Samgöngumál Vestmannaeyja 5. júlí 2006 00:01 Vestmannaeyingar eru þannig í sveit settir að það þarf sérstakalega að huga að samgöngumálum í Eyjum svo byggð haldist þar áfram og atvinnulíf og ferðaþjónusta þróist þar með eðlilegum hætti, og ætti að vera eitt af forgangsmálum varðandi samgöngubætur á landinu, að tryggja betri samgöngur milli Eyja og lands. Það er ekkert nýtt að samgöngumál við Eyjar hafi verið mikið í umræðunni, en nýjir tímar og breytt viðhorf eru þess valdandi að menn gera meiri og meiri kröfur um góðar samgöngur, sem eðlilegt er. Samgönguyfirvöld hafa gert marga ágæta hluti varðandi þessi mál á undanförnum árum, en það er eins og þeim hafi ekki tekist að halda í við tímann og þróunina, því það er oft langur aðdragandi að samgöngubótum við Eyjar, hvort sem um er að ræða í lofti eða á legi. . Nýlegar uppákomur varðandi sjúkraflug til Eyja minna enn og aftur á nauðsyn þess að sjúkraflugvél sé ávallt til reiðu í Eyjum,enda hafa heilbrigðisyfirvöld gert samninga þar að lútandi. Því er það greinilega brot á gildandi samningum þegar aftur og aftur kemur í ljós að sjúkraflugvél er ekki til reiðu á flugvellinum í Eyjum þegar á þarf að halda, og ekki er úr vegi að álykta sem svo að oftar hafi vél ekki verið reiðu í Eyjum, þótt ekki hafi á það reynt. Það er því skýlaus krafa Vestmannaeyinga og annarra að í Eyjum sé ávallt til reiðu sjúkraflugvél til að flytja veika eða slasaða upp á fastalandið þrátt fyrir vel búið sjúkrahús á Heimaey. . Um helgina var miki um að vera í Eyjum vegna knattspyrnumóts ungra pilta. Talið er að um 1500 manns hafi komið til Eyja í tengslum við mótið, og hefði mátt halda að þeir sem eiga að sjá um sjúkraflugið hefðu tekið eitthvað mið af því að þessa daga voru upp undir sex þúsund manns í Eyjum. Samgönguráðherra hefur gefið út að stefnt verði að því að gera ferjulægi í Bakkafjöru á næstu árum, og að þangað verði hægt að hefja ferjusiglingar eftir fjögur ár. Þetta er byggt á rannsóknum sérfræðinga Siglingamálstofnunar, sem telja að hægt sé að gera ferjuhöfn þarna við Suðurströndina, og hefði einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar. Það verður þá ekki hægt að tala um hafnlausa Suðurströnd eftir það. Ef áætlanir um ferjulægi ganga upp tæknilega og fjárhagslega verður þara um byltingu í samgöngumálum Eyjanna að ræða. Ferðaþjónustan í Eyjum og fleiri segja að ástandið í samgöngumálum milli lands og Eyja sé óásættanlegt nú þegar. Það er þá spurningin hvort eitthvað sé hægt að gera til að brúa bilið fram að þeim tíma að Vestmanaeyjaferjan sigli á hálftíma milli Bakkafjöru og Eyja. Þangað til þarf að efla þær samgönguleiðir sem mest eru notaðar -áætlunarflugið og ferjusiglingar til Þorlákshafnar. Það hlýtur að koma til greina að fá um tíma stærra og hraðskreiðara skip í stað núverandi Herjólfs , og einnig þarf að huga að heppilegum flugvélum til halda uppi áætlunarflugi á þessari leið. Því verður ekki á móti mælt að búseta og atvinnulíf hefur dregist saman í Vestmannaeyjum á síðustu árum, sérstaklega eftir að mikilvægi fiskvinnslu og útgerðar þar í bæ minnkaði. Með bættum samgöngum ætti að vera hægt að snúa þessari þróun við og það er skylda samgönguyfirvalda að hafa frumkvæði um framtíðarlausn í þessum efnum, og stuðla að bráðabirgðaúrræðum, þar til ferjulægið í Bakkafjöru verður að veruleika. Þótt bjartsýnir menn telji að þar verði komin höfn árið 2010, má allt eins búast við að eitthvað lengra sé í land með það verk, og því er brýnt að bráðabirgðaúrræði verði líka höfð í huga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Vestmannaeyingar eru þannig í sveit settir að það þarf sérstakalega að huga að samgöngumálum í Eyjum svo byggð haldist þar áfram og atvinnulíf og ferðaþjónusta þróist þar með eðlilegum hætti, og ætti að vera eitt af forgangsmálum varðandi samgöngubætur á landinu, að tryggja betri samgöngur milli Eyja og lands. Það er ekkert nýtt að samgöngumál við Eyjar hafi verið mikið í umræðunni, en nýjir tímar og breytt viðhorf eru þess valdandi að menn gera meiri og meiri kröfur um góðar samgöngur, sem eðlilegt er. Samgönguyfirvöld hafa gert marga ágæta hluti varðandi þessi mál á undanförnum árum, en það er eins og þeim hafi ekki tekist að halda í við tímann og þróunina, því það er oft langur aðdragandi að samgöngubótum við Eyjar, hvort sem um er að ræða í lofti eða á legi. . Nýlegar uppákomur varðandi sjúkraflug til Eyja minna enn og aftur á nauðsyn þess að sjúkraflugvél sé ávallt til reiðu í Eyjum,enda hafa heilbrigðisyfirvöld gert samninga þar að lútandi. Því er það greinilega brot á gildandi samningum þegar aftur og aftur kemur í ljós að sjúkraflugvél er ekki til reiðu á flugvellinum í Eyjum þegar á þarf að halda, og ekki er úr vegi að álykta sem svo að oftar hafi vél ekki verið reiðu í Eyjum, þótt ekki hafi á það reynt. Það er því skýlaus krafa Vestmannaeyinga og annarra að í Eyjum sé ávallt til reiðu sjúkraflugvél til að flytja veika eða slasaða upp á fastalandið þrátt fyrir vel búið sjúkrahús á Heimaey. . Um helgina var miki um að vera í Eyjum vegna knattspyrnumóts ungra pilta. Talið er að um 1500 manns hafi komið til Eyja í tengslum við mótið, og hefði mátt halda að þeir sem eiga að sjá um sjúkraflugið hefðu tekið eitthvað mið af því að þessa daga voru upp undir sex þúsund manns í Eyjum. Samgönguráðherra hefur gefið út að stefnt verði að því að gera ferjulægi í Bakkafjöru á næstu árum, og að þangað verði hægt að hefja ferjusiglingar eftir fjögur ár. Þetta er byggt á rannsóknum sérfræðinga Siglingamálstofnunar, sem telja að hægt sé að gera ferjuhöfn þarna við Suðurströndina, og hefði einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar. Það verður þá ekki hægt að tala um hafnlausa Suðurströnd eftir það. Ef áætlanir um ferjulægi ganga upp tæknilega og fjárhagslega verður þara um byltingu í samgöngumálum Eyjanna að ræða. Ferðaþjónustan í Eyjum og fleiri segja að ástandið í samgöngumálum milli lands og Eyja sé óásættanlegt nú þegar. Það er þá spurningin hvort eitthvað sé hægt að gera til að brúa bilið fram að þeim tíma að Vestmanaeyjaferjan sigli á hálftíma milli Bakkafjöru og Eyja. Þangað til þarf að efla þær samgönguleiðir sem mest eru notaðar -áætlunarflugið og ferjusiglingar til Þorlákshafnar. Það hlýtur að koma til greina að fá um tíma stærra og hraðskreiðara skip í stað núverandi Herjólfs , og einnig þarf að huga að heppilegum flugvélum til halda uppi áætlunarflugi á þessari leið. Því verður ekki á móti mælt að búseta og atvinnulíf hefur dregist saman í Vestmannaeyjum á síðustu árum, sérstaklega eftir að mikilvægi fiskvinnslu og útgerðar þar í bæ minnkaði. Með bættum samgöngum ætti að vera hægt að snúa þessari þróun við og það er skylda samgönguyfirvalda að hafa frumkvæði um framtíðarlausn í þessum efnum, og stuðla að bráðabirgðaúrræðum, þar til ferjulægið í Bakkafjöru verður að veruleika. Þótt bjartsýnir menn telji að þar verði komin höfn árið 2010, má allt eins búast við að eitthvað lengra sé í land með það verk, og því er brýnt að bráðabirgðaúrræði verði líka höfð í huga.