Saga úr Spánarstríðinu Egill Helgason skrifar 11. október 2005 00:01 Spænska borgarastríðið er ein af ráðgátum tuttugustu aldarinnar, hvernig þjóð barðist innbyrðis með svo ægilegri heift og blóðsúthellingum. Sjálfur hef ég verið heillaður af þessu stríði frá því ég var strákur; man að heima var til bók með ljósmyndum úr því – margar þeirra eru enn eins og greiptar í hugann. Ein þeirra er hérna við hliðina, hin fræga mynd af lýðveldishermanni sem fellur fyrir byssukúlu eftir Robert Capa. Seinna lærði maður hvernig Vesturlönd brugðust lýðveldinu, veittu því litla sem enga hjálp, meðan Þjóðverjar og Ítalir börðust með uppreisnarmönnum sem vildu það feigt. Og enn seinna lærði maður um svik kommúnista sem notuðu ófriðinn til að gera upp sakirnar við þá sem voru ekki á réttri stalínslínu, höfðu sínar eigin morðsveitir, og stálu í leiðinni gullforða Spánar. Þannig blönduðust stórveldishagsmunir með ömurlegum hætti inn í innanlandsófriðinn. --- --- --- Önnur ráðgáta er Franco – þetta smávaxna meðalmenni, lítill karl með skræka rödd, alveg laus við persónutöfra, sem með ótrúlegri lagni tókst að halda völdum á Spáni í næstum fjóra áratugi. Lék sér að mönnum sem voru honum miklu klárari, glæstari og fremri. En Franco hafði slægðina og setti á stofn ríki sem byggði á kaþólskum smáborgarahætti. Hafði einstakt lag á að tefla saman andstæðum öflum innan raða þjóðernissinna – falangistum, konungsinnum, herforingjum og teknókrötum. Þetta var uppskriftin að völdum hans öll þessi ár. Annars var hann mestanpart á veiðum. Franco andaðist 1975 og var þá enn á veldisstóli. En arfleifð hans var svo léleg að undireins og hann var dauður tóku menn sig til og breyttu Spáni í lýðræðisríki. --- --- --- Því skrifa ég þetta að ég er nýbúinn að ljúka við bókina Stríðsmenn Salamis eftir Javier Cercas. Bjartur gefur hana út. Þetta er skáldsaga sem á upptök sín í atburðum sem gerast í lok borgarastríðsins; fjallar um falangistaforingja sem kemst undan aftöku vegna þess að ungur hermaður ákveður óvænt að þyrma lífi hans á augnablikinu þegar þeir horfast í augu.. Bókin er dálítið hæg af stað, það er eins og Cercas sé að finna aðferðina við að skrifa hana á sama tíma og frásögnin vindur sig áfram. Sumt af því virkar pínu stefnulaust, en um miðja bók upphefst allt í einu mjög kröftugt skáldverk. Þá breytist sjónarhornið og kemur í ljós að söguhetjan er alls ekki sú sem maður hélt. Ekki lífsþreytti og kaldlyndi falangistinn sem ásamt félögum sínum hratt blóðbaðinu af stað, heldur allt annar, betri og hugstæðari maður. Þá smellur þetta allt saman, leitin að sjónarhorninu og útúrdúrarnir, og kemur í ljós að bókin hefur að geyma stórkostlegan boðskap um hugrekki, lífsvilja og mannlega reisn. Brotasilfur Silfur Egils Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Spænska borgarastríðið er ein af ráðgátum tuttugustu aldarinnar, hvernig þjóð barðist innbyrðis með svo ægilegri heift og blóðsúthellingum. Sjálfur hef ég verið heillaður af þessu stríði frá því ég var strákur; man að heima var til bók með ljósmyndum úr því – margar þeirra eru enn eins og greiptar í hugann. Ein þeirra er hérna við hliðina, hin fræga mynd af lýðveldishermanni sem fellur fyrir byssukúlu eftir Robert Capa. Seinna lærði maður hvernig Vesturlönd brugðust lýðveldinu, veittu því litla sem enga hjálp, meðan Þjóðverjar og Ítalir börðust með uppreisnarmönnum sem vildu það feigt. Og enn seinna lærði maður um svik kommúnista sem notuðu ófriðinn til að gera upp sakirnar við þá sem voru ekki á réttri stalínslínu, höfðu sínar eigin morðsveitir, og stálu í leiðinni gullforða Spánar. Þannig blönduðust stórveldishagsmunir með ömurlegum hætti inn í innanlandsófriðinn. --- --- --- Önnur ráðgáta er Franco – þetta smávaxna meðalmenni, lítill karl með skræka rödd, alveg laus við persónutöfra, sem með ótrúlegri lagni tókst að halda völdum á Spáni í næstum fjóra áratugi. Lék sér að mönnum sem voru honum miklu klárari, glæstari og fremri. En Franco hafði slægðina og setti á stofn ríki sem byggði á kaþólskum smáborgarahætti. Hafði einstakt lag á að tefla saman andstæðum öflum innan raða þjóðernissinna – falangistum, konungsinnum, herforingjum og teknókrötum. Þetta var uppskriftin að völdum hans öll þessi ár. Annars var hann mestanpart á veiðum. Franco andaðist 1975 og var þá enn á veldisstóli. En arfleifð hans var svo léleg að undireins og hann var dauður tóku menn sig til og breyttu Spáni í lýðræðisríki. --- --- --- Því skrifa ég þetta að ég er nýbúinn að ljúka við bókina Stríðsmenn Salamis eftir Javier Cercas. Bjartur gefur hana út. Þetta er skáldsaga sem á upptök sín í atburðum sem gerast í lok borgarastríðsins; fjallar um falangistaforingja sem kemst undan aftöku vegna þess að ungur hermaður ákveður óvænt að þyrma lífi hans á augnablikinu þegar þeir horfast í augu.. Bókin er dálítið hæg af stað, það er eins og Cercas sé að finna aðferðina við að skrifa hana á sama tíma og frásögnin vindur sig áfram. Sumt af því virkar pínu stefnulaust, en um miðja bók upphefst allt í einu mjög kröftugt skáldverk. Þá breytist sjónarhornið og kemur í ljós að söguhetjan er alls ekki sú sem maður hélt. Ekki lífsþreytti og kaldlyndi falangistinn sem ásamt félögum sínum hratt blóðbaðinu af stað, heldur allt annar, betri og hugstæðari maður. Þá smellur þetta allt saman, leitin að sjónarhorninu og útúrdúrarnir, og kemur í ljós að bókin hefur að geyma stórkostlegan boðskap um hugrekki, lífsvilja og mannlega reisn.
Brotasilfur Silfur Egils Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira