Langt í lýðræðið hjá Hvít-Rússum 25. mars 2006 03:00 Úrslit kosninganna í Hvíta-Rússlandi um síðustu helgi voru eins og menn höfðu almennt búist við. Lúkasjenko fékk um 83 af hundraði greiddra atkvæða. Hann hefur því ekki að ástæðulausu af mörgum verið talinn síðasti einræðisherrann í Evrópu. Það gefur því auga leið að það er erfitt fyrir andstæðinga hans að heyja einhverja raunverulega kosningabaráttu, þar sem hann hefur heljartök á fjölmiðlum í landinu, ekki síst sjónvarpinu sem er ríkisrekið og forsetinn virðist stjórna því beint. Einvaldurinn Alexander Lúkasjenko hefur því þriðja kjörtímabil sitt sem forseti Hvíta-Rússlands öruggur í sessi, því hann tekur ekki mikið mark á margra daga mótmælum í miðborg höfuðborgarinnar Minsk, og lét reyndar hreinsa torgið þar í gær í orðsins fyllstu merkingu. Nokkur hópur mótmælenda hefur haldið þar til í tjöldum í vorkuldanum undanfarna daga, en ekki haft erindi sem erfiði. Þrátt fyrir öfluga sveit eftirlitsmanna frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu er ljóst að kosningarnar fóru ekki fram með lýðræðislegum hætti. Það eru ekki aðeins grunsemdir um kosningasvindl á sjálfan kjördaginn, heldur halda flestir hinna erlendu eftirlitsmanna því fram að aðdragandi kosninganna hafi ekki verið á þeim lýðræðislegu nótum sem menn eru vanir á Vesturlöndum. Andstæðingum forsetans var ekki gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, þannig að hinar tíu milljónir íbúa landsins gætu gert sér einhverja grein fyrir stefnumálum þeirra. Þeirra helsta vopn var að fara hús úr húsi og boða þannig fagnaðarerindið. Rússar eru þó ekki sammála því að kosningarnar hafi ekki farið fram með lýðræðislegum hætti. Í opinberum yfirlýsingum frá Moskvu segir að ekki verði annað séð en að kosningarnar hafi farið fram samkvæmt almennt viðurkenndum reglum og að ekkert gefi tilefni til að efast um lögmæta niðurstöðu þeirra. Þessi yfirlýsing Rússa kemur ekki á óvart, því þótt talað sé um að persónulegt samband þeirra Pútíns Rússlandsforseta og Lúkasjenko sér ekkert sérstakt, þá eru Hvít-Rússar mikilvægir nágrannar Rússa og samskipti landanna mikil. Hvít-Rússar eru mjög háðir Rússum hvað varðar gas sem orkugjafa og til þess hefur verið tekið að Rússar hækuðu ekki verið á gasinu til Hvít-Rússa nú um áramótin, líkt og til margra annarra. Formælendur Evrópusambandsins hafa gagnrýnt mjög hvernig staðið var að kosningunum í Hvíta-Rússlandi um síðustu helgi, en geta lítið annað gert. Viðskiptaþvinganir myndu fyrst og fremst koma niður á fátækum íbúum landsins, þar sem meðalmánaðarlaun í fyrra eru talin hafa verið sem svarar sextán þúsund krónum íslenskum. Það er frekar talið vænlegt að beita pólitískum þrýstingi á stjórnvöld í Rússlandi til að hafa áhrif á gang mála í Hvíta-Rússlandi, vegna þess hve Rússar eiga mikið undir því að vera í góðu sambandi við Vesturlönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Úrslit kosninganna í Hvíta-Rússlandi um síðustu helgi voru eins og menn höfðu almennt búist við. Lúkasjenko fékk um 83 af hundraði greiddra atkvæða. Hann hefur því ekki að ástæðulausu af mörgum verið talinn síðasti einræðisherrann í Evrópu. Það gefur því auga leið að það er erfitt fyrir andstæðinga hans að heyja einhverja raunverulega kosningabaráttu, þar sem hann hefur heljartök á fjölmiðlum í landinu, ekki síst sjónvarpinu sem er ríkisrekið og forsetinn virðist stjórna því beint. Einvaldurinn Alexander Lúkasjenko hefur því þriðja kjörtímabil sitt sem forseti Hvíta-Rússlands öruggur í sessi, því hann tekur ekki mikið mark á margra daga mótmælum í miðborg höfuðborgarinnar Minsk, og lét reyndar hreinsa torgið þar í gær í orðsins fyllstu merkingu. Nokkur hópur mótmælenda hefur haldið þar til í tjöldum í vorkuldanum undanfarna daga, en ekki haft erindi sem erfiði. Þrátt fyrir öfluga sveit eftirlitsmanna frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu er ljóst að kosningarnar fóru ekki fram með lýðræðislegum hætti. Það eru ekki aðeins grunsemdir um kosningasvindl á sjálfan kjördaginn, heldur halda flestir hinna erlendu eftirlitsmanna því fram að aðdragandi kosninganna hafi ekki verið á þeim lýðræðislegu nótum sem menn eru vanir á Vesturlöndum. Andstæðingum forsetans var ekki gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, þannig að hinar tíu milljónir íbúa landsins gætu gert sér einhverja grein fyrir stefnumálum þeirra. Þeirra helsta vopn var að fara hús úr húsi og boða þannig fagnaðarerindið. Rússar eru þó ekki sammála því að kosningarnar hafi ekki farið fram með lýðræðislegum hætti. Í opinberum yfirlýsingum frá Moskvu segir að ekki verði annað séð en að kosningarnar hafi farið fram samkvæmt almennt viðurkenndum reglum og að ekkert gefi tilefni til að efast um lögmæta niðurstöðu þeirra. Þessi yfirlýsing Rússa kemur ekki á óvart, því þótt talað sé um að persónulegt samband þeirra Pútíns Rússlandsforseta og Lúkasjenko sér ekkert sérstakt, þá eru Hvít-Rússar mikilvægir nágrannar Rússa og samskipti landanna mikil. Hvít-Rússar eru mjög háðir Rússum hvað varðar gas sem orkugjafa og til þess hefur verið tekið að Rússar hækuðu ekki verið á gasinu til Hvít-Rússa nú um áramótin, líkt og til margra annarra. Formælendur Evrópusambandsins hafa gagnrýnt mjög hvernig staðið var að kosningunum í Hvíta-Rússlandi um síðustu helgi, en geta lítið annað gert. Viðskiptaþvinganir myndu fyrst og fremst koma niður á fátækum íbúum landsins, þar sem meðalmánaðarlaun í fyrra eru talin hafa verið sem svarar sextán þúsund krónum íslenskum. Það er frekar talið vænlegt að beita pólitískum þrýstingi á stjórnvöld í Rússlandi til að hafa áhrif á gang mála í Hvíta-Rússlandi, vegna þess hve Rússar eiga mikið undir því að vera í góðu sambandi við Vesturlönd.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun