17. júní 17. júní 2006 00:01 Þjóðhátíðardagur Íslendinga er í dag og hann er hátíðalegur haldinn um land allt í tilefni af lýðveldisstofnuninni á Þingvöllum árið 1944. Lýðveldið íslenska er því ungt að árum, miðað við mörg önnur lönd, og það er kannski þessvegna sem við skiljum betur en margar aðrar þjóðir hvað í því felst að hljóta fullkomið sjálfstæði. Við skiljum betur baráttu annarra þjóða í sjálfstæðisbráttu þeirra eins og dæmin sanna og er þar ekki síst að minnast baráttu Eystrasaltsríkjanna fyrir sjálfstæði sínu. Á dögunum sýndum við líka hug okkar í verki til þess lands sem síðast hlaut sjálfstæði - Svartfjallalands. Íbúar þess hafa háð áralanga baráttu fyrir sjálfstæði sínu og eru þeir síðustu af fyrrum Júgóslavíu til að hljóta sjálfstæði. Viðurkenning okkar á sjálfstæði Svartfellinga hefur vakið verðuga athygli þar í landi, og nú er það okkar að fylgja viðurkenningunni eftir og rækta sambandið við þetta nýlýðfrjálsa land. En það er ekki aðeins hér á landi sem Íslendingar halda upp á þjóðhátíðardaginn, því víða erlendis þar sem Íslendingar búa, er þetta einn mesti sameiginlegi hátíðisdagur þeirra. Hans er þá minnst með ýmsum hætti á sjálfan þjóðhátíðardaginn, eða næsta frídag á eftir. Íslendingar koma þá saman, með íslenska fána og treysta böndin hver við annan. Íslensk sendiráð eru þá gjarnan opin fyrir gestum og gangandi og þangað koma framámenn viðkomandi landa, bæði úr opinbera geiranum og svo líka þeir sem eiga samskipti við Ísland og Íslendinga á sviði viðskipa og menningar. Þá koma oft hingað til lands í tengslum við þjóðhátíðardaginn sendimenn erlendra ríkja sem ekki hafa fasta búsetu hér. Allt þetta minnir á okkur og tilveru þessa 300 þúsund manna sjálfstæða ríkis með eigið tungumál sem á síðustu misserum hefur látið æ meira að sér kveða á erlendum vettvangi. Tilvera okkar vekur sífellt meiri athygli á alþjóðavettvangi og fleiri og fleiri beina sjónum sínum til okkar. Þetta á að hvetja okkur til þess að halda fast í það sem íslenskt er, og varðveita eftir mætti , ekki aðeins tungumálið , sem er eitt af því dýrmætasta sem við eigum, heldur þjóðarauðinn og ekki síst náttúruna sem við búum við. Þjóðhátíðardagurinn á að verða til þess að við hugum að uppruna okkar og rótum og við eigum að minna ungu kynslóðina á lýðveldistofnunina, því senn fer að fenna í spor þeirra sem upplifðu hana rigningardaginn á Þingvöllum árið 1944. Þá voru viðsjár í heiminum. Bandaríkjamenn höfðu komið auga í mikilvæga landfræðilega stöðu landsins og voru fljótir til að viðurkenna sjálfstæði okkar. Allt fram á þennan dag hafa verið sterk bönd á milli þessara tveggja þjóða, en nú bendir ýmislegt til þess að eitthvað slakni á þeim böndum vegna þess að samband þeirra verður ekki eins náið og áður, ef fram fer sem horfir varðandi varnarsamstarfið. Það verða nýir fulltrúar sem minnast þjóðhetjunnar Jóns Sigurðssonar í höfuðborginni í dag, þegar nýkjörinn forseti borgarstjórnar leggur blómsveig á leiði hans í kirkjugarðinum við Suðurgötu og nýorðinn forsætisráðherra flytur ávarp við hátíðarhöldin á Austurvelli. Þannig verður það líka víðar á landinu, þar sem nýjir valdhafa hafa tekið við eftir sveitarstjórnarkosningarnar í síðsta mánuði. Allir þessir valdhafar ættu að hafa í huga það sem sagt hefur verið um Jón Sigurðsson sem fæddist á Hrafnseyri við Arnarfjörð fyrir 195 árum, en það er að hann hafi verið alinn upp við iðjusemi, nákvæmni og hirðusemi og kennt að bjarga sér sjálfur. Þetta er maðurinn sem með réttu hefur verið nefndur : "Óskabarn Íslands, sómi þess sverð og skjöldur" Okkur ber skylda til að halda minningu hans á lofti , ekki síst með því að hlúa að fæðingarstað hans og hvetja til uppfræðslu um hann- störf hans og stefnu. Þetta eigum við að hafa í huga á þjóðhátíðardaginn , því hann er miklu meira en fánar og blöðrur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Þjóðhátíðardagur Íslendinga er í dag og hann er hátíðalegur haldinn um land allt í tilefni af lýðveldisstofnuninni á Þingvöllum árið 1944. Lýðveldið íslenska er því ungt að árum, miðað við mörg önnur lönd, og það er kannski þessvegna sem við skiljum betur en margar aðrar þjóðir hvað í því felst að hljóta fullkomið sjálfstæði. Við skiljum betur baráttu annarra þjóða í sjálfstæðisbráttu þeirra eins og dæmin sanna og er þar ekki síst að minnast baráttu Eystrasaltsríkjanna fyrir sjálfstæði sínu. Á dögunum sýndum við líka hug okkar í verki til þess lands sem síðast hlaut sjálfstæði - Svartfjallalands. Íbúar þess hafa háð áralanga baráttu fyrir sjálfstæði sínu og eru þeir síðustu af fyrrum Júgóslavíu til að hljóta sjálfstæði. Viðurkenning okkar á sjálfstæði Svartfellinga hefur vakið verðuga athygli þar í landi, og nú er það okkar að fylgja viðurkenningunni eftir og rækta sambandið við þetta nýlýðfrjálsa land. En það er ekki aðeins hér á landi sem Íslendingar halda upp á þjóðhátíðardaginn, því víða erlendis þar sem Íslendingar búa, er þetta einn mesti sameiginlegi hátíðisdagur þeirra. Hans er þá minnst með ýmsum hætti á sjálfan þjóðhátíðardaginn, eða næsta frídag á eftir. Íslendingar koma þá saman, með íslenska fána og treysta böndin hver við annan. Íslensk sendiráð eru þá gjarnan opin fyrir gestum og gangandi og þangað koma framámenn viðkomandi landa, bæði úr opinbera geiranum og svo líka þeir sem eiga samskipti við Ísland og Íslendinga á sviði viðskipa og menningar. Þá koma oft hingað til lands í tengslum við þjóðhátíðardaginn sendimenn erlendra ríkja sem ekki hafa fasta búsetu hér. Allt þetta minnir á okkur og tilveru þessa 300 þúsund manna sjálfstæða ríkis með eigið tungumál sem á síðustu misserum hefur látið æ meira að sér kveða á erlendum vettvangi. Tilvera okkar vekur sífellt meiri athygli á alþjóðavettvangi og fleiri og fleiri beina sjónum sínum til okkar. Þetta á að hvetja okkur til þess að halda fast í það sem íslenskt er, og varðveita eftir mætti , ekki aðeins tungumálið , sem er eitt af því dýrmætasta sem við eigum, heldur þjóðarauðinn og ekki síst náttúruna sem við búum við. Þjóðhátíðardagurinn á að verða til þess að við hugum að uppruna okkar og rótum og við eigum að minna ungu kynslóðina á lýðveldistofnunina, því senn fer að fenna í spor þeirra sem upplifðu hana rigningardaginn á Þingvöllum árið 1944. Þá voru viðsjár í heiminum. Bandaríkjamenn höfðu komið auga í mikilvæga landfræðilega stöðu landsins og voru fljótir til að viðurkenna sjálfstæði okkar. Allt fram á þennan dag hafa verið sterk bönd á milli þessara tveggja þjóða, en nú bendir ýmislegt til þess að eitthvað slakni á þeim böndum vegna þess að samband þeirra verður ekki eins náið og áður, ef fram fer sem horfir varðandi varnarsamstarfið. Það verða nýir fulltrúar sem minnast þjóðhetjunnar Jóns Sigurðssonar í höfuðborginni í dag, þegar nýkjörinn forseti borgarstjórnar leggur blómsveig á leiði hans í kirkjugarðinum við Suðurgötu og nýorðinn forsætisráðherra flytur ávarp við hátíðarhöldin á Austurvelli. Þannig verður það líka víðar á landinu, þar sem nýjir valdhafa hafa tekið við eftir sveitarstjórnarkosningarnar í síðsta mánuði. Allir þessir valdhafar ættu að hafa í huga það sem sagt hefur verið um Jón Sigurðsson sem fæddist á Hrafnseyri við Arnarfjörð fyrir 195 árum, en það er að hann hafi verið alinn upp við iðjusemi, nákvæmni og hirðusemi og kennt að bjarga sér sjálfur. Þetta er maðurinn sem með réttu hefur verið nefndur : "Óskabarn Íslands, sómi þess sverð og skjöldur" Okkur ber skylda til að halda minningu hans á lofti , ekki síst með því að hlúa að fæðingarstað hans og hvetja til uppfræðslu um hann- störf hans og stefnu. Þetta eigum við að hafa í huga á þjóðhátíðardaginn , því hann er miklu meira en fánar og blöðrur.