Hnuplað fyrir milljarða 11. október 2005 00:01 Búðarþjófar leggja oft mikið á sig við iðju sína og beita ótrúlegustu aðferðum. Íslendingar stálu úr verslunum á síðasta ári fyrir einn komma átta milljarða króna. Spenna, gróðafíkn eða fátækt býr gjarnan að baki búðahnuplinu. Það er ljóst að þjófnaður í verslunum á Íslandi er talsvert vandamál, að minnsta kosti ef litið er á þá háu tölu sem sýnir umfang þess. Samkvæmt rannsókn, sem gerð var umfangi og ástæðum rýrnunar vegna þjófnaða og svika í verslunum í tuttugu og fimm Evrópulöndum, þar á meðal Íslandi, þá stálu landsmenn fyrir 1,8 milljarða króna í fyrra. Athygli vekur, í samanburði við hin löndin, að þjófnaður starfsmanna í verslunum er mestur hér á landi, en þjófnaður viðskiptavina minnstur. Mestum verðmætum er stolið í fataverslunum, raftækjaverslunum og öðrum sérverslunum, og miklu er einnig stolið í dagvöruverslunum. Framkvæmdastjóri Hagkaupa, Gunnar Ingi Sigurðsson, segir oft sama fólkið ítrekað tekið fyrir þjófnað, fólk á öllum aldri. Nánast öllu sé stolið, allt frá geisladiskum, matvörum upp í sjónvarpstæki. Gunnar nefnir sem dæmi mann sem komið hafi á hækjum inn í verlsunina og sett sjónvarp í innkaupakerru og fengið aðstoð starfsmanns við að koma tækinu, ógreiddu, út í bíl. Hann hafi svo verið nappaður þegar hann náðist. En hvers vegna stelur fólk? Þórarinn Hjaltason sálfræðingur segir ýmsar ástæður vera fyrir því; blankheit og ýmislegt annað. Þórarinn Hjaltason segir að þeir sem eru stelsjúkir gangist undir svipaða meðferð og þeir sem stríða við spilafíkn. Unnið sé með hugræna þáttinn og reynt að fá einstaklinginn til þess að skilja afleiðingar gjörða sinna, og einnig að fá hann, ef hann stelur áfram, til þess að skila vörunni tilbaka. Þórarinn segir að skða þurfi ástæður þess að fólk steli og oftar en ekki sé það spennan við hnuplið sem heilli; spennufallið þegar hnuplinu sé lokið sé fíknin sem fólk sækist í. Kostnaður við öryggiseftirlit er áætlaður 500 milljónir króna. Samtals er kostnaður við hnupl og þjófnaði talinn vera 2,3 milljarðar, eða átta þúsund krónur á mann. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira
Búðarþjófar leggja oft mikið á sig við iðju sína og beita ótrúlegustu aðferðum. Íslendingar stálu úr verslunum á síðasta ári fyrir einn komma átta milljarða króna. Spenna, gróðafíkn eða fátækt býr gjarnan að baki búðahnuplinu. Það er ljóst að þjófnaður í verslunum á Íslandi er talsvert vandamál, að minnsta kosti ef litið er á þá háu tölu sem sýnir umfang þess. Samkvæmt rannsókn, sem gerð var umfangi og ástæðum rýrnunar vegna þjófnaða og svika í verslunum í tuttugu og fimm Evrópulöndum, þar á meðal Íslandi, þá stálu landsmenn fyrir 1,8 milljarða króna í fyrra. Athygli vekur, í samanburði við hin löndin, að þjófnaður starfsmanna í verslunum er mestur hér á landi, en þjófnaður viðskiptavina minnstur. Mestum verðmætum er stolið í fataverslunum, raftækjaverslunum og öðrum sérverslunum, og miklu er einnig stolið í dagvöruverslunum. Framkvæmdastjóri Hagkaupa, Gunnar Ingi Sigurðsson, segir oft sama fólkið ítrekað tekið fyrir þjófnað, fólk á öllum aldri. Nánast öllu sé stolið, allt frá geisladiskum, matvörum upp í sjónvarpstæki. Gunnar nefnir sem dæmi mann sem komið hafi á hækjum inn í verlsunina og sett sjónvarp í innkaupakerru og fengið aðstoð starfsmanns við að koma tækinu, ógreiddu, út í bíl. Hann hafi svo verið nappaður þegar hann náðist. En hvers vegna stelur fólk? Þórarinn Hjaltason sálfræðingur segir ýmsar ástæður vera fyrir því; blankheit og ýmislegt annað. Þórarinn Hjaltason segir að þeir sem eru stelsjúkir gangist undir svipaða meðferð og þeir sem stríða við spilafíkn. Unnið sé með hugræna þáttinn og reynt að fá einstaklinginn til þess að skilja afleiðingar gjörða sinna, og einnig að fá hann, ef hann stelur áfram, til þess að skila vörunni tilbaka. Þórarinn segir að skða þurfi ástæður þess að fólk steli og oftar en ekki sé það spennan við hnuplið sem heilli; spennufallið þegar hnuplinu sé lokið sé fíknin sem fólk sækist í. Kostnaður við öryggiseftirlit er áætlaður 500 milljónir króna. Samtals er kostnaður við hnupl og þjófnaði talinn vera 2,3 milljarðar, eða átta þúsund krónur á mann.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira