Rónalíf 29. maí 2005 00:01 Upp úr níu koma rónarnir í bæinn. Þá er lokað í Farsótt. Þeir koma eins og sveimur niður Þingholtin. Sitja á bekkjunum á Lækjartorgi og í Austurstræti þangað til opnar á Kaffi Skít. Það gerist líklega um ellefu. Þá hverfa þeir margir. Mest er að gera á Skít upp úr hádegi. Á kvöldin er þar lítil traffík, þá eru flestir fastagestirnir þreyttir. Þeir koma aftur daginn eftir. Rónar þurfa kannski ekki að hafa áhyggjur af smáborgaralegu amstri, en líklega er þetta frekar tilbreytingarsnautt líf. Maður sér lögregluna sjaldan amast við rónunum. Frekar að hún taki eitthvað lið sem er að sniglast í kringum þá – eftirlegukindur næturinnar. Þá sem eru ekki ennþá komnir í ræsið. Á laugardagsmorguninn sýndist mér lögreglan vera að hirða tvo drykkjumenn sem húktu heldu heldur aumingjalegir á bekk. Þegar betur var að gáð voru þetta tveir ungir piltar sem litu út fyrir að hafa klárað samræmdu prófin daginn áður. --- --- --- Bærinn er ótrúlega óþrifalegur á laugardags- og sunnudagsmorgnum. Pylsubréf, glerbrot og hálfdrukkin glös út um allt. Mávarnir eru að kroppa í óþverrann í morgunsárið. Einu sinni var ég að ganga hjá Tjörninni og þá datt heil sómasamloka rétt við hausinn á mér. Með rækjusalati sýndist mér. Ég gáði upp í himinninn til að athuga hvaðan hún kom. Var það mávur sem ekki loftaði feng sínum? Eða kannski flugvél? Ég kom ekki auga á neitt. --- --- --- George Bush segir að milljörðum sé sóað í óþarfa herstöðvar. Morgunblaðið telur það vera stefnu í varnarmálum að vilja halda í fjórar herþotur – með engar sprengjur. Það auglýsir á hverjum degi eftir stefnu Samfylkingarinnar í öryggis- og varnarmálum. Málið er að öllum er sama núorðið. Ungt fólk sem man ekki kalda stríðinu hefur engar tilfinningar gagnvart herstöðinni. Það er ómögulegt að færa rök fyrir því að hún hafi einhvern tilgang nema að detta ofan í þáskildagatíð. Ég skrifaði um þetta grein í vetur undir heitinu Keflavíkurstöðin – in memoriam. Þar vitnaði ég í Styrmi Gunnarsson sem hefur sjálfur skrifað að áframhaldandi vera hersins í Keflavík byggist á persónulegum tengslum Davíðs Oddssonar við Bushfjölskylduna. Ekki er það nú merkilegur grunnur undir öryggisstefnu eins ríkis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun
Upp úr níu koma rónarnir í bæinn. Þá er lokað í Farsótt. Þeir koma eins og sveimur niður Þingholtin. Sitja á bekkjunum á Lækjartorgi og í Austurstræti þangað til opnar á Kaffi Skít. Það gerist líklega um ellefu. Þá hverfa þeir margir. Mest er að gera á Skít upp úr hádegi. Á kvöldin er þar lítil traffík, þá eru flestir fastagestirnir þreyttir. Þeir koma aftur daginn eftir. Rónar þurfa kannski ekki að hafa áhyggjur af smáborgaralegu amstri, en líklega er þetta frekar tilbreytingarsnautt líf. Maður sér lögregluna sjaldan amast við rónunum. Frekar að hún taki eitthvað lið sem er að sniglast í kringum þá – eftirlegukindur næturinnar. Þá sem eru ekki ennþá komnir í ræsið. Á laugardagsmorguninn sýndist mér lögreglan vera að hirða tvo drykkjumenn sem húktu heldu heldur aumingjalegir á bekk. Þegar betur var að gáð voru þetta tveir ungir piltar sem litu út fyrir að hafa klárað samræmdu prófin daginn áður. --- --- --- Bærinn er ótrúlega óþrifalegur á laugardags- og sunnudagsmorgnum. Pylsubréf, glerbrot og hálfdrukkin glös út um allt. Mávarnir eru að kroppa í óþverrann í morgunsárið. Einu sinni var ég að ganga hjá Tjörninni og þá datt heil sómasamloka rétt við hausinn á mér. Með rækjusalati sýndist mér. Ég gáði upp í himinninn til að athuga hvaðan hún kom. Var það mávur sem ekki loftaði feng sínum? Eða kannski flugvél? Ég kom ekki auga á neitt. --- --- --- George Bush segir að milljörðum sé sóað í óþarfa herstöðvar. Morgunblaðið telur það vera stefnu í varnarmálum að vilja halda í fjórar herþotur – með engar sprengjur. Það auglýsir á hverjum degi eftir stefnu Samfylkingarinnar í öryggis- og varnarmálum. Málið er að öllum er sama núorðið. Ungt fólk sem man ekki kalda stríðinu hefur engar tilfinningar gagnvart herstöðinni. Það er ómögulegt að færa rök fyrir því að hún hafi einhvern tilgang nema að detta ofan í þáskildagatíð. Ég skrifaði um þetta grein í vetur undir heitinu Keflavíkurstöðin – in memoriam. Þar vitnaði ég í Styrmi Gunnarsson sem hefur sjálfur skrifað að áframhaldandi vera hersins í Keflavík byggist á persónulegum tengslum Davíðs Oddssonar við Bushfjölskylduna. Ekki er það nú merkilegur grunnur undir öryggisstefnu eins ríkis.