Gíslar lausir á Gaza 28. ágúst 2006 07:30 Frelsinu fegnir Anita McNaught, í miðju, eiginkona Fox-myndatökumannsins Olafs Wiig, talar á blaðamannafundi á hóteli í Gaza-borg í gær með eiginmanninn sér á vinstri hönd en hinn gíslinn, Steve Centanni, á þá hægri. MYND/AP Tveir fréttamenn Fox-sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku voru í gær látnir lausir úr tveggja vikna gíslingu herskárra Palestínumanna á Gaza-svæðinu. Þeir voru heilir á húfi, en sögðu gíslatökumennina hafa haldið sér kirfilega bundnum með bundið fyrir augun og hótað sér lífláti tækju þeir ekki íslamstrú. Eftir að mennirnir Bandaríkjamaðurinn Steve Centanni og Nýsjálendingurinn Olaf Wiig endurheimtu frelsi sitt hittu þeir Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, og yfirgáfu því næst Gaza-svæðið í flýti. Fyrst mönuðu þeir þó aðra erlenda fréttamenn til að hika ekki við að kynna sér aðstæður hrjáðra Palestínumanna á Gaza-svæðinu. Fréttamaðurinn Centanni, sem er sextugur, og myndatökumaðurinn Wiig, sem er 36 ára, hurfu úr vinnubíl sínum á Gaza-svæðinu þann 14. ágúst. Það var svo ekki fyrr en tíu dögum síðar sem áður óþekktur hópur herskárra Palestínumanna, Helgu heilags-stríðs-sveitirnar, lýsti yfir ábyrgð á mannráninu og sendi frá sér myndband sem sýndi gíslana á lífi. Kröfur hópsins um að allir múslimar sem væru í haldi í bandarískum fangelsum yrðu látnir lausir í skiptum fyrir gíslana vöktu ugg um að erlendir öfgamenn, hugsanlega tengdir al-Kaída-hryðjuverkanetinu, væru farnir að láta til sín taka á Gaza-svæðinu. En talsmenn palestínskra öryggismálayfirvalda sögðu þetta nafn á hópnum hentiheiti sem þekktir róttæklingar úr röðum heimamanna notuðu til að vekja á sér athygli. Allan tímann hafi verið vitað hverjir þeir voru. Talsmennirnir sögðu að haft hefði verið upp á þeim með hjálp þriðju aðila sem ekki komu annars nálægt mannráninu. Þeir sögðu þó ekkert um hvort palestínsk yfirvöld hefðu samið við gíslatökumennina. Á síðustu tveimur árum hafa herskáir Palestínumenn rænt á þriðja tug útlendinga, oftast til að setja fram persónulegar kröfur, en þeim hefur í flestum tilvikum verið sleppt samdægurs og án þess að hár væri skert á höfði þeirra. Allan tímann á meðan Centanni og Wiig voru í haldi héldu palestínskir ráðamenn því statt og stöðugt fram að þeir vissu ekkert um það hverjir gíslatökumennirnir væru. Haniyeh vék sér undan að svara þegar hann var spurður hvort reynt yrði að handtaka þá. Erlent Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Tveir fréttamenn Fox-sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku voru í gær látnir lausir úr tveggja vikna gíslingu herskárra Palestínumanna á Gaza-svæðinu. Þeir voru heilir á húfi, en sögðu gíslatökumennina hafa haldið sér kirfilega bundnum með bundið fyrir augun og hótað sér lífláti tækju þeir ekki íslamstrú. Eftir að mennirnir Bandaríkjamaðurinn Steve Centanni og Nýsjálendingurinn Olaf Wiig endurheimtu frelsi sitt hittu þeir Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, og yfirgáfu því næst Gaza-svæðið í flýti. Fyrst mönuðu þeir þó aðra erlenda fréttamenn til að hika ekki við að kynna sér aðstæður hrjáðra Palestínumanna á Gaza-svæðinu. Fréttamaðurinn Centanni, sem er sextugur, og myndatökumaðurinn Wiig, sem er 36 ára, hurfu úr vinnubíl sínum á Gaza-svæðinu þann 14. ágúst. Það var svo ekki fyrr en tíu dögum síðar sem áður óþekktur hópur herskárra Palestínumanna, Helgu heilags-stríðs-sveitirnar, lýsti yfir ábyrgð á mannráninu og sendi frá sér myndband sem sýndi gíslana á lífi. Kröfur hópsins um að allir múslimar sem væru í haldi í bandarískum fangelsum yrðu látnir lausir í skiptum fyrir gíslana vöktu ugg um að erlendir öfgamenn, hugsanlega tengdir al-Kaída-hryðjuverkanetinu, væru farnir að láta til sín taka á Gaza-svæðinu. En talsmenn palestínskra öryggismálayfirvalda sögðu þetta nafn á hópnum hentiheiti sem þekktir róttæklingar úr röðum heimamanna notuðu til að vekja á sér athygli. Allan tímann hafi verið vitað hverjir þeir voru. Talsmennirnir sögðu að haft hefði verið upp á þeim með hjálp þriðju aðila sem ekki komu annars nálægt mannráninu. Þeir sögðu þó ekkert um hvort palestínsk yfirvöld hefðu samið við gíslatökumennina. Á síðustu tveimur árum hafa herskáir Palestínumenn rænt á þriðja tug útlendinga, oftast til að setja fram persónulegar kröfur, en þeim hefur í flestum tilvikum verið sleppt samdægurs og án þess að hár væri skert á höfði þeirra. Allan tímann á meðan Centanni og Wiig voru í haldi héldu palestínskir ráðamenn því statt og stöðugt fram að þeir vissu ekkert um það hverjir gíslatökumennirnir væru. Haniyeh vék sér undan að svara þegar hann var spurður hvort reynt yrði að handtaka þá.
Erlent Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira