Tuttugu nauðganir kærðar 26. ágúst 2005 00:01 Tuttugu kærur vegna nauðgunar hafa borist til lögreglunnar í Reykjavík það sem af er þessu ári, að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns. Rannsókn fimm þessara mála er lokið hjá lögreglu og þau farin til saksóknara. Fimmtán eru enn til rannsóknar. Fjöldi slíkra kæra undanfarin ár hefur verið á bilinu 20 - 40. "Af þessum tuttugu kærum eru tvær sem við tókum við utan af landi," segir Hörður. "Að minnsta kosti í tveimur tilvikum er ekki vitað um geranda. Í þeim málum kæra stúlkur nauðgun inni á veitingastað og það er engin lýsing á því hver gerandinn er. Í flestum hinna málanna er gerandinn þekktur. Áður fyrr áttu svona atvik sér yfirleitt stað í heimahúsum eða annars staðar þar sem fólk var saman komið. En á undanförnum árum hafa alltaf komið nokkur mál þar sem nauðgun er sögð hafa átt sér stað inni á salernum á veitingastað." Hann segir allan gang á því hvernig þessi mál fari af stað. Sá sem verði fyrir nauðgun geti leitað til neyðarmóttöku vegna nauðgunarmála í Fossvogi og fengið aðstoð þar. Þaðan sé svo haft samband við lögreglu. Þá geti viðkomandi hringt beint í lögregluna. Fyrstu viðbrögð hennar séu að koma manneskjunni í neyðarmóttökuna, eftir að hafa tekið niður upplýsingar í því skyni að tryggja sönnunargögn og að viðkomandi fái þá aðstoð sem í boði sé. "Svo eru hin dæmin, þar sem tilkynnt er um nauðgun nokkru eftir að hún hefur átt sér stað," segir Hörður. "Þá er hugsanlegt að viðkomandi hafi farið á neyðarmóttökuna á sínum tíma. Reglan er nokkurn veginn sú, að ekki er kallað í lögreglu nema að viðkomandi ætli að kæra." Eyrún Jónsdóttir umsjónarhjúkrunarfræðingur neyðarmóttöku Landspítala-háskólasjúkrahúss í Fossvogi segir að þangað hafi komið 81 kynferðisbrotamál það sem af sé árinu. 34 þeirra hafi verið kærð til lögreglu, auk þess sem lögregla hafi haft afskipti af þremur sem ekki hafi enn verið kærð. FJÖLDI KÆRA TIL LÖGREGLU VEGNA NAUÐGANA 2004 - 24 2003 - 33 2002- 41 2001 - 30 2000 - 22 1999 - 30 SKIPTING FJÖLDA KÆRA MILLI MÁNAÐA 2005 Janúar 3 febrúar 3 mars 2 apríl 4 maí 2 júní 3 júlí 0 ágúst 3 Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Tuttugu kærur vegna nauðgunar hafa borist til lögreglunnar í Reykjavík það sem af er þessu ári, að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns. Rannsókn fimm þessara mála er lokið hjá lögreglu og þau farin til saksóknara. Fimmtán eru enn til rannsóknar. Fjöldi slíkra kæra undanfarin ár hefur verið á bilinu 20 - 40. "Af þessum tuttugu kærum eru tvær sem við tókum við utan af landi," segir Hörður. "Að minnsta kosti í tveimur tilvikum er ekki vitað um geranda. Í þeim málum kæra stúlkur nauðgun inni á veitingastað og það er engin lýsing á því hver gerandinn er. Í flestum hinna málanna er gerandinn þekktur. Áður fyrr áttu svona atvik sér yfirleitt stað í heimahúsum eða annars staðar þar sem fólk var saman komið. En á undanförnum árum hafa alltaf komið nokkur mál þar sem nauðgun er sögð hafa átt sér stað inni á salernum á veitingastað." Hann segir allan gang á því hvernig þessi mál fari af stað. Sá sem verði fyrir nauðgun geti leitað til neyðarmóttöku vegna nauðgunarmála í Fossvogi og fengið aðstoð þar. Þaðan sé svo haft samband við lögreglu. Þá geti viðkomandi hringt beint í lögregluna. Fyrstu viðbrögð hennar séu að koma manneskjunni í neyðarmóttökuna, eftir að hafa tekið niður upplýsingar í því skyni að tryggja sönnunargögn og að viðkomandi fái þá aðstoð sem í boði sé. "Svo eru hin dæmin, þar sem tilkynnt er um nauðgun nokkru eftir að hún hefur átt sér stað," segir Hörður. "Þá er hugsanlegt að viðkomandi hafi farið á neyðarmóttökuna á sínum tíma. Reglan er nokkurn veginn sú, að ekki er kallað í lögreglu nema að viðkomandi ætli að kæra." Eyrún Jónsdóttir umsjónarhjúkrunarfræðingur neyðarmóttöku Landspítala-háskólasjúkrahúss í Fossvogi segir að þangað hafi komið 81 kynferðisbrotamál það sem af sé árinu. 34 þeirra hafi verið kærð til lögreglu, auk þess sem lögregla hafi haft afskipti af þremur sem ekki hafi enn verið kærð. FJÖLDI KÆRA TIL LÖGREGLU VEGNA NAUÐGANA 2004 - 24 2003 - 33 2002- 41 2001 - 30 2000 - 22 1999 - 30 SKIPTING FJÖLDA KÆRA MILLI MÁNAÐA 2005 Janúar 3 febrúar 3 mars 2 apríl 4 maí 2 júní 3 júlí 0 ágúst 3
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira