Afhverju þessi slæma ímynd? 5. júní 2005 00:01 "Ég er jafnréttissinni en ég er sko alls enginn feministi!!" Þetta eru orð sem heyrast allt of oft koma út úr skoltinum á ólíklegasta fólki og alveg jafn mikið er um þessa ranghugmynd hjá bæði konum og körlum. Feminismi er skilgreindur af Feministafélagi Íslands þannig að sá sem áttar sig á því að jafnrétti hefur ekki enn verið náð og vill leggja sitt af mörkum til að sjá breytingar til hins betra, er feministi. Í orðabókum er feminismi oftast skilgreindur þannig að sá sem vill að konur og karlar fái jöfn tækifæri á öllum sviðum sé feministi. Hvað er þetta annað en að vera jafnréttissinni og hvað í ósköpunum er slæmt við það? Það er hreint og beint sorglegt að heyra fólk lýsa yfir neikvæðu áliti á feminisma, sérstaklega ungar stúlkur. Það virðist vera að þær átti sig ekki einu sinni á því hvað feministar fortíðarinnar hafa gert mikið fyrir þær. Þær eiga að vera þakklátar, því hvar væru konur án feminisma? Væru ungar stúlkur kannski enn að þrífa húsin með mæðrum sínum í stað þess að ganga í skóla með drengjunum? Væru konur nútíðarinnar enn taldar óhæfar til að eiga eignir eða ráða yfir fjármunum sínum? Mættu konur ekki kjósa? Jú, sú er einmitt raunin. Þetta eru réttindi sem feministar hafa barist fyrir í aldanna rás og þetta eru nokkur atriði af mörgum sem þeir hafa fengið breytt. Af hverju þá þessi slæma ímynd? Af hverju fordæmir fólk hópa sem berjast fyrir mannréttindum eins og þessum? Ég hef nokkrum sinnum heyrt einstaklinga lýsa yfir vandlætingu sinni á einstökum aðgerðum Feministafélagsins sem ég hef reyndar persónulega alls ekkert út á að setja þar sem ég tel að róttækar aðgerðir þurfi til að breytingar náist. En hins vegar dæmir fólk allan hópinn út frá einstakri aðgerð og alla hugmyndafræðina á bak við hugtakið feminismi. Ég tel það rangt að draga ályktanir á þennan hátt. Málið er að feministar eru jafn ólíkir og þeir eru margir og alls ekkert allir sammála um hvern einn og einasta hlut. Ef hins vegar einstaklingur er sammála skilgreiningunni hér fyrir ofan um feminisma, þá er hinn sami feministi. Viltu jafnrétti? Viltu gera eitthvað til þess að karlmenn og konur hafi jöfn tækifæri og ekki halli á annað kynið? Þá ertu feministi og þú skalt ekki voga þér að skammast þín fyrir að flokkast undir þá skilgreiningu. Berðu nafnbótina með stolti! Það sem virkilega skortir að mínu mati er fræðsla í skólum um feminisma. Ég lærði varla neitt um feminisma í skóla, hvorki grunnskóla né framhaldsskóla nema ég sæktist sérstaklega eftir því. Fyrir utan stutta umfjöllun um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og það er einfaldlega ekki nóg þó svo að stórkostlegur kvenskörungur hafi verið þar á ferð. Það þarf að útrýma þeim miklu fordómum sem feministar þurfa að lifa við. Fordómar spretta upp vegna vanþekkingar og einskis annars og þess vegna er nauðsynlegt að fræða krakka um grundvallarhugmyndir feminisma. Fyrir stuttu skrifaði ég grein um fegurðarsamkeppnir og gagnrýndi þær. Umsvifalaust var ég í kommentum á vefnum stimpluð gömul, feit, ljót, bitur og að sjálfsögðu feministi. Einungis það síðastnefnda er sannleikanum samkvæmt og það virtist óhjákvæmilegt að orðin feit, ljót, bitur og gömul fylgdu feministastimplinum. Ég er aðeins 22 ára gömul, sennilega undir kjörþyngd ef eitthvað er og alls ekkert ljótari en annað fólk að ég tel. Það er ekki aðeins feitt fólk sem gagnrýnir staðalímyndir. Það er ekki einungis ljótt og biturt fólk sem sér hið fáránlega við fegurðarsamkeppnir og það er ekki einungis gamalt fólk sem hefur gagnrýna hugsun og skoðanir sem það er óhrætt við að láta í ljós. Feministar eru heldur ekki einungis konur og þeir berjast ekki bara fyrir réttindum kvenna. Þeir berjast fyrir jafnrétti, sem fæst einungis með því að berjast fyrir réttindum þeirra sem hallar á. Því miður eru það í allt of mörgum og jafnvel flestum tilfellum konur. Feministar eiga hvorki fordóma né neikvætt viðhorf skilið. Borghildur Gunnarsdóttir -[email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borghildur Gunnarsdóttir Í brennidepli Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
"Ég er jafnréttissinni en ég er sko alls enginn feministi!!" Þetta eru orð sem heyrast allt of oft koma út úr skoltinum á ólíklegasta fólki og alveg jafn mikið er um þessa ranghugmynd hjá bæði konum og körlum. Feminismi er skilgreindur af Feministafélagi Íslands þannig að sá sem áttar sig á því að jafnrétti hefur ekki enn verið náð og vill leggja sitt af mörkum til að sjá breytingar til hins betra, er feministi. Í orðabókum er feminismi oftast skilgreindur þannig að sá sem vill að konur og karlar fái jöfn tækifæri á öllum sviðum sé feministi. Hvað er þetta annað en að vera jafnréttissinni og hvað í ósköpunum er slæmt við það? Það er hreint og beint sorglegt að heyra fólk lýsa yfir neikvæðu áliti á feminisma, sérstaklega ungar stúlkur. Það virðist vera að þær átti sig ekki einu sinni á því hvað feministar fortíðarinnar hafa gert mikið fyrir þær. Þær eiga að vera þakklátar, því hvar væru konur án feminisma? Væru ungar stúlkur kannski enn að þrífa húsin með mæðrum sínum í stað þess að ganga í skóla með drengjunum? Væru konur nútíðarinnar enn taldar óhæfar til að eiga eignir eða ráða yfir fjármunum sínum? Mættu konur ekki kjósa? Jú, sú er einmitt raunin. Þetta eru réttindi sem feministar hafa barist fyrir í aldanna rás og þetta eru nokkur atriði af mörgum sem þeir hafa fengið breytt. Af hverju þá þessi slæma ímynd? Af hverju fordæmir fólk hópa sem berjast fyrir mannréttindum eins og þessum? Ég hef nokkrum sinnum heyrt einstaklinga lýsa yfir vandlætingu sinni á einstökum aðgerðum Feministafélagsins sem ég hef reyndar persónulega alls ekkert út á að setja þar sem ég tel að róttækar aðgerðir þurfi til að breytingar náist. En hins vegar dæmir fólk allan hópinn út frá einstakri aðgerð og alla hugmyndafræðina á bak við hugtakið feminismi. Ég tel það rangt að draga ályktanir á þennan hátt. Málið er að feministar eru jafn ólíkir og þeir eru margir og alls ekkert allir sammála um hvern einn og einasta hlut. Ef hins vegar einstaklingur er sammála skilgreiningunni hér fyrir ofan um feminisma, þá er hinn sami feministi. Viltu jafnrétti? Viltu gera eitthvað til þess að karlmenn og konur hafi jöfn tækifæri og ekki halli á annað kynið? Þá ertu feministi og þú skalt ekki voga þér að skammast þín fyrir að flokkast undir þá skilgreiningu. Berðu nafnbótina með stolti! Það sem virkilega skortir að mínu mati er fræðsla í skólum um feminisma. Ég lærði varla neitt um feminisma í skóla, hvorki grunnskóla né framhaldsskóla nema ég sæktist sérstaklega eftir því. Fyrir utan stutta umfjöllun um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og það er einfaldlega ekki nóg þó svo að stórkostlegur kvenskörungur hafi verið þar á ferð. Það þarf að útrýma þeim miklu fordómum sem feministar þurfa að lifa við. Fordómar spretta upp vegna vanþekkingar og einskis annars og þess vegna er nauðsynlegt að fræða krakka um grundvallarhugmyndir feminisma. Fyrir stuttu skrifaði ég grein um fegurðarsamkeppnir og gagnrýndi þær. Umsvifalaust var ég í kommentum á vefnum stimpluð gömul, feit, ljót, bitur og að sjálfsögðu feministi. Einungis það síðastnefnda er sannleikanum samkvæmt og það virtist óhjákvæmilegt að orðin feit, ljót, bitur og gömul fylgdu feministastimplinum. Ég er aðeins 22 ára gömul, sennilega undir kjörþyngd ef eitthvað er og alls ekkert ljótari en annað fólk að ég tel. Það er ekki aðeins feitt fólk sem gagnrýnir staðalímyndir. Það er ekki einungis ljótt og biturt fólk sem sér hið fáránlega við fegurðarsamkeppnir og það er ekki einungis gamalt fólk sem hefur gagnrýna hugsun og skoðanir sem það er óhrætt við að láta í ljós. Feministar eru heldur ekki einungis konur og þeir berjast ekki bara fyrir réttindum kvenna. Þeir berjast fyrir jafnrétti, sem fæst einungis með því að berjast fyrir réttindum þeirra sem hallar á. Því miður eru það í allt of mörgum og jafnvel flestum tilfellum konur. Feministar eiga hvorki fordóma né neikvætt viðhorf skilið. Borghildur Gunnarsdóttir -[email protected]
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar