Heillaður af Íslandi 26. ágúst 2006 09:30 Glatt á hjalla Geir Haarde forsætisráðherra segir Gary Doer, fylkisstjóra Manitoba, einhverja afar skemmtilega sögu á fundi þeirra í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum á fimmtudagskvöld MYND/Gunnar vigfússon „Það er ákaflega gaman að eiga í samskiptum við land þar sem er svona mikill uppgangur og hér er uppgangurinn og bjartsýnin svo greinileg að maður sér þau á byggingakrönunum um alla borg,“ sagði Gary Doer, fylkisstjóri Manitobafylkis í Kanada, í samtali við blaðamann Fréttablaðsins í gær. Doer er staddur hér á landi í opinberri heimsókn í annað sinn á ferli sínum sem fylkisstjóri, en hann kom hingað fyrst fyrir fimm árum. Opinberum heimsóknum milli Manitoba og Íslands hefur farið fjölgandi undanfarin ár, enda er þar að finna langstærsta hóp fólks af íslenskum ættum þegar litið er út fyrir Íslandsstrendur. Það er því vel viðeigandi að Doer er hér staddur ásamt félaga sínum Eric Stefanson, fyrrverandi þingmanni í Kanada, en hann er af íslensku bergi brotinn. „Samskipti Manitoba við Ísland eru ákaflega mikilvæg, því svo margir Manitoba-búar geta rakið ættir sínar hingað,“ sagði Doer. „En ég er ekki hér bara til að ræða um fortíðina, heldur einnig um framtíðina.“ Hann vonast til þess að heimsóknin leiði til aukinna viðskipta milli landanna, sem og að Kanadamenn og Íslendingar samnýti enn frekar vísindaþekkingu landanna. Eitt af málunum sem hann er hér staddur til að ræða við Íslendinga um eru strætisvagnar sem ganga fyrir vetni, en líkt og í Reykjavík er verið að prófa slíka strætisvagna í Manitoba. Þegar er mikið samstarf meðþjóðunum og má þar nefna skiptinemaverkefnið Snorra, sem styrkir íslenska og kanadíska námsmenn til náms í hinu landinu. „Þetta verkefni veitir ungu fólki frá báðum löndum frábært tækifæri til að kynnast menningarheimi hinnar þjóðarinnar, tungumáli og lífsháttum,“ sagði Doer. „Og það er vel þess virði að styðja þetta samstarf.“ Doer hitti, auk annarra, forsætisráðherra Íslands, Geir H. Haarde, á fimmtudagskvöld, og bauð hann Geir að sækja Manitoba heim næsta sumar þegar Íslendingadagurinn verður haldinn hátíðlegur með pompi og prakt. Doer vonast til þess að beint flug hefjist innan tíðar milli Íslands og Manitoba, sem myndi að sjálfsögðu auðvelda samskipti millum landanna tveggja. Þetta er mál sem liggur hjarta hans nærri, enda segist Doer vera afar heillaður af Íslandi. „Það hljómar eins og klisja, að segja að Ísland sé ákaflega fallegt land og að dást að því hversu opið og hlýtt fólk Íslendingar eru, en það er samt satt,“ sagði Doer með bros á vör, og bætti svo hlæjandi við, „Þó ekkert íslenskt blóð renni í æðum mínum, kallar Eric mig „eftirhermu-Íslending“.“ Þeir félagar fljúga heim á morgun. Erlent Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
„Það er ákaflega gaman að eiga í samskiptum við land þar sem er svona mikill uppgangur og hér er uppgangurinn og bjartsýnin svo greinileg að maður sér þau á byggingakrönunum um alla borg,“ sagði Gary Doer, fylkisstjóri Manitobafylkis í Kanada, í samtali við blaðamann Fréttablaðsins í gær. Doer er staddur hér á landi í opinberri heimsókn í annað sinn á ferli sínum sem fylkisstjóri, en hann kom hingað fyrst fyrir fimm árum. Opinberum heimsóknum milli Manitoba og Íslands hefur farið fjölgandi undanfarin ár, enda er þar að finna langstærsta hóp fólks af íslenskum ættum þegar litið er út fyrir Íslandsstrendur. Það er því vel viðeigandi að Doer er hér staddur ásamt félaga sínum Eric Stefanson, fyrrverandi þingmanni í Kanada, en hann er af íslensku bergi brotinn. „Samskipti Manitoba við Ísland eru ákaflega mikilvæg, því svo margir Manitoba-búar geta rakið ættir sínar hingað,“ sagði Doer. „En ég er ekki hér bara til að ræða um fortíðina, heldur einnig um framtíðina.“ Hann vonast til þess að heimsóknin leiði til aukinna viðskipta milli landanna, sem og að Kanadamenn og Íslendingar samnýti enn frekar vísindaþekkingu landanna. Eitt af málunum sem hann er hér staddur til að ræða við Íslendinga um eru strætisvagnar sem ganga fyrir vetni, en líkt og í Reykjavík er verið að prófa slíka strætisvagna í Manitoba. Þegar er mikið samstarf meðþjóðunum og má þar nefna skiptinemaverkefnið Snorra, sem styrkir íslenska og kanadíska námsmenn til náms í hinu landinu. „Þetta verkefni veitir ungu fólki frá báðum löndum frábært tækifæri til að kynnast menningarheimi hinnar þjóðarinnar, tungumáli og lífsháttum,“ sagði Doer. „Og það er vel þess virði að styðja þetta samstarf.“ Doer hitti, auk annarra, forsætisráðherra Íslands, Geir H. Haarde, á fimmtudagskvöld, og bauð hann Geir að sækja Manitoba heim næsta sumar þegar Íslendingadagurinn verður haldinn hátíðlegur með pompi og prakt. Doer vonast til þess að beint flug hefjist innan tíðar milli Íslands og Manitoba, sem myndi að sjálfsögðu auðvelda samskipti millum landanna tveggja. Þetta er mál sem liggur hjarta hans nærri, enda segist Doer vera afar heillaður af Íslandi. „Það hljómar eins og klisja, að segja að Ísland sé ákaflega fallegt land og að dást að því hversu opið og hlýtt fólk Íslendingar eru, en það er samt satt,“ sagði Doer með bros á vör, og bætti svo hlæjandi við, „Þó ekkert íslenskt blóð renni í æðum mínum, kallar Eric mig „eftirhermu-Íslending“.“ Þeir félagar fljúga heim á morgun.
Erlent Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira