún var beðin um að rifja upp atburðarásina í fyrrahaust fékk það svo mikið á hana að hún brast í grát og þurfti að gera stutt hlé á máli sínu. Hún viðurkenndi þó að hafa kallað Sævar "frekjudollu" rétt áður en hann flengdi hana. Annað vitni að málinu sem stóð álengdar þegar atvikið átti sér stað hélt því fram að leikskólakennarinn hefði kallað Sævar "rugludall". Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Sævars, sagði í munnlegum málflutningi "að ekki væri hægt að dæma ákærða fyrir einn hlekk í atburðakeðju". Hann vildi meina að leikskólakennarinn hefði sjálfur brotið hegningarlög á Sævari með niðrandi athugasemdum, hún hefði ráðist á hann með orðum áður en hann hefði ráðist á hana með gjörðum. Dómur verður kveðinn upp í málinu í byrjun júní .
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent Fleiri fréttir Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Sjá meira