Að segja nei 11. júní 2005 00:01 Það er mikið talað um krísuna í Evrópusambandinu. Jú, þarna eru vissulega ákveðin vandamál. Menn virðast samt ekki átta sig alveg á því að í Evrópu ríkir velmegunarskeið, bæði pólitískt og efnahagslega. Álfan hefur aldrei verið svona frjáls. Það þarf ekki að fara nema þrjátíu ár aftur í tímann. Þá ríktu kommúnistastjórnir um allan austurhluta Evrópu. Í Grikklandi, Portúgal og Spáni voru herforingjastjórnir með fasísku ívafi við völd. Nú ríkir lýðræði alls staðar í álfunni. Löndin í Austur-Evrópu fá hvert af öðru inngöngu í Evrópusambandið. Það er hvatinn til að þau byggi sig upp – sjálft viðmiðið. Það er meira að segja til alvarlegrar skoðunar að Tyrkland fái inngöngu í ESB. Evrópusambandið er ekki kerfislegra en svo að það opnar dyrnar fyrir þessum þjóðum. Almenningi í Evrópu hefur aldrei vegnað betur. Evrópumenn ferðast þvers og kruss um álfuna – lágfargjaldaflugfélögin eru tákn þessa frelsistíma. Hvergi er að finna stríðsógn í álfunni; á Balkanskaga heldur friðurinn fyrir tilstilli alþjóðasamfélagsins. Aldrei hefur verið almennara aðgengi að menntun, aldrei hefur fólk haft meiri frítíma, aldrei hefur staða kvenna verið betri, aldrei hafa lífslíkur verið meiri. – aldrei hefur fólk getað verið svo öruggt að um það verði annast þegar það verður gamalt og sjúkt. Lýðfrelsi er almennt, hvergi í álfunni er lengur við lýði ritskoðun eða höft á tjáningarfrelsi. --- --- --- Evrópusambandið kann að vera sumpart leiðinlegt, svifaseint og yfirmáta flókið og kerfiskarlar þar lýði. Það má hins vegar eiga að það notar samninga – stundum samningaþref – til að komast að niðurstöðu en beitir ekki kúgun, ógn eða vopnavaldi. Enn er helsta réttlætingin fyrir tilveru sambandsins að koma í veg fyrir stríðsátök í Evrópu. Þetta hefur að mestu tekist í sex áratugi. Það er síður en svo sjálfsagður hlutur. Þeir sem þekkja ekki söguna eru dæmdir til að endurtaka hana. --- --- --- Evrópusambandið byggir stefnu sína á blöndu af markaðsbúskap og velferðarhyggju. Það er eilífðarverkefni að stilla þetta saman. Kannski er það ekki mjög æsileg pólitík, kannski kveikir hún ekki stóra elda hjá ungu fólki – það getur verið meira spennandi að segja nei – en þetta er það sem skiptir máli. Hversu mikið á regluverkið að vera, hvað eiga skattarnir að vera háir, hvað á að setja markið hátt í velferðinni, hve mikið athafnafrelsi eiga fyrirtækin að hafa? Nú er mikið gert úr muninum á breska kerfinu og því franska og þýska. Samt er sama meginhugmyndin við lýði í þessum ríkjum – það eru hugmyndir sósíaldemókrata og kristilegra demókrata sem hafa mótað Evrópu allar götur síðan í stríðinu – útfærslan er bara dálítið mismunandi. Bretland er ekki Bandaríkin. Hafa þeir sem nú segja nei betri hugmynd? --- --- --- Einhvers staðar las ég að þegar velmegun er orðin of mikil sé hætta á að fólk fari að gera byltingu út úr einskærum leiðindum. Manni verður hugsað til ungu fallegu stelpnanna sem hrópuðu "non" í Frakklandi og veifuðu borðum frá kommúnistablaðinu L´Humanité. Þær eru vissulega meira spennandi félagsskapur en Chirac og allir kerfiskarlarnir. Samt eru þær og hinir sem sögðu nei afturhaldsöflin – þeir sem byggja pólitík sína á neikvæðni, ótta, fordómum og leiða. Foreldrar þessara stúlkna fóru um göturnar á sínum tíma með myndir af Maó, Che Guevara og Lenín. Þeim fór líka að leiðast í lýðræðisríkinu sem kynslóðin sem upplifði stríðið skapaði fyrir þá. Það er heldur ekki langt síðan Frakkar gengu til kosninga og fórnuðu afbragðs góðum stjórnmálamanni, Lionel Jospin, fyrir Jean Marie Le Pen og nokkra trotskíista. --- --- --- Á forsíðu bandarísks tímarits sem ég sá í vetur stóð að hnattvæðingin þýddi lengri vinnutíma, minna kaup og minni frí. Vinur minn sem er orðinn atvinnurekandi fussar og sveiar yfir því hvað fólk á Íslandi tekur sér löng frí. Hann dreymir um ameríska módelið þar sem frí eru varla lengri en tvær vikur. --- --- --- Kári er kallaður anemos hér í Grikklandi. Það þýðir vindur. Fallegt nafn. Ég er að reyna að læra grísku en hausinn á mér er eins og gatasigti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Það er mikið talað um krísuna í Evrópusambandinu. Jú, þarna eru vissulega ákveðin vandamál. Menn virðast samt ekki átta sig alveg á því að í Evrópu ríkir velmegunarskeið, bæði pólitískt og efnahagslega. Álfan hefur aldrei verið svona frjáls. Það þarf ekki að fara nema þrjátíu ár aftur í tímann. Þá ríktu kommúnistastjórnir um allan austurhluta Evrópu. Í Grikklandi, Portúgal og Spáni voru herforingjastjórnir með fasísku ívafi við völd. Nú ríkir lýðræði alls staðar í álfunni. Löndin í Austur-Evrópu fá hvert af öðru inngöngu í Evrópusambandið. Það er hvatinn til að þau byggi sig upp – sjálft viðmiðið. Það er meira að segja til alvarlegrar skoðunar að Tyrkland fái inngöngu í ESB. Evrópusambandið er ekki kerfislegra en svo að það opnar dyrnar fyrir þessum þjóðum. Almenningi í Evrópu hefur aldrei vegnað betur. Evrópumenn ferðast þvers og kruss um álfuna – lágfargjaldaflugfélögin eru tákn þessa frelsistíma. Hvergi er að finna stríðsógn í álfunni; á Balkanskaga heldur friðurinn fyrir tilstilli alþjóðasamfélagsins. Aldrei hefur verið almennara aðgengi að menntun, aldrei hefur fólk haft meiri frítíma, aldrei hefur staða kvenna verið betri, aldrei hafa lífslíkur verið meiri. – aldrei hefur fólk getað verið svo öruggt að um það verði annast þegar það verður gamalt og sjúkt. Lýðfrelsi er almennt, hvergi í álfunni er lengur við lýði ritskoðun eða höft á tjáningarfrelsi. --- --- --- Evrópusambandið kann að vera sumpart leiðinlegt, svifaseint og yfirmáta flókið og kerfiskarlar þar lýði. Það má hins vegar eiga að það notar samninga – stundum samningaþref – til að komast að niðurstöðu en beitir ekki kúgun, ógn eða vopnavaldi. Enn er helsta réttlætingin fyrir tilveru sambandsins að koma í veg fyrir stríðsátök í Evrópu. Þetta hefur að mestu tekist í sex áratugi. Það er síður en svo sjálfsagður hlutur. Þeir sem þekkja ekki söguna eru dæmdir til að endurtaka hana. --- --- --- Evrópusambandið byggir stefnu sína á blöndu af markaðsbúskap og velferðarhyggju. Það er eilífðarverkefni að stilla þetta saman. Kannski er það ekki mjög æsileg pólitík, kannski kveikir hún ekki stóra elda hjá ungu fólki – það getur verið meira spennandi að segja nei – en þetta er það sem skiptir máli. Hversu mikið á regluverkið að vera, hvað eiga skattarnir að vera háir, hvað á að setja markið hátt í velferðinni, hve mikið athafnafrelsi eiga fyrirtækin að hafa? Nú er mikið gert úr muninum á breska kerfinu og því franska og þýska. Samt er sama meginhugmyndin við lýði í þessum ríkjum – það eru hugmyndir sósíaldemókrata og kristilegra demókrata sem hafa mótað Evrópu allar götur síðan í stríðinu – útfærslan er bara dálítið mismunandi. Bretland er ekki Bandaríkin. Hafa þeir sem nú segja nei betri hugmynd? --- --- --- Einhvers staðar las ég að þegar velmegun er orðin of mikil sé hætta á að fólk fari að gera byltingu út úr einskærum leiðindum. Manni verður hugsað til ungu fallegu stelpnanna sem hrópuðu "non" í Frakklandi og veifuðu borðum frá kommúnistablaðinu L´Humanité. Þær eru vissulega meira spennandi félagsskapur en Chirac og allir kerfiskarlarnir. Samt eru þær og hinir sem sögðu nei afturhaldsöflin – þeir sem byggja pólitík sína á neikvæðni, ótta, fordómum og leiða. Foreldrar þessara stúlkna fóru um göturnar á sínum tíma með myndir af Maó, Che Guevara og Lenín. Þeim fór líka að leiðast í lýðræðisríkinu sem kynslóðin sem upplifði stríðið skapaði fyrir þá. Það er heldur ekki langt síðan Frakkar gengu til kosninga og fórnuðu afbragðs góðum stjórnmálamanni, Lionel Jospin, fyrir Jean Marie Le Pen og nokkra trotskíista. --- --- --- Á forsíðu bandarísks tímarits sem ég sá í vetur stóð að hnattvæðingin þýddi lengri vinnutíma, minna kaup og minni frí. Vinur minn sem er orðinn atvinnurekandi fussar og sveiar yfir því hvað fólk á Íslandi tekur sér löng frí. Hann dreymir um ameríska módelið þar sem frí eru varla lengri en tvær vikur. --- --- --- Kári er kallaður anemos hér í Grikklandi. Það þýðir vindur. Fallegt nafn. Ég er að reyna að læra grísku en hausinn á mér er eins og gatasigti.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun