Hverju eiga kjósendur að ráða? 17. júlí 2006 00:01 Kosningaþátttaka hefur jafnan verið mjög góð á Íslandi. Eigi að síður örlar hér á þeirri þróun sem þekkt er í Evrópu og víðar að áhugi á að greiða atkvæði í kosningum dvínar. Sveitarstjórnarkosningarnar í vor sem leið voru vísbending í þessa veru. Yfirleitt eru menn á einu máli um að virk kosningaþátttaka sé mikilvæg forsenda fyrir virku lýðræði. Á móti því verður ekki mælt. Kjósendur sem sitja heima eru sáttir við að aðrir ráði úrlsitum. Í þeirri afstöðu geta hins vegar falist skilaboð sem stjórnmálamenn þurfa að vega og meta. Kosningaskylda er af þeim sökum óæskileg. Ekki er sjálfgefið að ólík kosningakerfi ráði miklu um áhuga fólks á þátttöku í kosningum. En hvað sem því líður er í ljósi þessarar þróunar vert að virða hvort ástæða er til að auka áhrifavald kjósenda. Ennfremur er þarft að skoða með hvaða móti það má gera. Í þingræðiskerfi hafa kjósendur aðeins óbein áhrif á það hverjir sitja í ríkisstjórn með því að hún sækir umboð sitt til þingsins. Eitt af álitaefnumum í þessu samhengi hlýtur að lúta að því hvort auka má raunveruleg áhrif kjósenda um val á ríkisstjórn án þess að afnema þingræðisregluna. Ýmsar leiðir geta verið færar í því sambandi. Sums staðar er kosningakerfið þannig upp byggt að kjósendur geta með beinum hætti kosið einn flokk til valda og annan frá völdum. Það getur hins vegar verið á kostnað hlutfallslegs jöfnuðar á milli flokka. Annars staðar fela yfirlýsingar einstakra flokka fyrir kosningar í sér að kjósendur hafa í reynd val á milli tveggja fylkinga. Segja má að aðstæður hafi verið nálægt því að vera á þennan veg í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík á liðnu vori. Engum vafa er undirorpið að það leiðir til virkari pólitískrar ábyrgðar ef kjósendur geta með beinum hætti ráðið því hverjir sitja í ríkisstjórn. Kaupskapur þar um eftir kosningar dregur úr áhrifavaldi kjósenda og hugsanlega áhuga þeirra á kosningaþátttöku. Annað atriði sem getur haft mikið að segja í þessu viðfangi er möguleiki kjósenda til þess að velja einstaklinga. Að sönnu hafa prófkjör flokkanna komið að hluta til móts við slíkar óskir en þó með takmörkuðum hætti. Eftir því sem hugmyndafræðilegar markalínur milli flokka hafa dofnað eykst þörfin fyrir meira persónulegt val í kosningunum sjálfum en verið hefur. Einstaklingsbundin kosning leiðir einnig til aukinnar persónulegrar ábyrgðar frambjóðenda. Aukin persónuleg pólitísk ábyrgð í kosningum er í sjálfu sér eftirsóknarverð og gæti aukheldur glætt áhuga kjósenda. Ýmsir kostir eru til að ná slíkum markmiðum. Æskilegt gæti verið að kjósendur gætu skipt atkvæði sínu á milli frambjóðenda fleiri flokka. Slíkir kostir geta eðlilega staðið skoðunum og skapi einstakra kjósenda næst. Hví á þá að útiloka það? Írska kosningakerfið er til að mynda athyglisvert í þessu ljósi. Loks hlýtur skoðun á auknum áhrifum kjósenda að leiða til rýmri reglna um þjóðaratkvæðagreiðslur. Þær eru eins og margt annað í þessu samhengi vandasamt viðfangsefni. Ákveða má að tiltekin mál verði einfaldlega skylt bera undir þjóðaratkvæði. Ennfremur má opna fyrir möguleika á þjóðaratkvæði með ákveðnum skilyrðum þegar sérstaklega stendur á. Lýðræðisskipulag þarf að þróa eins og annað eftir því sem kröfur tímans breytast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Kosningaþátttaka hefur jafnan verið mjög góð á Íslandi. Eigi að síður örlar hér á þeirri þróun sem þekkt er í Evrópu og víðar að áhugi á að greiða atkvæði í kosningum dvínar. Sveitarstjórnarkosningarnar í vor sem leið voru vísbending í þessa veru. Yfirleitt eru menn á einu máli um að virk kosningaþátttaka sé mikilvæg forsenda fyrir virku lýðræði. Á móti því verður ekki mælt. Kjósendur sem sitja heima eru sáttir við að aðrir ráði úrlsitum. Í þeirri afstöðu geta hins vegar falist skilaboð sem stjórnmálamenn þurfa að vega og meta. Kosningaskylda er af þeim sökum óæskileg. Ekki er sjálfgefið að ólík kosningakerfi ráði miklu um áhuga fólks á þátttöku í kosningum. En hvað sem því líður er í ljósi þessarar þróunar vert að virða hvort ástæða er til að auka áhrifavald kjósenda. Ennfremur er þarft að skoða með hvaða móti það má gera. Í þingræðiskerfi hafa kjósendur aðeins óbein áhrif á það hverjir sitja í ríkisstjórn með því að hún sækir umboð sitt til þingsins. Eitt af álitaefnumum í þessu samhengi hlýtur að lúta að því hvort auka má raunveruleg áhrif kjósenda um val á ríkisstjórn án þess að afnema þingræðisregluna. Ýmsar leiðir geta verið færar í því sambandi. Sums staðar er kosningakerfið þannig upp byggt að kjósendur geta með beinum hætti kosið einn flokk til valda og annan frá völdum. Það getur hins vegar verið á kostnað hlutfallslegs jöfnuðar á milli flokka. Annars staðar fela yfirlýsingar einstakra flokka fyrir kosningar í sér að kjósendur hafa í reynd val á milli tveggja fylkinga. Segja má að aðstæður hafi verið nálægt því að vera á þennan veg í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík á liðnu vori. Engum vafa er undirorpið að það leiðir til virkari pólitískrar ábyrgðar ef kjósendur geta með beinum hætti ráðið því hverjir sitja í ríkisstjórn. Kaupskapur þar um eftir kosningar dregur úr áhrifavaldi kjósenda og hugsanlega áhuga þeirra á kosningaþátttöku. Annað atriði sem getur haft mikið að segja í þessu viðfangi er möguleiki kjósenda til þess að velja einstaklinga. Að sönnu hafa prófkjör flokkanna komið að hluta til móts við slíkar óskir en þó með takmörkuðum hætti. Eftir því sem hugmyndafræðilegar markalínur milli flokka hafa dofnað eykst þörfin fyrir meira persónulegt val í kosningunum sjálfum en verið hefur. Einstaklingsbundin kosning leiðir einnig til aukinnar persónulegrar ábyrgðar frambjóðenda. Aukin persónuleg pólitísk ábyrgð í kosningum er í sjálfu sér eftirsóknarverð og gæti aukheldur glætt áhuga kjósenda. Ýmsir kostir eru til að ná slíkum markmiðum. Æskilegt gæti verið að kjósendur gætu skipt atkvæði sínu á milli frambjóðenda fleiri flokka. Slíkir kostir geta eðlilega staðið skoðunum og skapi einstakra kjósenda næst. Hví á þá að útiloka það? Írska kosningakerfið er til að mynda athyglisvert í þessu ljósi. Loks hlýtur skoðun á auknum áhrifum kjósenda að leiða til rýmri reglna um þjóðaratkvæðagreiðslur. Þær eru eins og margt annað í þessu samhengi vandasamt viðfangsefni. Ákveða má að tiltekin mál verði einfaldlega skylt bera undir þjóðaratkvæði. Ennfremur má opna fyrir möguleika á þjóðaratkvæði með ákveðnum skilyrðum þegar sérstaklega stendur á. Lýðræðisskipulag þarf að þróa eins og annað eftir því sem kröfur tímans breytast.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun