Ekki var gert ráð fyrir því fólki 12. september 2005 00:01 Sagt er að Bandaríkjaforseti eigi við ímyndarvanda að stríða í kjölfar fellibylsins sem grandaði New Orleans, en þó verður að segjast að hann má furðu vel við una að um það bil fjörutíu prósent samlanda hans skuli segjast ánægðir með frammistöðu hans, eftir það sem undan er gengið. Þegar fellibylurinn skall á var leiðtoginn í fríi þrátt fyrir yfirvofandi vá. Fyrsta daginn hafði hann ekkert að segja. Síðan gaf hann út þá yfirlýsingu að enginn hefði getað séð þetta fyrir. Hvert atriði af þessum þremur ætti að nægja til að rýja hann trausti. Þegar beðið var um lyf í kjölfar fellibylsins fengu hjálparstarfsmenn í New Orleans send lyf gegn miltisbrandi. Þegar þeir spurðu furðu lostnir hverju þetta sætti var svarið að lyfið hefði verið efst á lista almannavarna yfir lyf í kjölfar hörmunga. Þegar stormurinn var í aðsigi sendi FEMA, bandarísku almannavarnirnar, aðeins 7 af 28 leitar- og hjálparsveitum sínum á vettvang. í borginni voru 100.000 manns sem áttu engan bíl. Ekki hafði verið gert ráð fyrir rútum handa því fólki. Og ekki hafði verið gert ráð fyrir vistum handa því fólki. Ekki hafði verið gert ráð fyrir húsaskjóli handa því fólki. Með öðrum orðum: ekki hafði verið gert ráð fyrir því fólki. Og þarna mátti það dúsa innilokað fyrstu dagana eftir fellibylinn, matur og aðrar vistir bárust seint og illa og glæpamenn óðu uppi allt í kring því að enginn var til að halda uppi lögum og reglu. Þetta eru aðeins nokkur dæmi af ótal mörgum sem mátti lesa um í erlendum blöðum af frammistöðu yfirvalda og segir sína sögu um algjört andvaraleysi í kjölfar þess að almannavarnir voru innlimaðar í ráðuneyti öryggismála sem stofnað var eftir 11. september og yfir þær settur vildarmaður Bush sem áður hafði starfað að ræktun arabískra gæðinga og þaðan flæmdir starfsmenn með sérþekkingu á almannavörnum en kosningasmalar og aðrir gæðingar hlömmuðu sér niður í störf þeirra. Engu er líkara en að yfirvöldin hafi á einhvern hátt verið búin að þurrka út úr meðvitundinni alla vitneskju um alltumlykjandi náttúruna, lögmál hennar og hætturnar sem fylgja því þegar þeim lögmálum er þráfaldlega storkað, til dæmis með stöðugum útblæstri lofttegunda sem valda gróðurhúsaáhrifum, sem Bandaríkjaforseti gerir ýmist að draga í efa eða fallast á með semingi að kunni ef til vill að vera einhver. Ekki er vitað hverju það hefði breytt ef framlög í endurnýjun varnargarða hefðu ekki verið skorin niður til að standa straum af stríðinu í Írak. Hitt blasir aftur á móti við að það kom mjög niður á öllu hjálparstarfi að yfir 3000 manns úr þjóðvarðliðinu í Louisiana-fylki skyldu vera staddir í Írak þegar fellibylurinn skall á. Skelfilegast var skeytingarleysið gagnvart því fólki sem hafði orðið innlyksa í borginni þegar ósköpin dundu yfir – bíllausa og allslausa fólkinu sem gleymst hafði að gera ráð fyrir. Þótt ólíku sé saman að jafna um umfang og afleiðingar þá hljóta að rifjast upp fyrir Íslendingi hamfarir undangenginna ára: gos í Eyjum og snjóflóð fyrir vestan. Það sem einkenndi viðbrögð við öllum þessum hörmungum var samkennd landsmanna allra og löngun til að taka þátt í uppbyggingu og hjálp: Fólk streymdi hvaðanæva á vettvang og bauð fram liðsinni. Hvað sem líður orðagjálfri um ættjarðarást og þrálátum fánahyllingum virðist sitthvað skorta á þessháttar samkennd meðal Bandaríkjamanna – eða öllu heldur að hún nái til allra. Yfirvöldum mistókst að virkja slíkar kenndir nú, sennilega vegna þess hversu þessum kenndum hefur verið rækilega sóað að undanförnu í misráðnum hernaði í fjarlægum álfum. Loks hefur heimsbyggðin öll orðið fyrir menningarsögulegu stórtjóni. New Orleans er ein af menningar-höfuðborgum Bandaríkjanna og jafnast þar á við bæði New York og Los Angeles: Þetta er vagga djasstónlistarinnar, sem kann að hafa verið mikilverðasta framlag Bandaríkjanna til heimsmenningarinnar á 20. öld. Þótt samgangur svonefndra kynþátta hafi verið mjög takmarkaður í byrjun 20. aldarinnar þá var hann nægilegur til að þessi tónlist og menningin henni samfara varð til við samslátt menningar svonefndra kreóla þar sem frönsk viðhorf voru ráðandi, og fólks af afrískum uppruna, afkomenda þræla. Og frá New Orleans kom Louis Armstrong, jöfurinn sem átti ríkastan þátt í því að gera djassinn að list einleikarans. Þarna fóru því undir vatn geysilega merkar menningarsöguminjar á heimsvísu. Hins vegar eru bréf nú sögð hafa hækkað mjög í Halliburton. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Sagt er að Bandaríkjaforseti eigi við ímyndarvanda að stríða í kjölfar fellibylsins sem grandaði New Orleans, en þó verður að segjast að hann má furðu vel við una að um það bil fjörutíu prósent samlanda hans skuli segjast ánægðir með frammistöðu hans, eftir það sem undan er gengið. Þegar fellibylurinn skall á var leiðtoginn í fríi þrátt fyrir yfirvofandi vá. Fyrsta daginn hafði hann ekkert að segja. Síðan gaf hann út þá yfirlýsingu að enginn hefði getað séð þetta fyrir. Hvert atriði af þessum þremur ætti að nægja til að rýja hann trausti. Þegar beðið var um lyf í kjölfar fellibylsins fengu hjálparstarfsmenn í New Orleans send lyf gegn miltisbrandi. Þegar þeir spurðu furðu lostnir hverju þetta sætti var svarið að lyfið hefði verið efst á lista almannavarna yfir lyf í kjölfar hörmunga. Þegar stormurinn var í aðsigi sendi FEMA, bandarísku almannavarnirnar, aðeins 7 af 28 leitar- og hjálparsveitum sínum á vettvang. í borginni voru 100.000 manns sem áttu engan bíl. Ekki hafði verið gert ráð fyrir rútum handa því fólki. Og ekki hafði verið gert ráð fyrir vistum handa því fólki. Ekki hafði verið gert ráð fyrir húsaskjóli handa því fólki. Með öðrum orðum: ekki hafði verið gert ráð fyrir því fólki. Og þarna mátti það dúsa innilokað fyrstu dagana eftir fellibylinn, matur og aðrar vistir bárust seint og illa og glæpamenn óðu uppi allt í kring því að enginn var til að halda uppi lögum og reglu. Þetta eru aðeins nokkur dæmi af ótal mörgum sem mátti lesa um í erlendum blöðum af frammistöðu yfirvalda og segir sína sögu um algjört andvaraleysi í kjölfar þess að almannavarnir voru innlimaðar í ráðuneyti öryggismála sem stofnað var eftir 11. september og yfir þær settur vildarmaður Bush sem áður hafði starfað að ræktun arabískra gæðinga og þaðan flæmdir starfsmenn með sérþekkingu á almannavörnum en kosningasmalar og aðrir gæðingar hlömmuðu sér niður í störf þeirra. Engu er líkara en að yfirvöldin hafi á einhvern hátt verið búin að þurrka út úr meðvitundinni alla vitneskju um alltumlykjandi náttúruna, lögmál hennar og hætturnar sem fylgja því þegar þeim lögmálum er þráfaldlega storkað, til dæmis með stöðugum útblæstri lofttegunda sem valda gróðurhúsaáhrifum, sem Bandaríkjaforseti gerir ýmist að draga í efa eða fallast á með semingi að kunni ef til vill að vera einhver. Ekki er vitað hverju það hefði breytt ef framlög í endurnýjun varnargarða hefðu ekki verið skorin niður til að standa straum af stríðinu í Írak. Hitt blasir aftur á móti við að það kom mjög niður á öllu hjálparstarfi að yfir 3000 manns úr þjóðvarðliðinu í Louisiana-fylki skyldu vera staddir í Írak þegar fellibylurinn skall á. Skelfilegast var skeytingarleysið gagnvart því fólki sem hafði orðið innlyksa í borginni þegar ósköpin dundu yfir – bíllausa og allslausa fólkinu sem gleymst hafði að gera ráð fyrir. Þótt ólíku sé saman að jafna um umfang og afleiðingar þá hljóta að rifjast upp fyrir Íslendingi hamfarir undangenginna ára: gos í Eyjum og snjóflóð fyrir vestan. Það sem einkenndi viðbrögð við öllum þessum hörmungum var samkennd landsmanna allra og löngun til að taka þátt í uppbyggingu og hjálp: Fólk streymdi hvaðanæva á vettvang og bauð fram liðsinni. Hvað sem líður orðagjálfri um ættjarðarást og þrálátum fánahyllingum virðist sitthvað skorta á þessháttar samkennd meðal Bandaríkjamanna – eða öllu heldur að hún nái til allra. Yfirvöldum mistókst að virkja slíkar kenndir nú, sennilega vegna þess hversu þessum kenndum hefur verið rækilega sóað að undanförnu í misráðnum hernaði í fjarlægum álfum. Loks hefur heimsbyggðin öll orðið fyrir menningarsögulegu stórtjóni. New Orleans er ein af menningar-höfuðborgum Bandaríkjanna og jafnast þar á við bæði New York og Los Angeles: Þetta er vagga djasstónlistarinnar, sem kann að hafa verið mikilverðasta framlag Bandaríkjanna til heimsmenningarinnar á 20. öld. Þótt samgangur svonefndra kynþátta hafi verið mjög takmarkaður í byrjun 20. aldarinnar þá var hann nægilegur til að þessi tónlist og menningin henni samfara varð til við samslátt menningar svonefndra kreóla þar sem frönsk viðhorf voru ráðandi, og fólks af afrískum uppruna, afkomenda þræla. Og frá New Orleans kom Louis Armstrong, jöfurinn sem átti ríkastan þátt í því að gera djassinn að list einleikarans. Þarna fóru því undir vatn geysilega merkar menningarsöguminjar á heimsvísu. Hins vegar eru bréf nú sögð hafa hækkað mjög í Halliburton.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun