Kvikmyndasumarið gert upp 17. október 2005 23:42 Sumarið er búið. Stóru myndirnar að baki og nú kveðja kvikmyndaverin sprengingar og ofurhetjur. Við taka "vandaðar" myndir sem eiga að keppa til Óskarsverðlauna. Ef til vill ratar einhver tilnefning á sumarmynd. Johnny Depp var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn sem Jack Sparrow. Gæti reyndar endurtekið leikinn en hann fer mikinn sem Willy Wonka í Charlie and the Chocolate Factory. Leikur og handrit skipta minna máli hjá hinum svokölluðu sumarsmellum. Það er hversu mikið þær hala inn sem öllu máli skiptir. Ef vel tekst til fáum við að sjá framhald á framhald ofan. Ef ekkert gengur verða einhverjir hengdir. Það sem vekur athygli á lista tímaritsins Hollywood Reporter er að yfirburðir Star Wars eru gríðarlegir eftir sumarið. Hún þénar næstum því fimmtíu milljónum dollara meira en War of the Worlds eftir Spielberg. Heimsendamyndin hefur síðan tæplega þrjátíu milljóna dollar forskot á Batman Begins. Listi Hollywood Reporter er tekinn saman frá Memorial Day sem er 30. maí til Labour Day sem er 5.september en flest kvikmyndaver taka saman sína lista frá byrjun maí. Hvað má svo ráða í þennan lista? Sú niðurstaða sem ég dreg er að eina myndin sem hafi verið beðið með einhverri alvöru eftirvæntingu er lokakafli Star Wars. Aðrar myndir hafi síðan skipt aðsókninni jafnt á milli sín. Það hefði í raun verið óeðlilegt ef Spielberg og Cruise hefðu ekki trekkt jafn mikið að og raun bar vitni. Þeir eiga ekki að geta klikkað. Kvikmyndin Wedding Crashers verður tvímælalaust að teljast einn af sigurvegurum ársins. Þrátt fyrir að hafa verið bönnuð börnum yngri en tólf ára hreppti hún engu að síður fimmta sætið, halaði inn í miðasölu tæplega tvö hundruð milljón dollara. Þær myndir sem taldar eru hafa "floppað" eru Kingdom of Heaven, Stelth og The Island. Aðrar myndir standast í raun þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Ekki var hægt að reikna með að Sin City kæmist inn á þennan lista þar sem mun færri áhorfendur komast inn á hana þar aldurstakmarkið inn á hana er mun hærra en á aðrar myndir. Ef þetta ár er hins vegar borið saman við árið í fyrra má sjá að að sigurmyndin frá því í fyrra tók inn mun meira en sigurmyndin í ár. Önnur myndin um græna skrímslið Skrekk tók inn 436 milljónir dala á meðan Stjörnustríðið halaði "einungis" inn 379 milljónir dollara. Það vekur ennfremur athygli að Star Wars myndin er eina myndin sem nær 300 milljóna dollara markinu en í fyrra náðu tvær myndir því marki. Aðeins níu myndir ná hundrað milljóna króna markinu en til samanburðar náðu ellefu því marki í fyrra og fimmtán metárið 2003. Hvað varðar sjálfstæða kvikmyndagerð báru kvikmyndir Paul Haggis, Crash, og mörgæsamyndin March of the Penguins, höfuð og herða yfir aðrar "minni" myndir í sumar. Þá vekur það einnig athygli að engin kvikmynd í sumar sló nein opnunarmet og komust ekki í hálfkvisti við stærstu opnanir ársins í fyrra. Freyr Gígja Gunnarsson -[email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Í brennidepli Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Sumarið er búið. Stóru myndirnar að baki og nú kveðja kvikmyndaverin sprengingar og ofurhetjur. Við taka "vandaðar" myndir sem eiga að keppa til Óskarsverðlauna. Ef til vill ratar einhver tilnefning á sumarmynd. Johnny Depp var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn sem Jack Sparrow. Gæti reyndar endurtekið leikinn en hann fer mikinn sem Willy Wonka í Charlie and the Chocolate Factory. Leikur og handrit skipta minna máli hjá hinum svokölluðu sumarsmellum. Það er hversu mikið þær hala inn sem öllu máli skiptir. Ef vel tekst til fáum við að sjá framhald á framhald ofan. Ef ekkert gengur verða einhverjir hengdir. Það sem vekur athygli á lista tímaritsins Hollywood Reporter er að yfirburðir Star Wars eru gríðarlegir eftir sumarið. Hún þénar næstum því fimmtíu milljónum dollara meira en War of the Worlds eftir Spielberg. Heimsendamyndin hefur síðan tæplega þrjátíu milljóna dollar forskot á Batman Begins. Listi Hollywood Reporter er tekinn saman frá Memorial Day sem er 30. maí til Labour Day sem er 5.september en flest kvikmyndaver taka saman sína lista frá byrjun maí. Hvað má svo ráða í þennan lista? Sú niðurstaða sem ég dreg er að eina myndin sem hafi verið beðið með einhverri alvöru eftirvæntingu er lokakafli Star Wars. Aðrar myndir hafi síðan skipt aðsókninni jafnt á milli sín. Það hefði í raun verið óeðlilegt ef Spielberg og Cruise hefðu ekki trekkt jafn mikið að og raun bar vitni. Þeir eiga ekki að geta klikkað. Kvikmyndin Wedding Crashers verður tvímælalaust að teljast einn af sigurvegurum ársins. Þrátt fyrir að hafa verið bönnuð börnum yngri en tólf ára hreppti hún engu að síður fimmta sætið, halaði inn í miðasölu tæplega tvö hundruð milljón dollara. Þær myndir sem taldar eru hafa "floppað" eru Kingdom of Heaven, Stelth og The Island. Aðrar myndir standast í raun þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Ekki var hægt að reikna með að Sin City kæmist inn á þennan lista þar sem mun færri áhorfendur komast inn á hana þar aldurstakmarkið inn á hana er mun hærra en á aðrar myndir. Ef þetta ár er hins vegar borið saman við árið í fyrra má sjá að að sigurmyndin frá því í fyrra tók inn mun meira en sigurmyndin í ár. Önnur myndin um græna skrímslið Skrekk tók inn 436 milljónir dala á meðan Stjörnustríðið halaði "einungis" inn 379 milljónir dollara. Það vekur ennfremur athygli að Star Wars myndin er eina myndin sem nær 300 milljóna dollara markinu en í fyrra náðu tvær myndir því marki. Aðeins níu myndir ná hundrað milljóna króna markinu en til samanburðar náðu ellefu því marki í fyrra og fimmtán metárið 2003. Hvað varðar sjálfstæða kvikmyndagerð báru kvikmyndir Paul Haggis, Crash, og mörgæsamyndin March of the Penguins, höfuð og herða yfir aðrar "minni" myndir í sumar. Þá vekur það einnig athygli að engin kvikmynd í sumar sló nein opnunarmet og komust ekki í hálfkvisti við stærstu opnanir ársins í fyrra. Freyr Gígja Gunnarsson -[email protected]
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar