Fugl sem ekki var hæna 12. júní 2005 00:01 Hannes H. Gissurarson fékk á dögunum máli Auðar Laxness á hendur sér vísað frá Héraðsdómi vegna formgalla. Hann var ekki sýknaður af ákærunni um ritstuld heldur neitaði dómarinn að taka málið fyrir vegna frágangs kærunnar, málið er vanreifað eins og kallað er. Enn hefur íslenskt réttarkerfi ekki komist að niðurstöðu um það hvort umgengni Hannesar við texta Halldórs sé í lagi. Þess misskilnings hefur gætt í umræðu að málið snúist um gæsalappir sem hafi gleymst. Það er því ómaksins vert fyrir lesendur að skoða þá aðferð Hannesar sem kvartað hefur verið undan – eitt dæmi af hundrað og eitthvað. Svona skrifar Halldór í einni af minningabókunum sínum: En þennan vormorgun eftir að við komum að Laxnesi, og ég var búinn að sofa fyrstu nóttina mína í sveit, tók faðir minn mig við hönd sér, og við geingum austur fyrir tún ... Við sáum lítinn læk með rauðum steinum og kemur ofanúr mýrinni fyrir ofan Hólshús, ærhúsin okkar. Héðan stefndum við á silfurgrá lýngholt með grænum lautum. Sólskinsdagur. Af hverju man ég eftir þessum degi, hvað gerðist? Ég sá lóuna í fyrsta sinn. Hún fylgdi okkur á hlaupum nokkra faðma í burtu og horfi á okkur með því auganu sem að okkur vissi. Ég var svo hugfánginn af fugli með svart silkibrjóst, og ekki einsog pútur, að mig lángaði að grípa hann og fara með hann heim og eiga hann. Reyndu, sagði faðir minn og settist niður í mónum og slepti af mér hendinni svo ég gæti náð í fuglinn. En lóan hljóp undan og þegar ég nálgaðist hana flaug hún upp. Af hverju vill hún ekki lofa mér að ná sér? Af hverju flýgur hún upp? Ég ætlaði ekki að gera henni ilt. Nýtt líf var byrjað ... ( Í túninu heima, bls 38) Hjá Hannesi er lýsingin svona: Fyrsta morguninn í Laxnesi tók Guðjón bóndi Dóra litla við hönd sér, og þeir gengu austur fyrir tún. Þar sáu þeir lítinn læk með rauðum steinum renna úr mýrinni ofan við Hólhús, sem voru ærhúsin þeirra. Þaðan fóru þeir út í silfurgrátt lyngholt með grænum lautum. Þetta var sólskinsdagur. Dóri litli sá lóu í fyrsta skipti. Hún fylgdi þeim feðgum nokkra faðma og horfði á þá. Drengurinn var hugfanginn af fugli með svart silkibrjóst, sem ekki var hæna. Hann langaði til að grípa hana. "Reyndu," sagði faðir hans, settist niður í móanum og sleppti af honum hendi. En lóan hljóp undan, og þegar snáðinn nálgaðist hana, flaug hún upp. Hann furðaði sig á því, að hún vildi ekki lofa honum að ná sér. Hann ætlaði sér ekki að gera henni neitt illt. Nýtt líf var hafið ... (Halldór, 19) Hvers vegna fer maður að reyta hár sitt andspænis þessu? Kannski út af oflætinu sem felst í því að vaða svona inni þaulunninn texta rithöfundar og fara að editera honum og gera að sínum. Sjálf fjandsamleg yfirtakan á textanum; hvernig Hannes gerist "höfundurinn" í texta eftir Halldór Laxness, ýtir hinum fullorðna Halldóri út úr eigin texta og tekur sér þar sjálfur stöðu sem sögumaður – gerist fullorðni maðurinn í texta eftir Halldór Laxness en gerir Halldór að barninu, að viðfangi textans... Fræðimennska Hannesar er oft valdabarátta fremur en sannleiksleit: hér hefur hann náð völdum í texta Halldór Laxness, svona eins og Björgólfsfeðgar eru að reyna að gera í Íslandsbanka, og byrjar náttúrlega á því að reka stjórnandann... Við vélræna færsluna úr 1. persónu í 3. persónu fer forgörðum angurvær og innilegur tónninn en orðalag og lýsingar standa samt eftir svo að áhrifin verða ankannaleg. Textinn verður flatari. Setningar eru styttar, aukasetningar víkja fyrir eintómum aðalsetningum sem eru allar eins byggðar, fjölbreytni víkur fyrir einhæfni og setningagerð minnir einna helst á stafsetningarpróf. Stíllinn er stíflaður. Flæðið í honum er rofið, tónlistin einfölduð, tilfinningarnar hverfa. Þetta er eins og að hlusta á Chopin-etýðu í meðförum James Last. Texti Halldórs er persónuleg og viðkvæm minning manns um föður sinn sem hann missti ungur; því er blíðlega lýst hvernig faðirinn sest niður og leyfir drengnum að eltast við fegurðina – í líki lóu – "slepti af mér hendinni" eru lykilorðin, leyfir honum sjálfum að uppgötva að fegurðin er hverful. Áhrifamáttur textans vaknar af mýktinni í samspili hins barnslega og þroskaða, sorginni yfir því sem glatað er, þakklætinu fyrir það sem manni gafst... Þessi margslungni texti verður bragðdaufur og maggísúpulegur í meðförum Hannesar. Dæmi: "Ég var svo hugfánginn af fugli með svart silkibrjóst, og ekki einsog pútur, að mig lángaði að grípa hann og fara með hann heim og eiga hann", skrifar Halldór en hjá Hannesi lítur textinn svona út: "Drengurinn var hugfanginn af fugli með svart silkibrjóst, sem ekki var hæna. Hann langaði til að grípa hana." Hjá Hannesi verður það að lóan sé ekki hæna að þungamiðju frásagnarinnar. Gæsalappir? Ó nei... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Hannes H. Gissurarson fékk á dögunum máli Auðar Laxness á hendur sér vísað frá Héraðsdómi vegna formgalla. Hann var ekki sýknaður af ákærunni um ritstuld heldur neitaði dómarinn að taka málið fyrir vegna frágangs kærunnar, málið er vanreifað eins og kallað er. Enn hefur íslenskt réttarkerfi ekki komist að niðurstöðu um það hvort umgengni Hannesar við texta Halldórs sé í lagi. Þess misskilnings hefur gætt í umræðu að málið snúist um gæsalappir sem hafi gleymst. Það er því ómaksins vert fyrir lesendur að skoða þá aðferð Hannesar sem kvartað hefur verið undan – eitt dæmi af hundrað og eitthvað. Svona skrifar Halldór í einni af minningabókunum sínum: En þennan vormorgun eftir að við komum að Laxnesi, og ég var búinn að sofa fyrstu nóttina mína í sveit, tók faðir minn mig við hönd sér, og við geingum austur fyrir tún ... Við sáum lítinn læk með rauðum steinum og kemur ofanúr mýrinni fyrir ofan Hólshús, ærhúsin okkar. Héðan stefndum við á silfurgrá lýngholt með grænum lautum. Sólskinsdagur. Af hverju man ég eftir þessum degi, hvað gerðist? Ég sá lóuna í fyrsta sinn. Hún fylgdi okkur á hlaupum nokkra faðma í burtu og horfi á okkur með því auganu sem að okkur vissi. Ég var svo hugfánginn af fugli með svart silkibrjóst, og ekki einsog pútur, að mig lángaði að grípa hann og fara með hann heim og eiga hann. Reyndu, sagði faðir minn og settist niður í mónum og slepti af mér hendinni svo ég gæti náð í fuglinn. En lóan hljóp undan og þegar ég nálgaðist hana flaug hún upp. Af hverju vill hún ekki lofa mér að ná sér? Af hverju flýgur hún upp? Ég ætlaði ekki að gera henni ilt. Nýtt líf var byrjað ... ( Í túninu heima, bls 38) Hjá Hannesi er lýsingin svona: Fyrsta morguninn í Laxnesi tók Guðjón bóndi Dóra litla við hönd sér, og þeir gengu austur fyrir tún. Þar sáu þeir lítinn læk með rauðum steinum renna úr mýrinni ofan við Hólhús, sem voru ærhúsin þeirra. Þaðan fóru þeir út í silfurgrátt lyngholt með grænum lautum. Þetta var sólskinsdagur. Dóri litli sá lóu í fyrsta skipti. Hún fylgdi þeim feðgum nokkra faðma og horfði á þá. Drengurinn var hugfanginn af fugli með svart silkibrjóst, sem ekki var hæna. Hann langaði til að grípa hana. "Reyndu," sagði faðir hans, settist niður í móanum og sleppti af honum hendi. En lóan hljóp undan, og þegar snáðinn nálgaðist hana, flaug hún upp. Hann furðaði sig á því, að hún vildi ekki lofa honum að ná sér. Hann ætlaði sér ekki að gera henni neitt illt. Nýtt líf var hafið ... (Halldór, 19) Hvers vegna fer maður að reyta hár sitt andspænis þessu? Kannski út af oflætinu sem felst í því að vaða svona inni þaulunninn texta rithöfundar og fara að editera honum og gera að sínum. Sjálf fjandsamleg yfirtakan á textanum; hvernig Hannes gerist "höfundurinn" í texta eftir Halldór Laxness, ýtir hinum fullorðna Halldóri út úr eigin texta og tekur sér þar sjálfur stöðu sem sögumaður – gerist fullorðni maðurinn í texta eftir Halldór Laxness en gerir Halldór að barninu, að viðfangi textans... Fræðimennska Hannesar er oft valdabarátta fremur en sannleiksleit: hér hefur hann náð völdum í texta Halldór Laxness, svona eins og Björgólfsfeðgar eru að reyna að gera í Íslandsbanka, og byrjar náttúrlega á því að reka stjórnandann... Við vélræna færsluna úr 1. persónu í 3. persónu fer forgörðum angurvær og innilegur tónninn en orðalag og lýsingar standa samt eftir svo að áhrifin verða ankannaleg. Textinn verður flatari. Setningar eru styttar, aukasetningar víkja fyrir eintómum aðalsetningum sem eru allar eins byggðar, fjölbreytni víkur fyrir einhæfni og setningagerð minnir einna helst á stafsetningarpróf. Stíllinn er stíflaður. Flæðið í honum er rofið, tónlistin einfölduð, tilfinningarnar hverfa. Þetta er eins og að hlusta á Chopin-etýðu í meðförum James Last. Texti Halldórs er persónuleg og viðkvæm minning manns um föður sinn sem hann missti ungur; því er blíðlega lýst hvernig faðirinn sest niður og leyfir drengnum að eltast við fegurðina – í líki lóu – "slepti af mér hendinni" eru lykilorðin, leyfir honum sjálfum að uppgötva að fegurðin er hverful. Áhrifamáttur textans vaknar af mýktinni í samspili hins barnslega og þroskaða, sorginni yfir því sem glatað er, þakklætinu fyrir það sem manni gafst... Þessi margslungni texti verður bragðdaufur og maggísúpulegur í meðförum Hannesar. Dæmi: "Ég var svo hugfánginn af fugli með svart silkibrjóst, og ekki einsog pútur, að mig lángaði að grípa hann og fara með hann heim og eiga hann", skrifar Halldór en hjá Hannesi lítur textinn svona út: "Drengurinn var hugfanginn af fugli með svart silkibrjóst, sem ekki var hæna. Hann langaði til að grípa hana." Hjá Hannesi verður það að lóan sé ekki hæna að þungamiðju frásagnarinnar. Gæsalappir? Ó nei...
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun