Náttúruvernd og orkuverð 9. júlí 2006 00:01 Ég hef haft af því lúmskt gaman hversu margir vinstri sinnaðir kunningjar mínir tala þessa dagana um að þjóðin megi ekki vera hrædd. Og hvað skyldi það nú vera sem þjóðin má ekki vera hrædd við? Jú hún má ekki vera hrædd við að hætt verði við opinbera þátttöku í atvinnulífinu, þ.e. í uppbyggingu stóriðju. Þeir benda á að ef fólki er gefið svigrúm og tækifæri þá sé hugviti og framkvæmdagleði þess engin takmörk sett og því engin ástæða til að allt fari í hund og kött ef ríkinu tekst ekki að laða að stóriðjufyrirtæki til landsins. Ég er sammála þeim en get ekki varist því að hugsa til þess hvernig þessir sömu kunningjar mínir hafa árum saman hamast gegn einkavæðingu ríkisfyrirtækja, afnámi hvers kyns hafta og auknu viðskiptafrelsi. Þeim hefur alltaf fundist við hægri menn óábyrgir og skeytingalausir þegar við höfum haldið því fram að það sé engin ástæða fyrir þjóðina að vera hrædd þó ráðist væri í einkavæðingu símans, bankanna, skipafélagsins, prentsmiðjunnar, ferðaskrifstofunnar eða hvað það nú var sem vinstri menn hafa talið bráðnauðsynlegt að vær8 í eigu ríkisins. Reynslan sýnir að framkvæmdagleði og hugviti fólksins eru engin takmörk sett, þjónustan batnar og mannlífið verður blómlegra. Flutningskerfið áfram í almannaeiguSíðasta sunnudag reifaði ég þá skoðun mína að best sé að hið opinbera selji Landsvirkjun. Fyrir því færði ég aðallega tvenn rök. Annars vegar að viðskiptahagsmunir Landsvirkjunar krefjast þess að leynd hvíli yfir orkusamningum til stóriðju en á móti er sú krafa að þar sem fyrirtækið er í almannaeigu þurfi slíkir samningar að vera opinberir.iðskiptahagsmunirnir fara því ekki saman við eignarhaldið. Hins vegar starfar Landsvirkjun nú á samkeppnismarkaði og má ætla að á næstu árum muni samkeppni í orkuframleiðslu fara vaxandi. Þegar þetta tvennt er vegið saman tel ég að rétt sé að hefja undirbúning að sölu Landsvirkjunar. En þessi rök eiga ekki við um flutning raforkunar.Samkeppni verður til dæmis ekki komið við í flutning raforku svo vel sé. Því tel ég að ekki eigi að selja flutningskerfið með Landsvikjun, best er að ríkið eigi það áfram.Nátturvernd og stjórnmálamennNáttúruvernd og náttúrunýting verða ekki skilin í sundur. Það er tómt mál að tala um að við getum búið í þessu landi án þess að nýta gæði náttúrunnar. En það er því mjög nauðsynlegt að við komum okkur saman um aðferð til þess að ákveða hvenær rétt sé að leyfa byggingu stóriðju og raforkuvera. Þau átök sem hafa verið í þjóðfélaginu undanfarið hafa verið svo erfið meðal annars vegna þess að okkur skortir sameiginleg viðmið og grunn sem við getum byggt á. Ég tel að ef ríkið hættir að vera þátttakandi í stóriðjuframkvæmdum í gegnum Landsvirkjun megi þoka umræðunni um umhverfismálin í rétta átt. Stjórnmálamennirnir eiga í fyrsta lagi að einbeita sér að þeim skilyrðum sem við viljum setja náttúrunýtingunni.Vissulega hefur margt gott verið gert í því máli en þeirri vinnu er langt í frá lokið og reyndar má segja að henni ljúki aldrei. Í öðru lagi þarf að verðleggja nýtingarréttinn á náttúrunni, þ.e. réttinum til að virkja. Þetta síðarnefnda er lykilatriði.Hvers virði er náttúran?Leyndin sem er á orkuverði Landsvirkjunar gerir það að verkum að fjárhagslegar forsendur virkjunar eru ekki aðgengilegar almenningi. Orkuverðið endurspeglar annars vegar það sem Landsvirkjun þarf að fá til að hagnast og hins vegar hvernig við verðleggjum náttúruna sem fórnað er. Eins og málum er nú háttað getur almenningur ekki gert sér grein fyrir því mati, það fer fram fyrir luktum dyrum. Mér finnst það ekki skrýtið þegar málið er virt frá þessum sjónarhóli að umræðan um náttúruvernd og náttúrunýtingu verði stundum losaraleg og um leið heiftúðug - hvar eiga menn að mætast? Sameiginleg viðmið - lykill að lausnEf ríkið selur Landsvirkjun mun fyrirtækið ákveða orkuverð sitt til stóriðju út frá venjulegum hagnaðarsjónarmiðum hafi slík framkvæmd staðist þær kröfur sem umhverfismat gerir. Áfram mun væntanlega hvíla leynd yfir því verði. En það sem breytist er að nú þarf fyrirtækið að greiða fyrir virkjunarréttinn. Sú upphæð endurspeglar hversu mikils við metum náttúruna sem við fórnum vegna virkjannaframkvæmda. Ákvörðun um þetta gjald þyrfti að taka á Alþingi og orkuverðið hækkar sem nemur gjaldinu. Þar með er sá þáttur sem skiptir okkur svo miklu, það er hvers virði náttúran er sem fórna á, orðinn opinber. Ef við ákveðum að gjaldið eiga að vera hátt þá erum við að senda þau skilaboð að náttúran sé okkur mikils virði. Þar með geta verkefni sem standast umhverfismat orðið óhagkvæm vegna þess að við teljum að ekki komi nægar fjárhagslegar bætur fyrir að fórna náttúrunni. Aðalmálið er að ákvörðunin verður gegnsæ, almenningur getur séð svart á hvítu hvaða forsendur stjórnvöld gefa sér þegar mikilvægar ákvarðanir í efnahags- og umhverfismálum eru teknar. Þessi lausn er auðvitað engin allra meina bót en án gegnsæis og sameignlegra viðmiða verður aldrei von til þess að hægt sé ná sæmilegri sátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Ég hef haft af því lúmskt gaman hversu margir vinstri sinnaðir kunningjar mínir tala þessa dagana um að þjóðin megi ekki vera hrædd. Og hvað skyldi það nú vera sem þjóðin má ekki vera hrædd við? Jú hún má ekki vera hrædd við að hætt verði við opinbera þátttöku í atvinnulífinu, þ.e. í uppbyggingu stóriðju. Þeir benda á að ef fólki er gefið svigrúm og tækifæri þá sé hugviti og framkvæmdagleði þess engin takmörk sett og því engin ástæða til að allt fari í hund og kött ef ríkinu tekst ekki að laða að stóriðjufyrirtæki til landsins. Ég er sammála þeim en get ekki varist því að hugsa til þess hvernig þessir sömu kunningjar mínir hafa árum saman hamast gegn einkavæðingu ríkisfyrirtækja, afnámi hvers kyns hafta og auknu viðskiptafrelsi. Þeim hefur alltaf fundist við hægri menn óábyrgir og skeytingalausir þegar við höfum haldið því fram að það sé engin ástæða fyrir þjóðina að vera hrædd þó ráðist væri í einkavæðingu símans, bankanna, skipafélagsins, prentsmiðjunnar, ferðaskrifstofunnar eða hvað það nú var sem vinstri menn hafa talið bráðnauðsynlegt að vær8 í eigu ríkisins. Reynslan sýnir að framkvæmdagleði og hugviti fólksins eru engin takmörk sett, þjónustan batnar og mannlífið verður blómlegra. Flutningskerfið áfram í almannaeiguSíðasta sunnudag reifaði ég þá skoðun mína að best sé að hið opinbera selji Landsvirkjun. Fyrir því færði ég aðallega tvenn rök. Annars vegar að viðskiptahagsmunir Landsvirkjunar krefjast þess að leynd hvíli yfir orkusamningum til stóriðju en á móti er sú krafa að þar sem fyrirtækið er í almannaeigu þurfi slíkir samningar að vera opinberir.iðskiptahagsmunirnir fara því ekki saman við eignarhaldið. Hins vegar starfar Landsvirkjun nú á samkeppnismarkaði og má ætla að á næstu árum muni samkeppni í orkuframleiðslu fara vaxandi. Þegar þetta tvennt er vegið saman tel ég að rétt sé að hefja undirbúning að sölu Landsvirkjunar. En þessi rök eiga ekki við um flutning raforkunar.Samkeppni verður til dæmis ekki komið við í flutning raforku svo vel sé. Því tel ég að ekki eigi að selja flutningskerfið með Landsvikjun, best er að ríkið eigi það áfram.Nátturvernd og stjórnmálamennNáttúruvernd og náttúrunýting verða ekki skilin í sundur. Það er tómt mál að tala um að við getum búið í þessu landi án þess að nýta gæði náttúrunnar. En það er því mjög nauðsynlegt að við komum okkur saman um aðferð til þess að ákveða hvenær rétt sé að leyfa byggingu stóriðju og raforkuvera. Þau átök sem hafa verið í þjóðfélaginu undanfarið hafa verið svo erfið meðal annars vegna þess að okkur skortir sameiginleg viðmið og grunn sem við getum byggt á. Ég tel að ef ríkið hættir að vera þátttakandi í stóriðjuframkvæmdum í gegnum Landsvirkjun megi þoka umræðunni um umhverfismálin í rétta átt. Stjórnmálamennirnir eiga í fyrsta lagi að einbeita sér að þeim skilyrðum sem við viljum setja náttúrunýtingunni.Vissulega hefur margt gott verið gert í því máli en þeirri vinnu er langt í frá lokið og reyndar má segja að henni ljúki aldrei. Í öðru lagi þarf að verðleggja nýtingarréttinn á náttúrunni, þ.e. réttinum til að virkja. Þetta síðarnefnda er lykilatriði.Hvers virði er náttúran?Leyndin sem er á orkuverði Landsvirkjunar gerir það að verkum að fjárhagslegar forsendur virkjunar eru ekki aðgengilegar almenningi. Orkuverðið endurspeglar annars vegar það sem Landsvirkjun þarf að fá til að hagnast og hins vegar hvernig við verðleggjum náttúruna sem fórnað er. Eins og málum er nú háttað getur almenningur ekki gert sér grein fyrir því mati, það fer fram fyrir luktum dyrum. Mér finnst það ekki skrýtið þegar málið er virt frá þessum sjónarhóli að umræðan um náttúruvernd og náttúrunýtingu verði stundum losaraleg og um leið heiftúðug - hvar eiga menn að mætast? Sameiginleg viðmið - lykill að lausnEf ríkið selur Landsvirkjun mun fyrirtækið ákveða orkuverð sitt til stóriðju út frá venjulegum hagnaðarsjónarmiðum hafi slík framkvæmd staðist þær kröfur sem umhverfismat gerir. Áfram mun væntanlega hvíla leynd yfir því verði. En það sem breytist er að nú þarf fyrirtækið að greiða fyrir virkjunarréttinn. Sú upphæð endurspeglar hversu mikils við metum náttúruna sem við fórnum vegna virkjannaframkvæmda. Ákvörðun um þetta gjald þyrfti að taka á Alþingi og orkuverðið hækkar sem nemur gjaldinu. Þar með er sá þáttur sem skiptir okkur svo miklu, það er hvers virði náttúran er sem fórna á, orðinn opinber. Ef við ákveðum að gjaldið eiga að vera hátt þá erum við að senda þau skilaboð að náttúran sé okkur mikils virði. Þar með geta verkefni sem standast umhverfismat orðið óhagkvæm vegna þess að við teljum að ekki komi nægar fjárhagslegar bætur fyrir að fórna náttúrunni. Aðalmálið er að ákvörðunin verður gegnsæ, almenningur getur séð svart á hvítu hvaða forsendur stjórnvöld gefa sér þegar mikilvægar ákvarðanir í efnahags- og umhverfismálum eru teknar. Þessi lausn er auðvitað engin allra meina bót en án gegnsæis og sameignlegra viðmiða verður aldrei von til þess að hægt sé ná sæmilegri sátt.