Er okrað á okkur? 1. júlí 2005 00:01 Þar til fyrir skömmu var eitt fyrirtæki svo gott sem einrátt á markaði fyrir erlend tímarit hérlendis, allt þar til Griffill og Office 1 fóru að bjóða upp á erlend tímarit á lægra verði, reyndar einnig í mun minna úrvali en Penninn - blaðadreifing sem hefur ráðið lögum og lofum á þessu sviði íslensks markaðar. Þetta kemur upp í hugann þegar maður veltir fyrir sér verðlagningu erlendra tímarita. Það hefur lengi blasað við kaupendum erlendra tímarita að þau eru afar dýr hingað komin. Algengt verð glanstímarita er kannski á bilinu þúsund til 1.400 krónur, þó fjöldann allan af tímaritum megi fá á hærra verði eða lægra. Þar til fyrir nokkrum mánuðum stóð undirritaður í þeirri trú að þetta væri nokkuð sem fólk þyrfti að sætta sig við til að fá uppáhaldstímaritin sín meðan þau væru enn ný, sérstaklega tímarit frá Bandaríkjunum sem maður hefur löngum talið að væru lengi á leiðinni til Íslands ef maður pantaði þau í áskrift eða fokdýr ef maður vildi fá þau tímanlega. Fyrir nokkru fór undirritaður þó að efast. Þá var svo að í David Letterman var vísað til efnis í nýjasta tölublaði uppáhaldstímarits undirritaðs sem þá var nýkomið út í Bandaríkjunum, ekkert merkilegt í sjálfu sér nema fyrir þá sök að þetta var annað tölublaðið sem kom út á eftir því sem þá var í sölu hér á Íslandi, hér var vel að merkja um tímarit sem kemur út einu sinni í mánuði. Nú voru góð ráð dýr. Þegar við bættist að tímaritið hafði nýlega hækkað úr 935 krónum í 990 krónur þrátt fyrir að dollarinn væri þá í algjöru lágmarki, innan við 60 krónur, fauk í undirritaðan sem ákvað að prófa að panta sér áskrift. Ársáskriftin kostaði 2.400 krónur. Fyrir hana fást tólf tölublöð send heim á 200 krónur hvert tölublað (svo þarf auðvitað að melda 14 prósenta virðisaukaskattinn við yfirvöld, það eru 28 krónur). Hér heima fengjust tvö tölublöð fyrir sama verð, tólf tölublöð kosta 11.910 krónur, munurinn á ársvísu er því um 9.500 krónur. Þessi verðmunur væri ef til vill skiljanlegur og ásættanlegur ef maður fengi blaðið mun fyrr í íslenskum bókabúðum en með póstinum. Niðurstaðan var hins vegar þveröfug, blaðið kemur alltaf einni til tveimur vikum fyrr í pósti (á 200 krónur stykkið) en það barst í verslanir (á 990 krónur stykkið). Því gat ekki annað en vaknað spurningin: Er verið að okra á okkur? Verðið í þessu tilfelli er hærra og þjónustan verri. Þetta endurspeglast líka í tveimur úttektum Morgunblaðsins þar sem mælt hefur verið með áskrift sem hagkvæmari kosti en að kaupa erlend tímarit úti í búð, þar kemur þó ekki fram hvort tekið er tillit til þess hvenær tölublöðin berast. Tímaritið sem undirritaður pantaði er frá Conde Nast sem gefur út fjölda tímarita sem fást hér og því óhætt að ætla að í mörgum tilfellum sé hægt að spara verulegar fjárhæðir og fá blöðin fyrr en ella með því að panta þau í áskrift frekar en að kaupa stök blöð í bókabúðum. Þetta er þó væntanlega ekki algilt því fyrir fáeinum árum voru þau blöð og tímarit sem undirritaður pantaði frá öðrum útgefendum í Bandaríkjunum vanalega um mánuði lengur að berast með áskrift en í búðir, þau tímarit hefur undirritaður ekki pantað síðan og veit því ekki hvort einhver breyting hafi orðið þar á. Lengi hefur legið fyrir að flutningskostnaður hækkar vöruverð verulega. Það er skiljanlegt. Hins vegar vekur þessi verðmunur upp spurninguna um hvort hér sé hækkun í hafi eins og Hjörleifur Guttormsson talaði um þegar hann taldi eigendur álversins í Straumsvík svindla á Íslendingum. Vísbendingar eru um að hægt sé að fá tímarit mun ódýrari í íslenskum bókabúðum en nú er. Í það minnsta má spara tugi prósenta á því að kaupa blöð í Griffli eða Office 1 þó úrvalið þar sé minna en þar sem best er, í Bókabúð Máls og Menningar á Laugavegi og Eymundsson á Lækjartorgi. Forsvarsmaður Pennans - blaðadreifingar hefur sagt ástæðuna fyrir verðmuninum annars vegar flutningskostnað og hins vegar kostnað vegna þess að fyrirtækið skuldbindi sig til að vera með mikið úrval í mörgum verslunum. Svo verður að taka tillit til að lága verðið hjá Office 1 og Griffli kann að einhverju leiti að vera auglýsingabrella til að draga viðskiptavini í verslanir sínar. Sé svo á verð væntanlega eftir að hækka hjá þeim, sé þetta hins vegar fyllilega raunsætt verður Penninn - blaðadreifing væntanlega að fara að endurskoða sína stefnu. Spurningin er hins vegar hversu lengi neytendur sætta sig við að greiða svo hátt verð sem raun ber vitni. Brynjólfur Þór Guðmundsson - [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Sjá meira
Þar til fyrir skömmu var eitt fyrirtæki svo gott sem einrátt á markaði fyrir erlend tímarit hérlendis, allt þar til Griffill og Office 1 fóru að bjóða upp á erlend tímarit á lægra verði, reyndar einnig í mun minna úrvali en Penninn - blaðadreifing sem hefur ráðið lögum og lofum á þessu sviði íslensks markaðar. Þetta kemur upp í hugann þegar maður veltir fyrir sér verðlagningu erlendra tímarita. Það hefur lengi blasað við kaupendum erlendra tímarita að þau eru afar dýr hingað komin. Algengt verð glanstímarita er kannski á bilinu þúsund til 1.400 krónur, þó fjöldann allan af tímaritum megi fá á hærra verði eða lægra. Þar til fyrir nokkrum mánuðum stóð undirritaður í þeirri trú að þetta væri nokkuð sem fólk þyrfti að sætta sig við til að fá uppáhaldstímaritin sín meðan þau væru enn ný, sérstaklega tímarit frá Bandaríkjunum sem maður hefur löngum talið að væru lengi á leiðinni til Íslands ef maður pantaði þau í áskrift eða fokdýr ef maður vildi fá þau tímanlega. Fyrir nokkru fór undirritaður þó að efast. Þá var svo að í David Letterman var vísað til efnis í nýjasta tölublaði uppáhaldstímarits undirritaðs sem þá var nýkomið út í Bandaríkjunum, ekkert merkilegt í sjálfu sér nema fyrir þá sök að þetta var annað tölublaðið sem kom út á eftir því sem þá var í sölu hér á Íslandi, hér var vel að merkja um tímarit sem kemur út einu sinni í mánuði. Nú voru góð ráð dýr. Þegar við bættist að tímaritið hafði nýlega hækkað úr 935 krónum í 990 krónur þrátt fyrir að dollarinn væri þá í algjöru lágmarki, innan við 60 krónur, fauk í undirritaðan sem ákvað að prófa að panta sér áskrift. Ársáskriftin kostaði 2.400 krónur. Fyrir hana fást tólf tölublöð send heim á 200 krónur hvert tölublað (svo þarf auðvitað að melda 14 prósenta virðisaukaskattinn við yfirvöld, það eru 28 krónur). Hér heima fengjust tvö tölublöð fyrir sama verð, tólf tölublöð kosta 11.910 krónur, munurinn á ársvísu er því um 9.500 krónur. Þessi verðmunur væri ef til vill skiljanlegur og ásættanlegur ef maður fengi blaðið mun fyrr í íslenskum bókabúðum en með póstinum. Niðurstaðan var hins vegar þveröfug, blaðið kemur alltaf einni til tveimur vikum fyrr í pósti (á 200 krónur stykkið) en það barst í verslanir (á 990 krónur stykkið). Því gat ekki annað en vaknað spurningin: Er verið að okra á okkur? Verðið í þessu tilfelli er hærra og þjónustan verri. Þetta endurspeglast líka í tveimur úttektum Morgunblaðsins þar sem mælt hefur verið með áskrift sem hagkvæmari kosti en að kaupa erlend tímarit úti í búð, þar kemur þó ekki fram hvort tekið er tillit til þess hvenær tölublöðin berast. Tímaritið sem undirritaður pantaði er frá Conde Nast sem gefur út fjölda tímarita sem fást hér og því óhætt að ætla að í mörgum tilfellum sé hægt að spara verulegar fjárhæðir og fá blöðin fyrr en ella með því að panta þau í áskrift frekar en að kaupa stök blöð í bókabúðum. Þetta er þó væntanlega ekki algilt því fyrir fáeinum árum voru þau blöð og tímarit sem undirritaður pantaði frá öðrum útgefendum í Bandaríkjunum vanalega um mánuði lengur að berast með áskrift en í búðir, þau tímarit hefur undirritaður ekki pantað síðan og veit því ekki hvort einhver breyting hafi orðið þar á. Lengi hefur legið fyrir að flutningskostnaður hækkar vöruverð verulega. Það er skiljanlegt. Hins vegar vekur þessi verðmunur upp spurninguna um hvort hér sé hækkun í hafi eins og Hjörleifur Guttormsson talaði um þegar hann taldi eigendur álversins í Straumsvík svindla á Íslendingum. Vísbendingar eru um að hægt sé að fá tímarit mun ódýrari í íslenskum bókabúðum en nú er. Í það minnsta má spara tugi prósenta á því að kaupa blöð í Griffli eða Office 1 þó úrvalið þar sé minna en þar sem best er, í Bókabúð Máls og Menningar á Laugavegi og Eymundsson á Lækjartorgi. Forsvarsmaður Pennans - blaðadreifingar hefur sagt ástæðuna fyrir verðmuninum annars vegar flutningskostnað og hins vegar kostnað vegna þess að fyrirtækið skuldbindi sig til að vera með mikið úrval í mörgum verslunum. Svo verður að taka tillit til að lága verðið hjá Office 1 og Griffli kann að einhverju leiti að vera auglýsingabrella til að draga viðskiptavini í verslanir sínar. Sé svo á verð væntanlega eftir að hækka hjá þeim, sé þetta hins vegar fyllilega raunsætt verður Penninn - blaðadreifing væntanlega að fara að endurskoða sína stefnu. Spurningin er hins vegar hversu lengi neytendur sætta sig við að greiða svo hátt verð sem raun ber vitni. Brynjólfur Þór Guðmundsson - [email protected]
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar