Hvert er fólk alltaf að ana? 12. júlí 2005 00:01 Útlandaæðið hefur gripið landsmenn enn einu sinni. Ekki fleiri komast út í sólina þetta sumarið því ferðaskrifstofunum hefur tekist að fylla allar flugvélarnar sínar af sólarþyrstum Íslendingum. Fólk þráir ekkert heitar en að komast af landi brott, hvort sem það er til Benidorm, Króatíu eða í borgarferð til Rómar, bókstaflega allir eru að fara út í sumar, eins og síðasta sumar og sumarið þar á undan. En af hverju þarf alltaf að fara útlanda á hverju sumri? Það er eins og engum detti í hug að hægt sé að fara til Íslands í sumarfrí. Jújú, fólk fer nú um landið, en Íslandsferðir virðast oft snúast um að setjast að í tjöldum á tjaldstæðum rétt fyrir utan borgina. Merking þess að ferðast um Ísland er því oftar en ekki tengd áhættunni á blautum svefpokum og einnota útigrillum sem ná varla að hitna nógu mikið til að steikja fjóra hamborgara. Það er því ekkert skrítið að margur eigi betri minninguna úr skraufþurru hótelherbergi lengst suður í löndum. Sumir ættu að prófa að leyfa sér þann munað sem það gerir í útlöndum. Fara með opnum huga og nokkrar krónur í veskinu og kynnast því hvernig það er að vera alvöru ferðamaður á Íslandi. Hér er á mörgu að taka og eitthvað til fyrir alla. Ef maður er fyrir borgarferðir er vel hægt er að fara í eina slíka til Reykjavíkur. Borgin hefur upp á margt að bjóða sem Íslendingar eiga erfitt með að sjá. Með því að fara að hugsa eins og ferðamaður í Reykjavík kemur í ljós að fólk þekkir borgina kannski ekki eins vel og það vill vera láta. Ég er til dæmis viss um að ekki margir státa af því að hafa farið í hvalaskoðunarferð frá Reykjavíkurhöfn. Í borgarferðum fara margir að heimsækja söfn og svoleiðis, en af hverju að ferðast yfir heilt haf til að skoða Centre Pompidou þegar maður hefur aldrei lagt leið sína í Nýló? Á sama hátt er öfugsnúið að maður tími aldrei að fara út að borða í heimabyggð en láti sig ekki muna um að spreða í veitingahús um leið og maður er kominn út fyrir landsteinana. Við Íslendingar þreytumst ekki á því að segja öðrum þjóðum hvað við búum á fallegu landi. En við vitum oft ekki sjálf hvað við búum á fallegu landi. Sumir borgarbúa hafa aldrei komið út á land, nema ef hægt er að kalla "út á land" að keyra Reykjanesbrautina út á Keflavíkurflugvöll. Sömu hugsun er hægt að nota úti á landi og í Reykjavík. Þegar ferðast er í útlöndum munar fæsta um að eyða nokkrum þúsundköllum í að gista á hótelum. Til að eiga sem besta minningar á ferð um Ísland í hvers konar veðri getur meðaljón alveg séð af fimmþúsundkalli í hótelherbergi á sama hátt og hann getur keypt sér hótelherbergi í útlöndum. Fólk leitar langt yfir skammt til að svala forvitni sinni og ferðaþrá þar sem Ísland skartar sínu fegursta og mannlífið í Reykjavík iðar sem aldrei fyrr. Af hverju ekki að prófa að vera ferðamaður í eigin landi og heimsækja það með sama hugarfari og maður heimsækir önnur lönd? Anna Tryggvadóttir - [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Sjá meira
Útlandaæðið hefur gripið landsmenn enn einu sinni. Ekki fleiri komast út í sólina þetta sumarið því ferðaskrifstofunum hefur tekist að fylla allar flugvélarnar sínar af sólarþyrstum Íslendingum. Fólk þráir ekkert heitar en að komast af landi brott, hvort sem það er til Benidorm, Króatíu eða í borgarferð til Rómar, bókstaflega allir eru að fara út í sumar, eins og síðasta sumar og sumarið þar á undan. En af hverju þarf alltaf að fara útlanda á hverju sumri? Það er eins og engum detti í hug að hægt sé að fara til Íslands í sumarfrí. Jújú, fólk fer nú um landið, en Íslandsferðir virðast oft snúast um að setjast að í tjöldum á tjaldstæðum rétt fyrir utan borgina. Merking þess að ferðast um Ísland er því oftar en ekki tengd áhættunni á blautum svefpokum og einnota útigrillum sem ná varla að hitna nógu mikið til að steikja fjóra hamborgara. Það er því ekkert skrítið að margur eigi betri minninguna úr skraufþurru hótelherbergi lengst suður í löndum. Sumir ættu að prófa að leyfa sér þann munað sem það gerir í útlöndum. Fara með opnum huga og nokkrar krónur í veskinu og kynnast því hvernig það er að vera alvöru ferðamaður á Íslandi. Hér er á mörgu að taka og eitthvað til fyrir alla. Ef maður er fyrir borgarferðir er vel hægt er að fara í eina slíka til Reykjavíkur. Borgin hefur upp á margt að bjóða sem Íslendingar eiga erfitt með að sjá. Með því að fara að hugsa eins og ferðamaður í Reykjavík kemur í ljós að fólk þekkir borgina kannski ekki eins vel og það vill vera láta. Ég er til dæmis viss um að ekki margir státa af því að hafa farið í hvalaskoðunarferð frá Reykjavíkurhöfn. Í borgarferðum fara margir að heimsækja söfn og svoleiðis, en af hverju að ferðast yfir heilt haf til að skoða Centre Pompidou þegar maður hefur aldrei lagt leið sína í Nýló? Á sama hátt er öfugsnúið að maður tími aldrei að fara út að borða í heimabyggð en láti sig ekki muna um að spreða í veitingahús um leið og maður er kominn út fyrir landsteinana. Við Íslendingar þreytumst ekki á því að segja öðrum þjóðum hvað við búum á fallegu landi. En við vitum oft ekki sjálf hvað við búum á fallegu landi. Sumir borgarbúa hafa aldrei komið út á land, nema ef hægt er að kalla "út á land" að keyra Reykjanesbrautina út á Keflavíkurflugvöll. Sömu hugsun er hægt að nota úti á landi og í Reykjavík. Þegar ferðast er í útlöndum munar fæsta um að eyða nokkrum þúsundköllum í að gista á hótelum. Til að eiga sem besta minningar á ferð um Ísland í hvers konar veðri getur meðaljón alveg séð af fimmþúsundkalli í hótelherbergi á sama hátt og hann getur keypt sér hótelherbergi í útlöndum. Fólk leitar langt yfir skammt til að svala forvitni sinni og ferðaþrá þar sem Ísland skartar sínu fegursta og mannlífið í Reykjavík iðar sem aldrei fyrr. Af hverju ekki að prófa að vera ferðamaður í eigin landi og heimsækja það með sama hugarfari og maður heimsækir önnur lönd? Anna Tryggvadóttir - [email protected]
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar