Dawn of war og Winter assault 7. október 2005 00:01 Þegar Dawn of war skaut upp kollinum seint í fyrra var augljóst að þar var kominn einn besti Rauntímaherkænskuleikur leikur þess árs og var einnig valinn af ýmsum fjölmiðlum sem leikur ársins. Nú er kominn út aukapakki sem nefnist Winter assault og munu báðir leikirnir vera krufnir til mergjar í þessari umsögn. Þegar ég heyrði um Dawn of war fyrst þá runnu á mig tvær grímur, fyrst fyrir þá sök að ekki hefði tekist að gera góðan tölvuleik byggðan á veröld Game´s workshop síðan Space hulk kom út hér á seinustu öld. Einnig var ég efins á þeim forsendum að Dawn of war stæðist væntingar gamalreynds Warhammer spilara á borð við mig. Sem betur fer reyndust kenningar mínar um ágæti Dawn of war rangar og segi ég strax í þessari umsögn að þetta er besti RTS leikur sem ég hef smakkað á síðan Warcraft III kom út um árið. Nú er kominn aukapakki fyrir dawn of war sem nefnist Winter assault sem er beint framhald og kærkomin viðbót. Fyrsti leikurinn gerist fjarri okkar tíma á fertugasta árþúsundi mannkyns. Þúsundir stjörnukerfa undir fánum Keisaraveldis jarðar eru í eilífu stríði í þessum dimma framtíðar trylli gegn hinum ýmsu óvinum. Allt frá hinni grænu ógn orkanna, hinna snjöllu Eldar álfa og stærsta óvini Veldisins hinu djöfullegu Chaos. Í Dawn of war stýrir maður hinum öflugu hermönnum keisaraveldisins The space marines í heilögu stríði gegn hinu illa, á stríðshrjáðri plánetu sem er undir innrás Orka.Ekki er allt með felldu á plánetunni og koma bæði Eldar sem og Chaos herir þar við sögu. Leikurinn sem einmenningaspilun kom skemmtilega á óvart, með hinum ýmsu fléttum og dramatískri söguframvindu sem var bæði spennandi og reyndi á þolrifin. Maður stjórnar karakterum sem kunna ýmis brögð og starfa sem örlagavaldar í sögu leiksins ekki ósvipað þeim karakterum sem komu fyrir í tildæmis Warcraft III. Á milli borða eru senur sem leiða mann lengra inní þessa fínu sögu og færa mann ætíð aðeins nær sannleikanum. Sem Rauntímaherkænskuleikur leikur er þetta það sem hægt væri að kalla seinni kynslóðar herkænskuleikur , ekki þarf að bruna um holt og hæðir að safna járngrýti eða höggva tré, leikframvindan er keyrð áfram á eignar stigum. Til að ná stigunum þarf að hertaka hernaðarlega mikilvæga staði á kortinu til að eiga möguleika á að auka við hermenn og byggingar sem svo er hægt að uppfæra. Eitt það skemmtilegasta við leikinn er hvernig bardagarnir fara fram, þeir eru raunverulegir og afar myndrænir og gefa manni þá tilfinningu að margt sé að gerast hverju sinni knúið miklu afli Menn fljúga tvöfalda hæð sína þegar þeir verða fyrir sprengjum og æðisleg 3D vélin sem keyrir leikinn gerir manni kleift að færa sig afar nálægt til að virða blóðbaðið fyrir sér. Leikirnir taka sjálft Warhammer borðspilið sér til fyrirmyndar á ýmsan hátt, meðal annars með að gera mennina háða skjóli sem er af ýmsri gerð líkt og sprengjugígar. Einnig eru þeir viðkvæmir fyrir miklu mannfalli og skothríð ,geta þeir þá hreinlega einfalda gefist upp sökum mórals og flúið frá. Vopn, hermenn og vélar eru alveg eins og fyrirmyndir sínar úr borðaspilinu og hafa sömu eiginleika og í reglubókunum.´ Nú í seinustu viku kom viðbót við Dawn of war Winter assault. Í þeim pakka bætist við The Imperial guard, sem eru venjulegir menn ólíkt Space marines, hvorki genabreyttir né með hátækni brynjur. Þeir hafa mikið úrval af þungavopnum og skriðdrekum sem bæta vel upp galla þeirra að vera mannlegir eins og við hin. Þeim er einnig kleift að koma sér fyrir í byggingum og geta ferðast milli staða með neðanjarðar göngum. Winter assault eins og nafnið segir gerist að mestu á hrjóstugri, kaldri plánetu og leikur maður þá The Imperial guard og Eldar í fyrri hlutanum og í þeim seinni með Orkana og Chaos. Líkt og fyrirrennarinn þá gengur margt á og mikil saga glæðir þessa leiki miklum sjarma sem er auðvelt að missa útúr sér og ekki vill maður eyðileggja ánægjuna fyrir neinum. Það er að vissu leyti aðdáunarvert að fá að spila leikinn sem fjórir mismunandi herir en ef til vill fyrir suma gerir það reynsluna skrítna því aðrir kunna betur við að spila bara sem einn her. Niðurstaða mín sem aðdáendi warhammer er sú að Dawn of war og Winter assault sé einstaklega vel heppnað RTS ævintýri. Niðurstaða mín er einnig sú að þó ég hefði aldrei kynnst Warhammer heiminum hefði ég samt heillast af þessum herkænsuleik sem er mikið fyrir augað, athyglina og ánægjuna. Vélbúnaður: Pc Framleiðandi leiks: Relic Útgefandi leiks. THQ Baddi Leikjavísir Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Þegar Dawn of war skaut upp kollinum seint í fyrra var augljóst að þar var kominn einn besti Rauntímaherkænskuleikur leikur þess árs og var einnig valinn af ýmsum fjölmiðlum sem leikur ársins. Nú er kominn út aukapakki sem nefnist Winter assault og munu báðir leikirnir vera krufnir til mergjar í þessari umsögn. Þegar ég heyrði um Dawn of war fyrst þá runnu á mig tvær grímur, fyrst fyrir þá sök að ekki hefði tekist að gera góðan tölvuleik byggðan á veröld Game´s workshop síðan Space hulk kom út hér á seinustu öld. Einnig var ég efins á þeim forsendum að Dawn of war stæðist væntingar gamalreynds Warhammer spilara á borð við mig. Sem betur fer reyndust kenningar mínar um ágæti Dawn of war rangar og segi ég strax í þessari umsögn að þetta er besti RTS leikur sem ég hef smakkað á síðan Warcraft III kom út um árið. Nú er kominn aukapakki fyrir dawn of war sem nefnist Winter assault sem er beint framhald og kærkomin viðbót. Fyrsti leikurinn gerist fjarri okkar tíma á fertugasta árþúsundi mannkyns. Þúsundir stjörnukerfa undir fánum Keisaraveldis jarðar eru í eilífu stríði í þessum dimma framtíðar trylli gegn hinum ýmsu óvinum. Allt frá hinni grænu ógn orkanna, hinna snjöllu Eldar álfa og stærsta óvini Veldisins hinu djöfullegu Chaos. Í Dawn of war stýrir maður hinum öflugu hermönnum keisaraveldisins The space marines í heilögu stríði gegn hinu illa, á stríðshrjáðri plánetu sem er undir innrás Orka.Ekki er allt með felldu á plánetunni og koma bæði Eldar sem og Chaos herir þar við sögu. Leikurinn sem einmenningaspilun kom skemmtilega á óvart, með hinum ýmsu fléttum og dramatískri söguframvindu sem var bæði spennandi og reyndi á þolrifin. Maður stjórnar karakterum sem kunna ýmis brögð og starfa sem örlagavaldar í sögu leiksins ekki ósvipað þeim karakterum sem komu fyrir í tildæmis Warcraft III. Á milli borða eru senur sem leiða mann lengra inní þessa fínu sögu og færa mann ætíð aðeins nær sannleikanum. Sem Rauntímaherkænskuleikur leikur er þetta það sem hægt væri að kalla seinni kynslóðar herkænskuleikur , ekki þarf að bruna um holt og hæðir að safna járngrýti eða höggva tré, leikframvindan er keyrð áfram á eignar stigum. Til að ná stigunum þarf að hertaka hernaðarlega mikilvæga staði á kortinu til að eiga möguleika á að auka við hermenn og byggingar sem svo er hægt að uppfæra. Eitt það skemmtilegasta við leikinn er hvernig bardagarnir fara fram, þeir eru raunverulegir og afar myndrænir og gefa manni þá tilfinningu að margt sé að gerast hverju sinni knúið miklu afli Menn fljúga tvöfalda hæð sína þegar þeir verða fyrir sprengjum og æðisleg 3D vélin sem keyrir leikinn gerir manni kleift að færa sig afar nálægt til að virða blóðbaðið fyrir sér. Leikirnir taka sjálft Warhammer borðspilið sér til fyrirmyndar á ýmsan hátt, meðal annars með að gera mennina háða skjóli sem er af ýmsri gerð líkt og sprengjugígar. Einnig eru þeir viðkvæmir fyrir miklu mannfalli og skothríð ,geta þeir þá hreinlega einfalda gefist upp sökum mórals og flúið frá. Vopn, hermenn og vélar eru alveg eins og fyrirmyndir sínar úr borðaspilinu og hafa sömu eiginleika og í reglubókunum.´ Nú í seinustu viku kom viðbót við Dawn of war Winter assault. Í þeim pakka bætist við The Imperial guard, sem eru venjulegir menn ólíkt Space marines, hvorki genabreyttir né með hátækni brynjur. Þeir hafa mikið úrval af þungavopnum og skriðdrekum sem bæta vel upp galla þeirra að vera mannlegir eins og við hin. Þeim er einnig kleift að koma sér fyrir í byggingum og geta ferðast milli staða með neðanjarðar göngum. Winter assault eins og nafnið segir gerist að mestu á hrjóstugri, kaldri plánetu og leikur maður þá The Imperial guard og Eldar í fyrri hlutanum og í þeim seinni með Orkana og Chaos. Líkt og fyrirrennarinn þá gengur margt á og mikil saga glæðir þessa leiki miklum sjarma sem er auðvelt að missa útúr sér og ekki vill maður eyðileggja ánægjuna fyrir neinum. Það er að vissu leyti aðdáunarvert að fá að spila leikinn sem fjórir mismunandi herir en ef til vill fyrir suma gerir það reynsluna skrítna því aðrir kunna betur við að spila bara sem einn her. Niðurstaða mín sem aðdáendi warhammer er sú að Dawn of war og Winter assault sé einstaklega vel heppnað RTS ævintýri. Niðurstaða mín er einnig sú að þó ég hefði aldrei kynnst Warhammer heiminum hefði ég samt heillast af þessum herkænsuleik sem er mikið fyrir augað, athyglina og ánægjuna. Vélbúnaður: Pc Framleiðandi leiks: Relic Útgefandi leiks. THQ
Baddi Leikjavísir Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira