Upplausn ríkir víða í Mexíkó 23. ágúst 2006 07:30 Kennari í kjarabaráttu Notast er við teygjubyssur, rör, planka og kylfur, í hinni harðvítugu kjarabaráttu sem nú virðist vera að breytast í allsherjar uppreisn í hinni gömlu Oaxaca-borg. MYND/AP Strætisvagnar eru brenndir á götunum og þjóðvegum er lokað í einum mestu mótmælum sem skollið hafa á hinni íhaldssömu Oaxaca-borg í S-Mexíkó. Að auki hefur dagblaði og sjónvarpsstöð verið lokað og tólf útvarpsstöðvar hafa verið hernumdar af svekktum kennurum. Þann 22. maí fóru um sjötíu þúsund barnaskólakennarar í verkfall og kröfðust um 8,7 milljarða króna launahækkunar. Gagntilboð ríkisstjóra var tæpur tíundi hluti af þeirri upphæð og var því hafnað. Mótmæli kennaranna snúast ekki um krónur lengur því eftir að skotárás var gerð á eina af útvarpsstöðvunum sem kennararnir höfðu á sínu valdi stigmögnuðust átökin og krefjast mótmælendur nú afsagnar ríkisstjórans. Hin þriggja mánaða löngu mótmæli í fylkinu hafa næsta umbreyst í uppreisn og eru foreldri barna vöruð við því að hleypa þeim út úr húsi. Samgöngukerfi borgarinnar hefur að mestu verið lamað með brennandi vegatálmum og mótmælendur arka um götur, vopnaðir bareflum ýmiss konar og teygjubyssum. „Við erum búin að fá nóg af nýfrjálshyggju,“ hrópa mótmælendurnir, en ríkisstjórinn er flokksmaður PRI, þess flokks sem fór með völd í Mexíkó nær óslitið alla tuttugustu öldina. PAN flokkurinn, sem kenndur er við nýfrjálshyggju, studdi nýlega frambjóðanda PRI í ríkisstjórakosningum í Chiapas-fylki. Mótmælin í Oaxaca kallast þannig á við víðtækari mótmæli sem tengjast nýlegum kosningum í landinu og má segja að hin nýja vinstribylgja Rómönsku Ameríku berjist við eldri hægrisinnaðri öfl í landinu. Ríkisstjóri Oaxaca er sakaður um að hafa haft svik í tafli í síðustu fylkiskosningum og eru kosningasvik og valdníðsla nú meginefni mótmælanna þar, líkt og í höfuðborginni og reyndar einnig í Chiapas-fylki, sem liggur við hlið Oaxaca-fylkis. Chiapas-fylki er fátækasta fylki Mexíkó og komst í heimsfréttirnar árið 1994, þegar zapatistar gerðu þar uppreisn. Í þessum mánuði fóru þar fram fylkisstjórakosningar. Samkvæmt síðustu tölum virðist hægrimaður hafa tapað fyrir vinstrimanni með nær engum mun atkvæða. Hægrimaðurinn ætlar að krefjast gagngerrar endurtalningar atkvæða og bendir á fordæmi vinstrimannsins Obradors, sem tapaði í forsetakosningunum í júlí og hefur haldið Mexíkóborg í gíslingu síðan. Fyrst það er orðin regla að niðurstöður kosninga séu virtar að vettugi í Mexíkó, óttast stjórnmálaskýrendur að vopnuð barátta kennaranna í Oaxaca verði öðrum stéttum fyrirmynd á landsvísu, til dæmis þegar mótmæla skal niðurstöðum kosninga. Styttist þá í nýja mexíkóska byltingu. Erlent Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Sjá meira
Strætisvagnar eru brenndir á götunum og þjóðvegum er lokað í einum mestu mótmælum sem skollið hafa á hinni íhaldssömu Oaxaca-borg í S-Mexíkó. Að auki hefur dagblaði og sjónvarpsstöð verið lokað og tólf útvarpsstöðvar hafa verið hernumdar af svekktum kennurum. Þann 22. maí fóru um sjötíu þúsund barnaskólakennarar í verkfall og kröfðust um 8,7 milljarða króna launahækkunar. Gagntilboð ríkisstjóra var tæpur tíundi hluti af þeirri upphæð og var því hafnað. Mótmæli kennaranna snúast ekki um krónur lengur því eftir að skotárás var gerð á eina af útvarpsstöðvunum sem kennararnir höfðu á sínu valdi stigmögnuðust átökin og krefjast mótmælendur nú afsagnar ríkisstjórans. Hin þriggja mánaða löngu mótmæli í fylkinu hafa næsta umbreyst í uppreisn og eru foreldri barna vöruð við því að hleypa þeim út úr húsi. Samgöngukerfi borgarinnar hefur að mestu verið lamað með brennandi vegatálmum og mótmælendur arka um götur, vopnaðir bareflum ýmiss konar og teygjubyssum. „Við erum búin að fá nóg af nýfrjálshyggju,“ hrópa mótmælendurnir, en ríkisstjórinn er flokksmaður PRI, þess flokks sem fór með völd í Mexíkó nær óslitið alla tuttugustu öldina. PAN flokkurinn, sem kenndur er við nýfrjálshyggju, studdi nýlega frambjóðanda PRI í ríkisstjórakosningum í Chiapas-fylki. Mótmælin í Oaxaca kallast þannig á við víðtækari mótmæli sem tengjast nýlegum kosningum í landinu og má segja að hin nýja vinstribylgja Rómönsku Ameríku berjist við eldri hægrisinnaðri öfl í landinu. Ríkisstjóri Oaxaca er sakaður um að hafa haft svik í tafli í síðustu fylkiskosningum og eru kosningasvik og valdníðsla nú meginefni mótmælanna þar, líkt og í höfuðborginni og reyndar einnig í Chiapas-fylki, sem liggur við hlið Oaxaca-fylkis. Chiapas-fylki er fátækasta fylki Mexíkó og komst í heimsfréttirnar árið 1994, þegar zapatistar gerðu þar uppreisn. Í þessum mánuði fóru þar fram fylkisstjórakosningar. Samkvæmt síðustu tölum virðist hægrimaður hafa tapað fyrir vinstrimanni með nær engum mun atkvæða. Hægrimaðurinn ætlar að krefjast gagngerrar endurtalningar atkvæða og bendir á fordæmi vinstrimannsins Obradors, sem tapaði í forsetakosningunum í júlí og hefur haldið Mexíkóborg í gíslingu síðan. Fyrst það er orðin regla að niðurstöður kosninga séu virtar að vettugi í Mexíkó, óttast stjórnmálaskýrendur að vopnuð barátta kennaranna í Oaxaca verði öðrum stéttum fyrirmynd á landsvísu, til dæmis þegar mótmæla skal niðurstöðum kosninga. Styttist þá í nýja mexíkóska byltingu.
Erlent Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Sjá meira