Tíminn og efnið 2. október 2005 00:01 Þremenningarnir sem undirbjuggu kæruna á hendur Baugi – Jón Steinar Gunnlaugsson, Kjartan Gunnarsson og Styrmir Gunnarsson – hafa undanfarna daga reynt að skýra sinn hlut í málinu. Í þeim “útskýringum” stendur ekki steinn yfir steini þegar grannt er skoðað. Kjartans þáttur Kjartan Gunnarsson segist hafa átt fund með Styrmi og Jón Steinari “um mánaðamótin júní/júlí” 2002, til að ræða “hæfi og hæfni” Jóns Steinars sem lögmanns Sullenbergers. Þetta stenzt ekki lágmarksskoðun, hvorki fundarefnið né tímasetningin. Við vitum að það er ósatt að þeir hafi þurft að ræða “hæfni” Jóns Steinars sem lögmanns. Styrmir staðfesti það sjálfur. En þurfti að ræða “hæfi” hans? Og hvað merkir það þá? Hvernig gat hann hugsanlega verið vanhæfur? Eini vafinn um “hæfi” í þessu tilviki hlýtur að vakna vegna tengsla Jóns Steinars við Sjálfstæðisflokkinn og forsætisráðherra. En bíðum við – hvernig tengjast forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn kæru einstaklings á hendur fyrrum viðskiptafélögum? Getur Kjartan Gunnarsson útskýrt það? Og ekki hjálpar tímasetningin. Hvers vegna í ósköpunum ættu mennirnir að vera að ræða þetta um mánaðamótin júní/júlí, þegar búið var að bjóða Jón Steinar fram sem lögmann Sullenbergers strax í maí? Og beðið þá þegar með óþreyju eftir því að hann “taki tilboði Jóns Steinars” og “þiggi aðstoð” hans? Getur Kjartan Gunnarsson útskýrt þetta? Og ætlast Kjartan Gunnarsson ennþá til þess að einhver trúi þessum “skýringum”? Styrmis þáttur Helzta skýring Stymis á afskiptum hans og greiðasemi við Sullenberger er sú, að hann og Morgunblaðið hafi alltaf hjálpað lítilmagnanum. Undir þetta tekur stjórnarformaður Árvakurs. Þetta stenzt heldur ekki skoðun, hvorki efni né tímasetningar. Davíð Logi Sigurðsson blaðamaður hefur upplýst hvaða skjöl það voru, sem hann þýddi að beiðni Styrmis. Það voru tvær fréttir úr Morgunblaðinu, önnur um innrásina í Baug í ágúst 2002, hin um afsagnir úr stjórn Baugs í marz 2003. Skoðum þessar tímasetningar. Þetta gerðist ekki á meðan Sullenberger var enn að undirbúa kærur og þurfti á aðstoð að halda, eins og Styrmir sagði. Hálfu ári eftir að Sullenberger kærir er Styrmir ennþá að hjálpa honum (og raunar líka mánuði eftir að hann skrifaði yfirlætisfullan leiðara um “dylgjur” Ingibjargar Sólrúnar um óeðlileg afskipti stjórnmálamanna af einkafyrirtækjum). Þetta er líka hálfu ári eftir að Sullenberger og Baugur semja í einkamálinu, sem færði Sullenberger 120 milljónir, aftur að sögn Styrmis. Var það sá lítilmagni sem þurfti á aðstoð Morgunblaðsins að halda vegna fjárskorts? Ætlast Styrmir Gunnarsson ennþá til þess að einhver trúi þessum “skýringum”? Jóns þáttur Steinars Hæstaréttardómarinn lýsti því yfir að Sullenberger hefði haft samband við hann óforvarendis, eins og hver annar borgari, “sumarið 2002” og Jón Steinar hefði tekið að sér “venjuleg lögmannsstörf” fyrir hann. Enn þvælast bæði efni og tímasetningar fyrir sannleikanum. Í tölvubréfum kemur fram að aðstoð Jóns Steinars hafi verið boðin fram – ekki falazt eftir henni – snemma í maí 2002. Var það gert að honum forspurðum? Hafði hann ekkert heyrt af málinu? Hafði hann ekki samþykkt að taka það sér? Getur Jón Steinar útskýrt þetta? Og ef þetta voru bara “venjuleg lögmannsstörf”, af hverju þurfti hann að funda með framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins um þau? Ef þetta voru bara “venjuleg lögmannsstörf”, af hverju skipti þá máli ófrávíkjanlegur og innmúraður trúnaður Jóns Steinars við “ónefndan”? Hvernig tengdust Sjálfstæðisflokkurinn og Davíð Oddsson þessum “venjulegu lögmannsstörfum”? Ætlast Jón Steinar Gunnlaugsson ennþá til þess að einhver trúi þessum “skýringum”? Karl Th. Birgisson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Sjá meira
Þremenningarnir sem undirbjuggu kæruna á hendur Baugi – Jón Steinar Gunnlaugsson, Kjartan Gunnarsson og Styrmir Gunnarsson – hafa undanfarna daga reynt að skýra sinn hlut í málinu. Í þeim “útskýringum” stendur ekki steinn yfir steini þegar grannt er skoðað. Kjartans þáttur Kjartan Gunnarsson segist hafa átt fund með Styrmi og Jón Steinari “um mánaðamótin júní/júlí” 2002, til að ræða “hæfi og hæfni” Jóns Steinars sem lögmanns Sullenbergers. Þetta stenzt ekki lágmarksskoðun, hvorki fundarefnið né tímasetningin. Við vitum að það er ósatt að þeir hafi þurft að ræða “hæfni” Jóns Steinars sem lögmanns. Styrmir staðfesti það sjálfur. En þurfti að ræða “hæfi” hans? Og hvað merkir það þá? Hvernig gat hann hugsanlega verið vanhæfur? Eini vafinn um “hæfi” í þessu tilviki hlýtur að vakna vegna tengsla Jóns Steinars við Sjálfstæðisflokkinn og forsætisráðherra. En bíðum við – hvernig tengjast forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn kæru einstaklings á hendur fyrrum viðskiptafélögum? Getur Kjartan Gunnarsson útskýrt það? Og ekki hjálpar tímasetningin. Hvers vegna í ósköpunum ættu mennirnir að vera að ræða þetta um mánaðamótin júní/júlí, þegar búið var að bjóða Jón Steinar fram sem lögmann Sullenbergers strax í maí? Og beðið þá þegar með óþreyju eftir því að hann “taki tilboði Jóns Steinars” og “þiggi aðstoð” hans? Getur Kjartan Gunnarsson útskýrt þetta? Og ætlast Kjartan Gunnarsson ennþá til þess að einhver trúi þessum “skýringum”? Styrmis þáttur Helzta skýring Stymis á afskiptum hans og greiðasemi við Sullenberger er sú, að hann og Morgunblaðið hafi alltaf hjálpað lítilmagnanum. Undir þetta tekur stjórnarformaður Árvakurs. Þetta stenzt heldur ekki skoðun, hvorki efni né tímasetningar. Davíð Logi Sigurðsson blaðamaður hefur upplýst hvaða skjöl það voru, sem hann þýddi að beiðni Styrmis. Það voru tvær fréttir úr Morgunblaðinu, önnur um innrásina í Baug í ágúst 2002, hin um afsagnir úr stjórn Baugs í marz 2003. Skoðum þessar tímasetningar. Þetta gerðist ekki á meðan Sullenberger var enn að undirbúa kærur og þurfti á aðstoð að halda, eins og Styrmir sagði. Hálfu ári eftir að Sullenberger kærir er Styrmir ennþá að hjálpa honum (og raunar líka mánuði eftir að hann skrifaði yfirlætisfullan leiðara um “dylgjur” Ingibjargar Sólrúnar um óeðlileg afskipti stjórnmálamanna af einkafyrirtækjum). Þetta er líka hálfu ári eftir að Sullenberger og Baugur semja í einkamálinu, sem færði Sullenberger 120 milljónir, aftur að sögn Styrmis. Var það sá lítilmagni sem þurfti á aðstoð Morgunblaðsins að halda vegna fjárskorts? Ætlast Styrmir Gunnarsson ennþá til þess að einhver trúi þessum “skýringum”? Jóns þáttur Steinars Hæstaréttardómarinn lýsti því yfir að Sullenberger hefði haft samband við hann óforvarendis, eins og hver annar borgari, “sumarið 2002” og Jón Steinar hefði tekið að sér “venjuleg lögmannsstörf” fyrir hann. Enn þvælast bæði efni og tímasetningar fyrir sannleikanum. Í tölvubréfum kemur fram að aðstoð Jóns Steinars hafi verið boðin fram – ekki falazt eftir henni – snemma í maí 2002. Var það gert að honum forspurðum? Hafði hann ekkert heyrt af málinu? Hafði hann ekki samþykkt að taka það sér? Getur Jón Steinar útskýrt þetta? Og ef þetta voru bara “venjuleg lögmannsstörf”, af hverju þurfti hann að funda með framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins um þau? Ef þetta voru bara “venjuleg lögmannsstörf”, af hverju skipti þá máli ófrávíkjanlegur og innmúraður trúnaður Jóns Steinars við “ónefndan”? Hvernig tengdust Sjálfstæðisflokkurinn og Davíð Oddsson þessum “venjulegu lögmannsstörfum”? Ætlast Jón Steinar Gunnlaugsson ennþá til þess að einhver trúi þessum “skýringum”? Karl Th. Birgisson
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun