Vilja framsal Husmain frá Ítalíu 2. ágúst 2005 00:01 Ekkert lát er á aðgerðum lögreglunnar í London í kjölfar misheppnaðra árása á borgina fyrir tólf dögum. Tveir menn í viðbót voru handteknir í gærkvöldi. Mennirnir voru handteknir í áhlaupi lögreglunnar á þrjár íbúðir í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi. Aðgerðir lögreglu- og öryggissveita undanfarnar vikur eru þær viðamestu í Bretlandi síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Fleiri en þrjátíu hafa verið handteknir bara vegna seinni árásarhrinunnar á London og yfirheyrslur standa nú yfir tuttugu þeirra. Flest bendir til að Osman Hussain, einn árásarmannanna fjögurra, sem handtekinn var á Ítalíu, hafi komist með lest frá London eftir árásirnar. Það þykir hið mesta hneyksli og stjórnvöld í Bretlandi íhuga að herða reglur um vegabréfaeftirlit við lestarstöðvar hið snarasta. Hússein hefur verið ákærður samkvæmt ítölskum hryðjuverkalögum, en þau gera lögregluyfirvöldum þar kleyft að yfirheyra hann í allt að níu mánuði. Bresk stjórnvöld hafa farið þess á leit að yfirheyrslurnar taki snöggt af og Hússein verði framseldur til Bretlands sem allra fyrst. Skipaður lögfræðingur Hússains segir hins vegar ítölsk lögregluyfirvöld ekki á því að sleppa honum strax, enda segist þau hafa undir höndum gögn sem réttlæti það að halda eigi Hússein á Ítalíu um sinn. Hazel Blears, innanríkisráðherra Bretlands, ætlar á næstu dögum að funda með leiðtogum múslima um allt Bretland, og reyna að finna með þeim leiðir til að sameina ólíka menningarheima í Bretlandi. Hún segir ekki rétt að lögregla beini aðgerðum sínum sérstaklega að múslimum, þó að árásarmennirnir í London hafi allir verið múslimar. Það rökstyðji ekki að leitað sé á fólki eingöngu vegna þjóðernis eða trúarbragða. Í morgun opnaði Lestarlínan milli Hammersmith og City á nýjan leik, nærri mánuði eftir fyrri árásarhrinuna á London. Enn er ekki búið að opna fyrir allar leiðir í neðanjarðar lestakerfinu á ný, en talsmaður samgönguyfirvalda í London segir að vonast sé til að undir lok vikunnar verði búið að opna allar leiðir aftur. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Ekkert lát er á aðgerðum lögreglunnar í London í kjölfar misheppnaðra árása á borgina fyrir tólf dögum. Tveir menn í viðbót voru handteknir í gærkvöldi. Mennirnir voru handteknir í áhlaupi lögreglunnar á þrjár íbúðir í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi. Aðgerðir lögreglu- og öryggissveita undanfarnar vikur eru þær viðamestu í Bretlandi síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Fleiri en þrjátíu hafa verið handteknir bara vegna seinni árásarhrinunnar á London og yfirheyrslur standa nú yfir tuttugu þeirra. Flest bendir til að Osman Hussain, einn árásarmannanna fjögurra, sem handtekinn var á Ítalíu, hafi komist með lest frá London eftir árásirnar. Það þykir hið mesta hneyksli og stjórnvöld í Bretlandi íhuga að herða reglur um vegabréfaeftirlit við lestarstöðvar hið snarasta. Hússein hefur verið ákærður samkvæmt ítölskum hryðjuverkalögum, en þau gera lögregluyfirvöldum þar kleyft að yfirheyra hann í allt að níu mánuði. Bresk stjórnvöld hafa farið þess á leit að yfirheyrslurnar taki snöggt af og Hússein verði framseldur til Bretlands sem allra fyrst. Skipaður lögfræðingur Hússains segir hins vegar ítölsk lögregluyfirvöld ekki á því að sleppa honum strax, enda segist þau hafa undir höndum gögn sem réttlæti það að halda eigi Hússein á Ítalíu um sinn. Hazel Blears, innanríkisráðherra Bretlands, ætlar á næstu dögum að funda með leiðtogum múslima um allt Bretland, og reyna að finna með þeim leiðir til að sameina ólíka menningarheima í Bretlandi. Hún segir ekki rétt að lögregla beini aðgerðum sínum sérstaklega að múslimum, þó að árásarmennirnir í London hafi allir verið múslimar. Það rökstyðji ekki að leitað sé á fólki eingöngu vegna þjóðernis eða trúarbragða. Í morgun opnaði Lestarlínan milli Hammersmith og City á nýjan leik, nærri mánuði eftir fyrri árásarhrinuna á London. Enn er ekki búið að opna fyrir allar leiðir í neðanjarðar lestakerfinu á ný, en talsmaður samgönguyfirvalda í London segir að vonast sé til að undir lok vikunnar verði búið að opna allar leiðir aftur.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira