Heimkoma – Ísland í dag 14. júlí 2005 00:01 Ég bið forláts á því hvað ég hef verið lélegur að skrifa hérna undanfarna viku. Heimferð frá Grikklandi tók sinn tíma, svo er ég farinn að leysa af í Íslandi í dag á Stöð 2 eins og kannski einhver hefur tekið eftir. Verð þar fram í ágústbyrjun ásamt Brynhildi Ólafsdóttir. --- --- --- Eitt af því sem maður tekur eftir við heimkomuna er hvað umferðin er öðruvísi hér en úti. Hérna finnst manni hún líða hægt áfram, eins og í kvikmynd sem er sýnd hægt, úti gengur hún hratt, með rykkjum og skrykkjum, bílar taka örsnöggt framúr, maður þarf alltaf að vera á verði. Telst varla til fyrirmyndar. Grikkir keyra á litlum bílum, margir hverjir eru gamlir og illa farnir, aðalatriðið er að komast á milli staða. Bílar eru ekki stöðutákn. Á sjö vikum í Grikklandi sá ég varla meira en fimm stóra jeppa. Hér er nýjasta dellan risastórir amerískir pikkuppjeppar – mér skilst að maður þurfi meirapróf til að keyra þessi tæki sem eru framlenging á – já, hverju? --- --- --- Auðvitað skiptir eignarhald á fjölmiðlum máli. Það er ekki þar með sagt að fjölmiðlamennirnir séu óheiðarlegir, en eigendavaldið stjórnar auðvitað fréttamatinu – stundum nánast ómeðvitað. Blaðið hefur verið að birta efni upp úr yfirheyrsluskýrslum yfir Jóni Gerald Schullenberger þar sem segir að Baugsmenn hafi lagt á ráðin um að leggja fimm krónur ofan á hvert Bónusbrauð til að fjármaga snekkjukaup. Ekki er maður beinlínis að lesa um þetta í Fréttablaðinu. --- --- --- Hjarðeðlið í fjölmiðlunum er með eindæmum. Maður er hvumsa vegna hins ofboðslega magns af leikaraslúðri sem nú dynur yfir Íslendinga. Allt í einu kemur hér út ótrúlegur fjöldi rita sem gera aðallega út á frásagnir af fræga fólkinu. Dagblöðin, Moggi, Fréttablað og DV, eru líka undirlögð af þessu. Fer þetta ekki brátt að ná einhverju mettunarstigi? Magnið er óskaplegt, en fer ekki líka að verða eftirspurn eftir gæðum? --- --- --- Við komum heim með fullar töskur af ólívuolíu, fetaosti, hunangi og kryddjurtum. Gríska ólívuolían er sú besta í heimi. Sumt af þessu keyptum við hjá bændum úti í sveit. Heimkominn saknar maður grænmetisins og ferskra ávaxta. Hefur varla lyst á að snerta þessa skorpnu og litlausu ávexti í búðunum hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Ég bið forláts á því hvað ég hef verið lélegur að skrifa hérna undanfarna viku. Heimferð frá Grikklandi tók sinn tíma, svo er ég farinn að leysa af í Íslandi í dag á Stöð 2 eins og kannski einhver hefur tekið eftir. Verð þar fram í ágústbyrjun ásamt Brynhildi Ólafsdóttir. --- --- --- Eitt af því sem maður tekur eftir við heimkomuna er hvað umferðin er öðruvísi hér en úti. Hérna finnst manni hún líða hægt áfram, eins og í kvikmynd sem er sýnd hægt, úti gengur hún hratt, með rykkjum og skrykkjum, bílar taka örsnöggt framúr, maður þarf alltaf að vera á verði. Telst varla til fyrirmyndar. Grikkir keyra á litlum bílum, margir hverjir eru gamlir og illa farnir, aðalatriðið er að komast á milli staða. Bílar eru ekki stöðutákn. Á sjö vikum í Grikklandi sá ég varla meira en fimm stóra jeppa. Hér er nýjasta dellan risastórir amerískir pikkuppjeppar – mér skilst að maður þurfi meirapróf til að keyra þessi tæki sem eru framlenging á – já, hverju? --- --- --- Auðvitað skiptir eignarhald á fjölmiðlum máli. Það er ekki þar með sagt að fjölmiðlamennirnir séu óheiðarlegir, en eigendavaldið stjórnar auðvitað fréttamatinu – stundum nánast ómeðvitað. Blaðið hefur verið að birta efni upp úr yfirheyrsluskýrslum yfir Jóni Gerald Schullenberger þar sem segir að Baugsmenn hafi lagt á ráðin um að leggja fimm krónur ofan á hvert Bónusbrauð til að fjármaga snekkjukaup. Ekki er maður beinlínis að lesa um þetta í Fréttablaðinu. --- --- --- Hjarðeðlið í fjölmiðlunum er með eindæmum. Maður er hvumsa vegna hins ofboðslega magns af leikaraslúðri sem nú dynur yfir Íslendinga. Allt í einu kemur hér út ótrúlegur fjöldi rita sem gera aðallega út á frásagnir af fræga fólkinu. Dagblöðin, Moggi, Fréttablað og DV, eru líka undirlögð af þessu. Fer þetta ekki brátt að ná einhverju mettunarstigi? Magnið er óskaplegt, en fer ekki líka að verða eftirspurn eftir gæðum? --- --- --- Við komum heim með fullar töskur af ólívuolíu, fetaosti, hunangi og kryddjurtum. Gríska ólívuolían er sú besta í heimi. Sumt af þessu keyptum við hjá bændum úti í sveit. Heimkominn saknar maður grænmetisins og ferskra ávaxta. Hefur varla lyst á að snerta þessa skorpnu og litlausu ávexti í búðunum hér.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun