Hugrekki Vinstri grænna 17. ágúst 2005 00:01 Ákvörðun Vinstri hreyfingarinnar, græns framboðs, að bjóða fram undir eigin merkjum í næstu borgarstjórnarkosningum og slíta þar með samstarfinu um Reykjavíkurlistann lýsir pólitísku hugrekki. Athyglisvert hefur verið að fylgjast með því hvernig unga hugsjónarfólkið í flokknum, sem mestu réð um þetta, blés á það viðhorf ráðhúsklíkunnar í eigin röðum að halda þyrfti R-listanum saman til þess að koma í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn kæmist til valda á ný. Stjórnmál eiga að snúast um málefni og hugsjónir, sagði þetta unga fólk. Þau eiga ekki að snúast um bitlinga, embætti og stöður eða völd valdanna vegna. Ákvörðun Vinstri grænna skapar flokknum bæði tækifæri og vandkvæði. Flokksmenn munu á næstunni sitja undir hörðum ádeilum og margvíslegum þrýstingi frá fyrrum samherjum. Reynt verður að reka fleyg í flokkinn og ala á óánægju innan hans. Í augnablikinu virðist vera að skapast stemning fyrir því að Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn, Frjálslyndir og óháðir haldi til streitu framboði í nafni R-listans og muni hvetja til liðshlaups úr herbúðum Vinstri grænna yfir í þá fylkingu. Þá mun reyna mjög á innviði Vinstri grænna. Þar á bæ hafa margir reynst veikir fyrir töðunni í hlöðu ráðhússins. Ekki er samt víst að það takist að halda R-listanum saman. Innan Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins eru fjölmargir efasemdarmenn um framboðið, markmið þess og árangur. Þar er líka hópur hugsjónafólks sem vill sýna nafn sitt og númer í kosningum og setja málefnin í öndvegi. Það er orðið þreytt á smákóngunum sem hertekið hafa ráðhúsið og hafa gleymt umbjóðendum sínum. Sviðsljósið gefur Vinstri grænum kost á að kynna betur en nokkru sinni fyrr hugmyndir sínar og hugsjónir um rekstur borgarinnar og það samfélag sem flokkurinn vill skapa. Ástæða er til þess að hvetja flokkinn að sýna framtakssemi og djörfung á því sviði. Fram að þessu hefur ekki verið nægilega skýrt fyrir hvað Vinstri grænir standa í borgarmálum. Áherslur þeirra hafa fallið í skuggann af valdstreitu og málamiðlunum í Reykjavíkurlistanum. Vel má vera að borgarbúum muni ekki þykja áherslur Vinstri grænna fýsilegar. Engin trygging er fyrir því að þeir uppskeri eins og þeir vænta. En þannig er lýðræðið. Þannig eru leikreglurnar. Klofningurinn í Reykjavíkurlistanum styrkir án efa Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn eygir nú loks möguleika á að fá að hafa áhrif á málefni borgarinnar eftir tólf ára útlegð. Auðvitað er það óeðlilegt og ólýðræðislegt að fulltrúum nærri helmings allra kjósenda í höfuðborginni hafi verið haldið frá öllum áhrifum og völdum svo lengi. Kosturinn við framboð margra flokka er að það verður hreyfiafl fleiri og frjórri hugmynda en þegar stórar fylkingar takast á. Möguleg stjórnarmynstur verða líka fleiri. Það skapar stöðu sem snjallir og hugmyndaríkir stjórnmálamenn geta spilað úr borgarsamfélaginu til framdráttar. Kannski er tími hugmyndastjórnmálanna að renna upp í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun
Ákvörðun Vinstri hreyfingarinnar, græns framboðs, að bjóða fram undir eigin merkjum í næstu borgarstjórnarkosningum og slíta þar með samstarfinu um Reykjavíkurlistann lýsir pólitísku hugrekki. Athyglisvert hefur verið að fylgjast með því hvernig unga hugsjónarfólkið í flokknum, sem mestu réð um þetta, blés á það viðhorf ráðhúsklíkunnar í eigin röðum að halda þyrfti R-listanum saman til þess að koma í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn kæmist til valda á ný. Stjórnmál eiga að snúast um málefni og hugsjónir, sagði þetta unga fólk. Þau eiga ekki að snúast um bitlinga, embætti og stöður eða völd valdanna vegna. Ákvörðun Vinstri grænna skapar flokknum bæði tækifæri og vandkvæði. Flokksmenn munu á næstunni sitja undir hörðum ádeilum og margvíslegum þrýstingi frá fyrrum samherjum. Reynt verður að reka fleyg í flokkinn og ala á óánægju innan hans. Í augnablikinu virðist vera að skapast stemning fyrir því að Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn, Frjálslyndir og óháðir haldi til streitu framboði í nafni R-listans og muni hvetja til liðshlaups úr herbúðum Vinstri grænna yfir í þá fylkingu. Þá mun reyna mjög á innviði Vinstri grænna. Þar á bæ hafa margir reynst veikir fyrir töðunni í hlöðu ráðhússins. Ekki er samt víst að það takist að halda R-listanum saman. Innan Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins eru fjölmargir efasemdarmenn um framboðið, markmið þess og árangur. Þar er líka hópur hugsjónafólks sem vill sýna nafn sitt og númer í kosningum og setja málefnin í öndvegi. Það er orðið þreytt á smákóngunum sem hertekið hafa ráðhúsið og hafa gleymt umbjóðendum sínum. Sviðsljósið gefur Vinstri grænum kost á að kynna betur en nokkru sinni fyrr hugmyndir sínar og hugsjónir um rekstur borgarinnar og það samfélag sem flokkurinn vill skapa. Ástæða er til þess að hvetja flokkinn að sýna framtakssemi og djörfung á því sviði. Fram að þessu hefur ekki verið nægilega skýrt fyrir hvað Vinstri grænir standa í borgarmálum. Áherslur þeirra hafa fallið í skuggann af valdstreitu og málamiðlunum í Reykjavíkurlistanum. Vel má vera að borgarbúum muni ekki þykja áherslur Vinstri grænna fýsilegar. Engin trygging er fyrir því að þeir uppskeri eins og þeir vænta. En þannig er lýðræðið. Þannig eru leikreglurnar. Klofningurinn í Reykjavíkurlistanum styrkir án efa Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn eygir nú loks möguleika á að fá að hafa áhrif á málefni borgarinnar eftir tólf ára útlegð. Auðvitað er það óeðlilegt og ólýðræðislegt að fulltrúum nærri helmings allra kjósenda í höfuðborginni hafi verið haldið frá öllum áhrifum og völdum svo lengi. Kosturinn við framboð margra flokka er að það verður hreyfiafl fleiri og frjórri hugmynda en þegar stórar fylkingar takast á. Möguleg stjórnarmynstur verða líka fleiri. Það skapar stöðu sem snjallir og hugmyndaríkir stjórnmálamenn geta spilað úr borgarsamfélaginu til framdráttar. Kannski er tími hugmyndastjórnmálanna að renna upp í Reykjavík.