Sjálfstæður Seðlabanki mikilvægur 5. janúar 2006 00:01 Þegar Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,25 prósent, 25 punkta, í byrjun desember lét Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra þau orð falla að bankinn hefði breytt um stefnu í vaxtamálum. Hækkunin var nokkru minni en greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu spáð og bersýnilega nær væntingum ríkisstjórnarinnar en vaxtaákvarðanir bankans undanfarna mánuði. Ummælum ráðherrans var fagnað í forystugrein Morgunblaðsins enda virðist blaðið kætast í hvert sinn sem það telur sig verða vart við árekstur eða ólík sjónarmið viðskiptalífs og stjórnmála. Það væri áhyggjuefni ef mat forsætisráðherra væri rétt og raunveruleg stefnubreyting hefði átt sér stað, því það mundi grafa undan trúverðugleika Seðlabankans í flókinni og afar erfiðri viðureign hans við að halda verðbólgu í skefjum. Stefnubreyting hefði líka verið óheppileg á þessum tímapunkti, þegar Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var í fyrsta sinn í stöðu aðalbankastjóra á vaxtaákvörðunardegi. Honum var bjarnargreiði gerður með ummælum forsætisráðherra. Þetta er rifjað upp í tilefni af því að nú um áramótin birti greiningardeild Landsbankans athyglisverða samantekt um þróun efnahagsmála og spá um líklega framvindu þeirra á þessu ári. Þar er sérstaklega vikið að hinum nýja Seðlabankastjóra með þeim orðum að almennt séð geti það ekki verið farsælt fyrir sjálfstæði seðlabanka, hvort sem er hér á landi eða annars staðar, að stjórnmálamenn gangi beint inn í æðstu áhrifastöður slíkra banka og taki þar við stjórninni eftir að hafa gegnt lykilhlutverki í stjórnmálum. "Þetta á auðvitað sérstaklega við þegar stefnan í ríkisfjármálum og efnahagsmálum almennt er að einhverju leyti úr takti við stefnu Seðlabankans í peningamálum. Þetta er einmitt sú staða sem uppi er hér á landi þar sem Seðlabankinn hefur gagnrýnt skattalækkanir ríkisstjórnarinnar sem og stefnuna í húsnæðismálum og kallað eftir auknu aðhaldi í opinberum fjármálum," segir orðrétt í skýrslu greiningardeildar Landsbankans. Niðurstaða sérfræðinga Landsbankans er að í fyrstu lotu sé ekki hægt að tala um að Seðlabankinn hafi orðið fyrir skaða vegna skipunar hins nýja aðalbankastjóra. Þeir segja að vaxtahækkun bankans í desember og sú efnahagsgreining sem henni fylgdi hafi að mestu leyti verið í samræmi við væntingar. Bankinn leggi hér eftir sem hingað til áherslu á mikilvægi áframhaldandi aðhalds í peningamálum. Það er mat greiningardeildarinnar að bankinn muni hækka stýrivexti sína enn frekar á næstu mánuðum en ekki verða við óskum ráðherra um stefnubreytingu. Er í því sambandi spáð vaxtahækkunum á þessu ári í þremur skrefum um 0,75 prósent, 75 punkta, þannig að vextir í árslok verði 11,25 prósent. Segir greiningardeild Landsbankans að þessar tiltölulega hóflegu vaxtahækkanir taki mið af þeirri flóknu stöðu sem komin sé upp við stjórn peningamála nú þegar erlend útgáfa skuldabréfa í íslenskum krónum sé komin yfir 150 milljarða. Á sama tíma blasi við að gengi krónunnar hljóti fyrr eða síðar að gefa eftir vegna hratt vaxandi ójafnvægis í þjóðarbúskapnum. "Með því að halda vaxtamun gagnvart útlöndum háum í um það bil eitt ár til viðbótar reynir Seðlabankinn að koma í veg fyrir að of hröð gengislækkun skapi hættu á verðbólguskoti," segir í skýrslu greiningardeildarinnar. Er því spáð að gengi krónunnar muni smám saman lækka eftir því sem á árið líður og verði gengisvísitalan orðin 120 stig í lok ársins, sem merkir um 15 prósenta gengislækkun. Hvort þetta gengur eftir leiðir reynslan ein í ljós, en hitt er mikilvægt að á þeirri vegferð sem er fram undan sýni ráðherrar og aðrir stjórnmálaforingjar í orðum og verki að þeir virði og meti sjálfstæði Seðlabankans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Skoðanir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun
Þegar Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,25 prósent, 25 punkta, í byrjun desember lét Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra þau orð falla að bankinn hefði breytt um stefnu í vaxtamálum. Hækkunin var nokkru minni en greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu spáð og bersýnilega nær væntingum ríkisstjórnarinnar en vaxtaákvarðanir bankans undanfarna mánuði. Ummælum ráðherrans var fagnað í forystugrein Morgunblaðsins enda virðist blaðið kætast í hvert sinn sem það telur sig verða vart við árekstur eða ólík sjónarmið viðskiptalífs og stjórnmála. Það væri áhyggjuefni ef mat forsætisráðherra væri rétt og raunveruleg stefnubreyting hefði átt sér stað, því það mundi grafa undan trúverðugleika Seðlabankans í flókinni og afar erfiðri viðureign hans við að halda verðbólgu í skefjum. Stefnubreyting hefði líka verið óheppileg á þessum tímapunkti, þegar Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var í fyrsta sinn í stöðu aðalbankastjóra á vaxtaákvörðunardegi. Honum var bjarnargreiði gerður með ummælum forsætisráðherra. Þetta er rifjað upp í tilefni af því að nú um áramótin birti greiningardeild Landsbankans athyglisverða samantekt um þróun efnahagsmála og spá um líklega framvindu þeirra á þessu ári. Þar er sérstaklega vikið að hinum nýja Seðlabankastjóra með þeim orðum að almennt séð geti það ekki verið farsælt fyrir sjálfstæði seðlabanka, hvort sem er hér á landi eða annars staðar, að stjórnmálamenn gangi beint inn í æðstu áhrifastöður slíkra banka og taki þar við stjórninni eftir að hafa gegnt lykilhlutverki í stjórnmálum. "Þetta á auðvitað sérstaklega við þegar stefnan í ríkisfjármálum og efnahagsmálum almennt er að einhverju leyti úr takti við stefnu Seðlabankans í peningamálum. Þetta er einmitt sú staða sem uppi er hér á landi þar sem Seðlabankinn hefur gagnrýnt skattalækkanir ríkisstjórnarinnar sem og stefnuna í húsnæðismálum og kallað eftir auknu aðhaldi í opinberum fjármálum," segir orðrétt í skýrslu greiningardeildar Landsbankans. Niðurstaða sérfræðinga Landsbankans er að í fyrstu lotu sé ekki hægt að tala um að Seðlabankinn hafi orðið fyrir skaða vegna skipunar hins nýja aðalbankastjóra. Þeir segja að vaxtahækkun bankans í desember og sú efnahagsgreining sem henni fylgdi hafi að mestu leyti verið í samræmi við væntingar. Bankinn leggi hér eftir sem hingað til áherslu á mikilvægi áframhaldandi aðhalds í peningamálum. Það er mat greiningardeildarinnar að bankinn muni hækka stýrivexti sína enn frekar á næstu mánuðum en ekki verða við óskum ráðherra um stefnubreytingu. Er í því sambandi spáð vaxtahækkunum á þessu ári í þremur skrefum um 0,75 prósent, 75 punkta, þannig að vextir í árslok verði 11,25 prósent. Segir greiningardeild Landsbankans að þessar tiltölulega hóflegu vaxtahækkanir taki mið af þeirri flóknu stöðu sem komin sé upp við stjórn peningamála nú þegar erlend útgáfa skuldabréfa í íslenskum krónum sé komin yfir 150 milljarða. Á sama tíma blasi við að gengi krónunnar hljóti fyrr eða síðar að gefa eftir vegna hratt vaxandi ójafnvægis í þjóðarbúskapnum. "Með því að halda vaxtamun gagnvart útlöndum háum í um það bil eitt ár til viðbótar reynir Seðlabankinn að koma í veg fyrir að of hröð gengislækkun skapi hættu á verðbólguskoti," segir í skýrslu greiningardeildarinnar. Er því spáð að gengi krónunnar muni smám saman lækka eftir því sem á árið líður og verði gengisvísitalan orðin 120 stig í lok ársins, sem merkir um 15 prósenta gengislækkun. Hvort þetta gengur eftir leiðir reynslan ein í ljós, en hitt er mikilvægt að á þeirri vegferð sem er fram undan sýni ráðherrar og aðrir stjórnmálaforingjar í orðum og verki að þeir virði og meti sjálfstæði Seðlabankans.