Bush kom óvænt til Írak 14. júní 2006 05:45 George Bush og Nouri al-Maliki Forseti Bandaríkjanna og forsætisráðherra Íraks áttu óvæntan fund í Írak í gær, svo óvæntan reyndar að al-Maliki vissi ekki af honum fyrr en fimm mínútum áður. MYND/Ap George Bush Bandaríkjaforseti heimsótti Írak óvænt í gær, en Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, vissi ekki af komu hans fyrr en fimm mínútum áður en þeir hittust. Forsætisráðherrann var boðaður til fundarstaðar undir því yfirskyni að fara ætti fram símafundur milli hans og forsetans, en Bush hafði þá flogið frá fundahöldum sínum í Camp David til að tala í eigin persónu við írakska ráðamenn. Bush boðaði á mánudaginn til tveggja daga fundar um stefnumótun í málefnum Íraks og var helsta umfjöllunarefnið hvernig bæla ætti niður uppreisnirnar og flytja stjórn landsins enn frekar í hendur Íraka. "Fyrr eða síðar verður írakska þjóðin að ákveða sig. Vill hún lifa í ótta, eða vill hún lifa í friði?" sagði Bush á fjölmiðlafundi fyrir utan Camp David í gær. Forsetinn lýsti því einnig yfir að arftaki hryðjuverkamannsins Abu Musab al-Zarqawis yrði eftirlýstur af bandarískum yfirvöldum. Sá er sagður heita Abu Hamzar al-Muhajer, en hann er nær alls óþekktur og hefur ekki verið eftirlýstur hingað til. Hann hefur að sögn sent út tilkynningu þar sem hann hótar áframhaldandi hryðjuverkum. Forsætisráðherra Íraks, Nouri al-Maliki, sagðist setja af stað nýja öryggisáætlun í nótt, stærstu aðgerðir síðan heimastjórn var endurreist í Írak í júní 2004. Í kjölfar skipunar innanríkis- og varnarmálaráðherra telur al-Maliki tímabært að grípa til aðgerða og munu 75.000 hermenn úr írakska hernum vinna að auknu öryggi í Bagdad og nærsveitum. Aðgerðin mun að sögn taka langan tíma og fela í sér hert útgöngubann, fleiri eftirlitsstaði, vopnabann, húsleitir og aðgerðir gegn uppreisnarmönnum. Stríðið, sem hefur nú staðið í rúm þrjú ár og kostar um 600 milljarða króna mánaðarlega, var einnig til umræðu hjá bandaríska þinginu. John Kerry, þingmaður demókrata, lagði fram tillögu um að flytja bandaríska herinn úr Írak fyrir lok ársins, en ekki er búist við að hún komist í gegnum þingið, en þar eru repúblikanar í meirihluta. Þingkosningar verða í nóvember og repúblikanar berjast við að auka fylgi við forsetann, en það er í sögulegu lágmarki þessa dagana. Erlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Sjá meira
George Bush Bandaríkjaforseti heimsótti Írak óvænt í gær, en Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, vissi ekki af komu hans fyrr en fimm mínútum áður en þeir hittust. Forsætisráðherrann var boðaður til fundarstaðar undir því yfirskyni að fara ætti fram símafundur milli hans og forsetans, en Bush hafði þá flogið frá fundahöldum sínum í Camp David til að tala í eigin persónu við írakska ráðamenn. Bush boðaði á mánudaginn til tveggja daga fundar um stefnumótun í málefnum Íraks og var helsta umfjöllunarefnið hvernig bæla ætti niður uppreisnirnar og flytja stjórn landsins enn frekar í hendur Íraka. "Fyrr eða síðar verður írakska þjóðin að ákveða sig. Vill hún lifa í ótta, eða vill hún lifa í friði?" sagði Bush á fjölmiðlafundi fyrir utan Camp David í gær. Forsetinn lýsti því einnig yfir að arftaki hryðjuverkamannsins Abu Musab al-Zarqawis yrði eftirlýstur af bandarískum yfirvöldum. Sá er sagður heita Abu Hamzar al-Muhajer, en hann er nær alls óþekktur og hefur ekki verið eftirlýstur hingað til. Hann hefur að sögn sent út tilkynningu þar sem hann hótar áframhaldandi hryðjuverkum. Forsætisráðherra Íraks, Nouri al-Maliki, sagðist setja af stað nýja öryggisáætlun í nótt, stærstu aðgerðir síðan heimastjórn var endurreist í Írak í júní 2004. Í kjölfar skipunar innanríkis- og varnarmálaráðherra telur al-Maliki tímabært að grípa til aðgerða og munu 75.000 hermenn úr írakska hernum vinna að auknu öryggi í Bagdad og nærsveitum. Aðgerðin mun að sögn taka langan tíma og fela í sér hert útgöngubann, fleiri eftirlitsstaði, vopnabann, húsleitir og aðgerðir gegn uppreisnarmönnum. Stríðið, sem hefur nú staðið í rúm þrjú ár og kostar um 600 milljarða króna mánaðarlega, var einnig til umræðu hjá bandaríska þinginu. John Kerry, þingmaður demókrata, lagði fram tillögu um að flytja bandaríska herinn úr Írak fyrir lok ársins, en ekki er búist við að hún komist í gegnum þingið, en þar eru repúblikanar í meirihluta. Þingkosningar verða í nóvember og repúblikanar berjast við að auka fylgi við forsetann, en það er í sögulegu lágmarki þessa dagana.
Erlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Sjá meira