Hamingjusamur skilnaður 10. júní 2005 00:01 Þetta hefur verið góð vika fyrir Norðmenn. Þeir unnu landsleik við Svía, en sigurinn var sögulegur þar sem þetta var í fyrsta sinn í 67 ár sem Norðmenn unnu landsleik á heimavelli Svía í Stokkhólmi. Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, staðfesti að Norðmenn væru nærri því ríkasta þjóð Evrópu; aðeins bankagróðaþjóðin Lúxemborgarar teldust þéna meira á hvern íbúa en norræna olíugróðaþjóðin. Og það var svo til stanzlaus þjóðhátíð. Þessa dagana minnast Norðmenn þess með margvíslegum hætti að öld er liðin frá því norska Stórþingið tók ákvörðun um sambandsslit landanna og Noregur varð sjálfstætt konungsríki á ný, eftir aldalangt hlé. Norðmenn voru þegnar Svíakonungs frá 1814 til 1905, þar sem Noregur var í kjölfar Napóleonsstríðanna færður undan dönsku krúnunni og settur þess í stað undir þá sænsku. Þessi tímamót hafa orðið mörgum til að hugleiða stöðu Noregs í Evrópu. Þann 17. maí síðastliðinn, hinum eiginlega þjóðhátíðardegi Norðmanna (er þeir minnast Gulaþingsstjórnarskrárinnar frá 1814), birti sænska blaðið Dagens Nyheter leiðara undir titlinum "Endurheimtum sambandið" ("Låt oss få vår union tillbaka"). Í leiðaranum er rakið hvernig þjóðernis- og sjálfstæðishyggja Norðmanna hefur leitt til þess að þeir hafa valið að standa utan við aðalvettvang samstarfs Evrópuríkja, Evrópusambandið. Miklar framfarir hafi orðið í landinu á 20. öldinni. "Síðan náði hræðslan yfirhöndinni yfir hinu heilbrigða sjálfstrausti og Norðmenn höfnuðu því fyrir tíu árum að vera samferða Svíþjóð inn í Evrópusambandið. Í stað þess varð Noregur hið fylgispaka ekki-aðildarland, lagað að ESB en áhrifalaust," skrifar DN. "En á síðustu árum virðist eitthvað vera að gerast. Skoðanakannanir sýna aukinn stuðning við ESB-aðild. Kannski hafa þessi hundrað ár sjálfstæðis, framfara og olíupeninga gert Norðmenn nógu sjálfsörugga til að stíga skrefið til fulls. Kannski finna þeir að við söknum þeirra í Evrópu," skrifar leiðarahöfundur og klykkir út með: "Kannski íhuga þeir að láta þetta tímamótaár verða upphafspunktinn að nýju sambandi, í þetta sinn með Svíþjóð og 24 öðrum Evrópuþjóðum (og bráðum enn fleiri)." Reyndar á leiðarahöfundur sér að minnsta kosti einn skoðanabróður inni á norska Stórþinginu. Inge Lønning, þingmaður Hægriflokksins og fyrrverandi rektor Óslóarháskóla, átti frumkvæðið að slagorðinu "Frá sambandi til sambands - 100 ár fyrir utan er nóg." Þetta slagorð er eitt ótal slagorða sem orðið hafa til í áróðursslagnum milli fylgjenda og andstæðinga inngöngunnar í ESB, sem staðið hefur linnulítið í Noregi síðan fyrsti aðildarsamningurinn var gerður árið 1972 og klofið hefur þjóðina í tvær fylkingar allar götur síðan. Svo vill til að um sama leyti og Norðmenn flykktust út á götur til að hylla konung sinn, syngja ættjarðarsöngva og veifa þjóðfánanum í júnísólinni - og unnu meira að segja Svía í fótbolta - bárust þær fréttir frá meginlandinu að tvær af kjarnaþjóðum Evrópusambandsins, Frakkar og Hollendingar, hefðu hafnað nýjum stjórnarskrársáttmála þess. Það er því ekki að undra að undir þessum kringumstæðum skyldu fréttirnar sunnan úr álfu hafa leitt til þess að stemmningin fyrir inngöngu í Evrópusambandið tók skarpa dýfu meðal norsks almennings. Það þykir að minnsta kosti ljóst að "inngönguspurningin" verði ekki fyrirferðarmikil í kosningabaráttunni fyrir þingkosningar sem fram fara í landinu í haust. Í þessu samhengi verður að teljast sérlega athyglisvert, að Norðmenn hafa ákveðið að senda hermenn til þátttöku í norrænu herfylki, sem undir sænskri forystu mun verða hluti af hraðliði Evrópusambandsins - hersveitum sem verður hægt að senda í verkefni í nafni sameiginlegrar utanríkis- og varnarmálastefnu sambandsins. Þegar norskir hermenn eru tilbúnir að þjóna undir sænskri stjórn í evrópsku herfylki er ekki hægt að segja annað en að lítil sárindi (önnur en þau sem Svía- og Norðmannabrandararnir valda á víxl) sitji eftir er 100 ára skilnaðarafmælis norrænu frændþjóðanna er minnzt. Auðunn Arnórsson -[email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Í brennidepli Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Þetta hefur verið góð vika fyrir Norðmenn. Þeir unnu landsleik við Svía, en sigurinn var sögulegur þar sem þetta var í fyrsta sinn í 67 ár sem Norðmenn unnu landsleik á heimavelli Svía í Stokkhólmi. Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, staðfesti að Norðmenn væru nærri því ríkasta þjóð Evrópu; aðeins bankagróðaþjóðin Lúxemborgarar teldust þéna meira á hvern íbúa en norræna olíugróðaþjóðin. Og það var svo til stanzlaus þjóðhátíð. Þessa dagana minnast Norðmenn þess með margvíslegum hætti að öld er liðin frá því norska Stórþingið tók ákvörðun um sambandsslit landanna og Noregur varð sjálfstætt konungsríki á ný, eftir aldalangt hlé. Norðmenn voru þegnar Svíakonungs frá 1814 til 1905, þar sem Noregur var í kjölfar Napóleonsstríðanna færður undan dönsku krúnunni og settur þess í stað undir þá sænsku. Þessi tímamót hafa orðið mörgum til að hugleiða stöðu Noregs í Evrópu. Þann 17. maí síðastliðinn, hinum eiginlega þjóðhátíðardegi Norðmanna (er þeir minnast Gulaþingsstjórnarskrárinnar frá 1814), birti sænska blaðið Dagens Nyheter leiðara undir titlinum "Endurheimtum sambandið" ("Låt oss få vår union tillbaka"). Í leiðaranum er rakið hvernig þjóðernis- og sjálfstæðishyggja Norðmanna hefur leitt til þess að þeir hafa valið að standa utan við aðalvettvang samstarfs Evrópuríkja, Evrópusambandið. Miklar framfarir hafi orðið í landinu á 20. öldinni. "Síðan náði hræðslan yfirhöndinni yfir hinu heilbrigða sjálfstrausti og Norðmenn höfnuðu því fyrir tíu árum að vera samferða Svíþjóð inn í Evrópusambandið. Í stað þess varð Noregur hið fylgispaka ekki-aðildarland, lagað að ESB en áhrifalaust," skrifar DN. "En á síðustu árum virðist eitthvað vera að gerast. Skoðanakannanir sýna aukinn stuðning við ESB-aðild. Kannski hafa þessi hundrað ár sjálfstæðis, framfara og olíupeninga gert Norðmenn nógu sjálfsörugga til að stíga skrefið til fulls. Kannski finna þeir að við söknum þeirra í Evrópu," skrifar leiðarahöfundur og klykkir út með: "Kannski íhuga þeir að láta þetta tímamótaár verða upphafspunktinn að nýju sambandi, í þetta sinn með Svíþjóð og 24 öðrum Evrópuþjóðum (og bráðum enn fleiri)." Reyndar á leiðarahöfundur sér að minnsta kosti einn skoðanabróður inni á norska Stórþinginu. Inge Lønning, þingmaður Hægriflokksins og fyrrverandi rektor Óslóarháskóla, átti frumkvæðið að slagorðinu "Frá sambandi til sambands - 100 ár fyrir utan er nóg." Þetta slagorð er eitt ótal slagorða sem orðið hafa til í áróðursslagnum milli fylgjenda og andstæðinga inngöngunnar í ESB, sem staðið hefur linnulítið í Noregi síðan fyrsti aðildarsamningurinn var gerður árið 1972 og klofið hefur þjóðina í tvær fylkingar allar götur síðan. Svo vill til að um sama leyti og Norðmenn flykktust út á götur til að hylla konung sinn, syngja ættjarðarsöngva og veifa þjóðfánanum í júnísólinni - og unnu meira að segja Svía í fótbolta - bárust þær fréttir frá meginlandinu að tvær af kjarnaþjóðum Evrópusambandsins, Frakkar og Hollendingar, hefðu hafnað nýjum stjórnarskrársáttmála þess. Það er því ekki að undra að undir þessum kringumstæðum skyldu fréttirnar sunnan úr álfu hafa leitt til þess að stemmningin fyrir inngöngu í Evrópusambandið tók skarpa dýfu meðal norsks almennings. Það þykir að minnsta kosti ljóst að "inngönguspurningin" verði ekki fyrirferðarmikil í kosningabaráttunni fyrir þingkosningar sem fram fara í landinu í haust. Í þessu samhengi verður að teljast sérlega athyglisvert, að Norðmenn hafa ákveðið að senda hermenn til þátttöku í norrænu herfylki, sem undir sænskri forystu mun verða hluti af hraðliði Evrópusambandsins - hersveitum sem verður hægt að senda í verkefni í nafni sameiginlegrar utanríkis- og varnarmálastefnu sambandsins. Þegar norskir hermenn eru tilbúnir að þjóna undir sænskri stjórn í evrópsku herfylki er ekki hægt að segja annað en að lítil sárindi (önnur en þau sem Svía- og Norðmannabrandararnir valda á víxl) sitji eftir er 100 ára skilnaðarafmælis norrænu frændþjóðanna er minnzt. Auðunn Arnórsson -[email protected]
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar